Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 9
að nenna að vinna. Mér líður svo vel, þegar ég geri ekki neitt, en geri þó stundum við eitthvað mér til gamans eftir góða hvíld eða þegar mig vantar vasapen- inga. Ég hef aldrei kunnað að vera ríkur heldur en fá- tækur. Þess vegna hef ég ekki safnað peningum né auði. Allt peningavit hefur mér líklega verið illa gefið. Ég hef alltaf haft það lífsviðhorf, sem segir í þessari vísu: Ég er ekki alveg snauður, allt þó vanti mig, því fátæktin er einnig auður, útaf fyrir sig. Þetta er ekkert verri vísa en aðrar vísur. Þegar ég byrjaði starf mitt hér, var ástandið ekki glæsilegt. Allt skorið við nögl og skammtað. Mig vant- aði 400 krónur til að geta keypt glös og fjaðrir til úr- smíðinnar, og ég var alltaf að biðja um leyfi fyrir þess- um 400 krónum. Náttúrlega fékk ég lengi vel neitun, en hitti loksins Skúla Guðmundsson, sýslunga minn og frænda, og hann hringdi í einhverja þessa stofnun, við- skiptaráð, fjárhgasráð, innflutningsnefnd eða hvað þetta hét. Þetta var alltaf að skipta um nöfn eins og komm- arnir. Jón Bjarnason og Sigrún Helgadóttir. Pétur Bjarnason og Gisela Stephans. — Þú hefur áhuga á stjórnmálum? — Ja, áhuga, ég hef að minnsta kosti skoðun, ekki mikinn áhuga. Ég hef sjálfsagt alizt upp við frjálslyndi í stjórnmálum heima. Faðir minn var óbundinn í póli- tík. Man bara, að hann kaus Þórarin á Hjaltabakka og Guðmund í Ási, sem voru sinn af hvorum flokki. Það hefur líklega legið fyrst fyrir mér að vera jafnaðar- maður. Þegar ég kom heim frá Ameríku, hugsaði ég ekki mikið um íslenzka flokkapólitík. Ég heyrði, að þeir, sem ég vann með hjá Magnúsi Benjamínssyni, voru harðir Sjálfstæðismenn. Nú mér hefur oft ekki líkað við Sjálfstæðisflokkinn og ekki þótt hann gallalaus, og ég væri sjálfsagt farinn úr Sjálfstæðisflokknum fyrir löngu, ef það tvennt hefði ekki komið til, að hann á alltaf eitthvert slangur af ágætismönum, og svo hitt, að þó hann sé bölvaður stundum, þá eru hinir flokkarnir svo miklu verri, að það er ekki í önnur hús að venda. Nú, hvað kommúnistum viðkemur þá finnst mér, að ísland sé ekki þeirra heimur, og þeirra pólitílt orkar eins og útlenzka á mig, og þó gleypti ég í mig, satt að segja, Þórberg Þórðarson, eins og fleiri á mínum gelgjuárum, og þótti gaman að lesa hann, en þegar hann fór að segja mér frá Rússlandi og þykku súpunni, sem hann borð- aði, þá var sú súpa of þykk fyrir mig. Frelsi og lýðræði Heima er bezt 225

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.