Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 30
Svo gengum við saman unz sólin var sigin í bládjúpu öldurnar. Þá settumst við út undir Grandagarð. Ó, guð, hvað hann Jensen þá sætur varð. Gæti ég krækt í danskan dáta o. s. frv. Svo kysti’ hann mig ellefu kossa þar sem kvöldskugginn mestur og afdrep var, og sagði: „Du er so söd og fin, södeste elskede pigen min.“ Gæti ég krækt í danskan dáta o. s. frv. En þá heyrðist blástur við bryggjusporð, mér brá, svo því lýsa’ ekki nokkur orð, því bátskömmin litla beið nú þar, og bjáninn hann Jensen minn þotinn var. Gæti ég krækt í danskan dáta o. s. frv. Ég sá þá hvað herstjórnin hláleg er að heimta hann Jensen minn strax af mér, fyrst átti ég kost á að eignast mann, svo indælan, sætan og „dannaðan“. Gæti ég krækt í danskan dáta o. s. frv. Seinna ég ein út á Granda gekk, ó, guð, hvað ég ákafan hjartslátt fékk, því Jensen og Sigga sátu þar, í sömu laut og ég forðum var. Gæti ég krækt í danskan dáta o. s. frv. Mér finnst júlímánuður vera dýrlegasti tími ársins, sérstaklega þegar veðrið er eins og það er á meðan ég er að pára niður þennan þátt hér úti á lóðinni við íbúð mína. Ef ég væri skáld, myndi ég yrkja júlí lof. En því er ekki að heilsa. — Næsta kvæði er kannski ekki alveg tengt þessum mánuði, þó mætti vel segja, að það væri bundið júlí bernskuáranna. Þetta fallega ljóð er eftir Braga Sigurjónsson, sem fyrir löngu hefur áunnið sér skáldtitil hjá þjóðinni og staðfestist enn betur eftir út- komu síðustu Ijóðabókar hans, „Páskasnjór“, sem kom út í fyrra. Lagið er eftir Foster, þann bandaríska, eða „Swanee Ribber“, sem það heitir á svertingjamállýzku. Þetta var eitt af þeim lögum, sem Smárakvartettinn söng inn á plötu á sínum tíma, við texta Braga. Einsöng í laginu söng Magnús Sigurjónsson, sem mér fannst hafa alveg einstaklega fallega bassarödd. Textinn er hér birt- ur eftir beiðni. VIÐ LÁGAN BÆ------------ Við lágan bæ í litlum hvammi langt upp í sveit, í skógahlíð til fjalla frammi fyrstu barnsskónum sleit. Úr heimi leikja varla vék ég vorlangan dag, um kjarr og bala kátur lék ég, unz komið var sólarlag. LTti’ er löngu leikjayndi, lítil gleðiföng. Bernska, kemur þú aldrei aftur, aftur með leiki og söng? Að lokum verður svo birt ljóð, sem svo sannarlega getur átt við júlímánuð, en það er þýtt úr sænsku af Helga Valtýsyni. Lagið er eftir Lilla Bror Söderlund, en höfundur Anna Greta Wide. Mér segir svo hugur um, að kórmenn ættu að fagna þessum texta, ef þeir hafa handbærar útsetningar. NÆTURÓÐUR Blundar jörð í blíðum draumi, barni líkt, er sofnar rótt. En með hjartans hlýja straumi himnesk undur birtast skjótt. Ljósskraut himinhvelfing ljóma: Hvílíkt dýrðar töframegn. Fyrr en varir fagurhljóma fyllir geiminn tónaregn. Annars hljótt, — ég alein vaki, undrandi þann töfrahreim: Björt og hrein, und himinþaki hljómlist fyllir víðan geim. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. Vernd og fegrun ... Framhald af bls. 219 ------------------------------ að þessu unnið bæði af kappi og forsjá, enda varð ár- angur að sama skapi. Myndir, er okkur voru sýndar af þessu, minntu fremur á skemmtihallir í skógarlundum en stálverksmiðjur, sem maður ósjálfrátt er vanur að tengja við ryk og sót. En þess var vandlega gætt, að varnarbeltin líktust meira náttúruskógum landsins með rjóðrum og opnum svæðum, en tilbúnum slcrúðgörð- um. Við að sjá og heyra um þessa hluti flaug mér í hug, hvort vér gætum ekki gert eitthvað í þessa átt. Að vísu höfum vér ekki úr jafn fjölbreyttum og hraðvaxta gróðri að velja og Japanir, en vér getum reynt að tjalda því sem til er, og leitað getum vér til annarra landa um haganlegar tegundir. Vér getum ekki barizt gegn iðnvæðingu nútímans. En vér getum lagt oss fram, — og það er skylda vor — að beina framkvæmdum inn á þær brautir, að iðnhverf- in hvorki skapi mengun, né séu sem æpandi ófreskjur í landslaginu. Þar getur dæmi Japana verið oss til fyrir- myndar. St. Std. 246 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.