Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 39
Sigurður Nordal: Þjóðsagnabókin II.
Rvík 1972. Almenna bókafélagið.
Þetta annað bindi af Þjóðsagnabók Nordals flytur úrval af sögum
um drauga, kynjagáfur, töfrabrögð, galdramenn, náttúrusögur og
máttarvöld í efra og neðra. Hefir útgefandinn farið eldi um nær
öll þjóðsagnasöfn eldri og yngri auk margs annars, því að þarna
er að finna sagnir úr ævisögum og öðrum ritum og jafnvel dag-
blöðum. Hlýtur mann að undra hvílíkur feiknalestur og kunn-
átta er þar að baki, því að lesturinn einn er ekki einhlítur,
heldur einnig sú yfirsýn að velja og hafna, og það af þeirri list,
sem hér er gert. Vafalítið munu einhverjir sakna þarna sagna,
sem þeir hefðu óskað að fengju rúm í úrvali þessu, slxkt gerist
um öll úrvöl, en varla hygg ég þær sögur margar, sem hægt hefði
verið að kxefjast þess, að með væru teknar, og er meira vert um
hitt. hvað vel er hér að unnið. Og ómetanlegur fengur er að því
að eiga slíkt úrval þjóðsagnaauðs vors. Nordal fylgir þessu bindi
úr hlaði með framhaldi forspjalls þess, er hófst í fyrsta bindi.
Heitir sá kafli Margt býr í þokunni, og fjallar hann um huldufólk
og jarðarbúa. Er þar margt, sem vekur til umhugsunar og skiln-
ings, ekki aðeins á þjóðtrúnni, heldur einnig á sambúð vorri við
náttúruna, og vildi ég þar einkum benda á niðurlagsorðin um
meðferð Helgafells.
Guðmundur Daníelsson: Einvígi aldarinnar.
Rvík 1972. ísafoldarprentsmiðja hf.
Mér hefur ævinlega leiðzt skák allt frá því að ég var að læra
mannganginn heima á Hlöðum á gamla taflið, sem Manases afi
Guðmundar Karls læknis smíðaði. En yfir öll þau leiðindi tók þó
sú þvæla í fjölmiðlum vorum meðan á heimsmeistaraeinvíginu
stóð sl. sumar. Maður skyldi hafa ætlað, að heimurinn félli eða
stæði eftir því sem þar gerðist. Þá lá við, að leiðindin snerust upp
í andstyggð á öllu, er snerti skák. Þó hafði ég alltaf samúð með
Bobby Fischer fyrir hans skemmtilega yfirlæti og takmarkalausu
óbilgirni. Það var þvx ekki með nokkrum fögnuði, sem ég opnaði
bók Guðmundar Daníelssonar um allan skrípaleikinn. En svo brá
við, að bókina las ég í einni lotu að kalla, og tel ég slíkt næstum
til kraftaverka, þar sem nægra annarra bóka var völ. Og mér er
kunnugt, að fleirum mun hafa farið líkt og mér, enda seldist
fyrsta prentun bókarinnar upp á örstuttum tíma. Enda er það
mála sannast, að Guðmundi hefir tekizt að skrifa bráðskemmti-
lega bók, þar sem svift er brott öllum hátíðlegheitunum og gert
hæfilegt skop að því öllu saman.
Bergsveinn Skúlason: Lent með birtu.
Rvík 1972. Leiftur hf.
Höfundur gerir ekki endasléppt með að safna og skrásetja þjóð-
leg fræði úr byggðum Breiðafjarðar. Þetta er 8. bók hans um þau
efni, og sumar þeirra allstórar. Hér segir frá vinnubrögðum, ein-
stökum mönnum, draumum og dularverum auk ýmiss annars. Mest
er að vonum um sjósókn og ýmis konar harðræði í sambandi við
hinn sérkennilega eyjabúskap, sem nú er að hverfa úr sögunni.
Má með sanni segja, að höf. hafi bjargað því, sem bjargað varð,
af minjum um þessi efni á elleftu stundu. Þó að sögurnar séu ekki
allar svipmiklar, leiðist engum sem þær les, og höf. á þakkir
skildar fyrir elju sína og athafnasemi, og væri vel farið, ef menn
úr öðrum héröðum hefðu gert heimabyggðum sínum jafn ræki-
leg skil.
Ársrit Sögufélags ísfirðinga 1972.
ísfirðingar hafa um langt skeið haldið úti merku, sögulegu ársriti,
og er 16. árið nýlega komið út. Kennir þar margra grasa að vanda.
Skemmtilegastar greinar þar eru Endurminningar Jóns Auðuns
Jónssonar alþingismanns og Laugabólsþáttur Sigurðar Þórðarsonar,
en mest sagnfræði er í greinunum Guðshús í Strandasýslu eftir
Lýð Björnsson og Holt i Önundarfirði eftir Ólaf Þ. Kristjánsson.
En margt fleira er í ritinu gimilegt til fróðleiks. Hið sama má
raunar segja um öll hin útkomnu rit þeirra ísfirðinganna. í þeim
er fjöldi merkra ritgerða, langra og stuttra. Minnist ég þar sér-
staklega sjálfsævisögu Hallbjarnar Oddssonar. Þótt ritsafn þetta
sé eingöngu tengt Vestfjörðum, á það erindi við alla ,sem unna
þjóðlegri sagnfræði og menningarsögu.
Bréf til Stephans G. Stephanssonar, II. bindi.
Rvík 1972. Menningarsjóður.
í þessu bindi eru birt bréf sex merkra Vestur-íslendinga, og ná
bréfaskiptin yfir meira en 30 ára skeið. Meira en helmingur bind-
isins er bréf Jónasar Hall, sem var einn beztu vina Stephans og
hinn merkasti maður. Segja þau mikla sögu, ekki aðeins af þeim
tveimur, bréfritaranum og viðtakandanum, heldur af mörgu því,
sem gerðist í málum Vestur-íslendinga á þeim árum. Fróðlegt er
að lesa um stuðning þeirra vinanna við Þorstein Erlingsson og
afskipti af 3. útgáfu Þyrna. Þá mun mörgum þykja forvitnilegt
að lesa bréf Káins, og öll eru bréfin betur prentuð en ekki. Valið
er eins og í fyrra bindi smekkvíslegt, og vel frá útgáfunni gengið
í hvívetna. Þó hefði ég kosið, að skýringar hefðu verið fyllri, því
að ýmislegt, sem um er rætt skilst naumast til fulls af þeim, sem
ókunnir eru vestur-íslenzkum málefnum. En nafnaskrá, sem heitið
er að muni fylgja síðasta bindinu mun bæta þar mjög úr skák.
Þorsteinn Matthíasson: Að morgni og Á faraldsfæti.
Rvík 1972. Leiftur hf.
í þessum tveimur bindum eru raktar minningar Matthíasar Helga-
sonar frá Kaldrananesi, og hefir Þorsteinn sonur hans annast út-
gáfu þeirra og frágang. Sögumaður, sem fæddur er 1878, rifjar
upp í elli sinni með aðstoð dagbóka, það sem á dagana hefir
drifið, en hann var um langan aldur nefndarbóndi norður í
Strandasjslu. Eins og vænta má, er margt smálegt til tínt, og oft
er frásögnin miður aðgengileg dagbókarbrot, en á öðrum stöðum
rís frásögnin í lýsingum á mönnum og atburðum. Sem heild eru
minningabækur þessar vel skrifaðar og gefa góða hugmynd um
þau tímamót, sem orðið hafa á ævi höfundar, og einkum þeirri
breytingu, sem varð kringum aldamótin síðustu. Og þótt minn-
ingar þessar séu bundnar við eitt hérað, þá er líka sögu að segja
víðar af landinu. Sögumaður er bjartsýnn athafnamaður, og virðist
segja trúverðuglega frá og af góðvild til samferðamanna og um-
hverfis.