Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 22
Við skildum við Skúla Magnússon í fyrri grein á hátindi embættis- framans. Hann var orðinn landfógeti, fyrstur íslendinga, sem skip- aði svo virðulegt og áhrifamikið embætti. Skúli karlinn var ekki búinn að vera lengi í embættinu þegar hann tók að hugleiða hvað gera þyrfti til að forða landinu frá algeru hruni, eins og hann sjálfur sagði í skýrslu til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. Iðnaður úr ull var honum ofarlega í huga. Það lék ekki á tveim tungum hvers virði ullariðnaðurinn var til að klæða þjóðina, en til þess gekk langmestur hluti hans. Um sölutóið, sem flutt var út, gegndi öðru máli. Prjónlesið var raunverulegur gjaldeyrir þessa tíma. Menn notuðu sér það til að afla sér erlendrar vöru. Verð á því var þó yfirleitt lágt. Svo bættist það ofan á, að kaupmenn vildu ekki greiða taxtaverð, töldu vöruna gallaða og því torvelt að fá sæmilegt verð fyrir hana á erlendum mörkuðum. Þeir höfðu ýmis- legt til síns máls, því að á þessum tíma var ullariðnaður landsmanna með líku sniði sem verið hafði lengst frá upphafi landsbyggðar, prjónatækni hafði þó eitthvað fleygt fram. íslendingar, sem bezt skil kunnu á þessum málum, töldu, að landsmenn töpuðu árlega álitlegum fúlgum á prjónlesiðnaðinum með þeirri tækni og því úrelta verldagi, sem hér tíðkaðist. Lands- menn þyrftu því að tileinka sér þau hagkvæmu og fljótvirku tæki, sem þá bezt þekktust. Skúla var allt þetta ljóst og því vekur hann máls á því á alþingi sumarið 1750, að menn mynduðu samtök til úrbóta í verklegum efnum. Næsta sumar, 17. júlí 1751, stofnuðu svo 13 helztu embættis- menn landsins hlutafélag um stofnun ullarverksmiðju með 1550 rd. hlutafé. Ætlunin var, að öllum yrði heimilt að leggja fram hluta- fé, en lítið fór fyrir því í reynd, t. d. gerðust fáir bændur hlut- hafar. Um haustið 1751 siglir svo Skúli til Kaupmannahafnar með það í huga að afla hinum nýju framfaramálum fylgi konungsins og stjórnar. Hann leggur reglugerð hins nýstofnaða hlutafélags fyrir til samþykktar. Jafnhliða leggur hann fram mjög ýtarlega álitsgerð um alla hagi landsins og sundurliðaðar tillögur til úrbóta. Hann leggur til, að iðnaðarstofnunum verði komið á fót, fyrst og fremst til ullarvinnslu, sem ekki aðeins yrðu gróðafyrirtæki heldur og MINNIS VERÐIR MENN SKÚLI MAGNÚSSON LANDF ÓGETI 2 ísland tók að rísa

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.