Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 25
róunarsögu megin Eins og allir vita, eru Evrópa og Asía vanalega taldar tvær heimsálfur. Þó eru til landfræðingar, sem telja þetta firna landflæmi eina heimsálfu, Evrasíu, og Evrópu aðeins vestasta skaga hennar. Þessu Evrasíu-nafni verður haldið hér, vegna þess, að mér finnst það betur eiga við efni þessa greinaflokks, en alls ekki af því að ég ætli mér að gera upp á milli skoð- ana landfræðinganna.Ég fæ ekki bet- ur séð, en að báðar skilgreiningarnar hafi nokkuð til síns máls. Á landakortinu sjáum við hvaða ógnar landflæmi þetta er, enda nær það frá stóru og annasömu hafnar- borgunum í Vestur-Evrópu og allt til Berings-sundsins í austri, — meira en hálfa leið umhverfis hnöttinn okkar. Það liggur ljóst fyrir, að Evrasíu- meginlandið er ekki aðeins það stærsta, heldur geymir það fjöl- breytilegast landslag, loftslagsbelti, plöntu- og dýralíf, sem ber augljós merki umbrotasamrar lífs- og land- sögu jarðarinnar. Flest mannfólk byggir þetta flæmi, að þaðan hafa íbúar þess lagt upp til landvinninga í aðra heimshluta. Enda er greiðfært til annarra skika jarðar. Mjótt Ber- ings-sund aðskilur Evrasíu frá Norð- ur-Ameríku, auðvelt er að stikla yfir Malajalönd til Ástralíu, og vegir hafa legið og liggja til Afríku. Sagnfræð- ingar telja, að vagga menningar hafi staðið í Évrasíu. Hún getur líka stát- að af ýmsum furðum í landslagi, svo sem hæstum fjöllum (Himalaya) og dýpstum stöðuvötnum (Bajkal). Þegar okkur verður hugsað til mik- illeika landflæmisins og hrikalegu fjallarisanna, svo sem Himalaya-fjall- garðsins, hefðum við vissulega leyfi til að halda, að svona hefði þetta alltaf verið og svona muni það standa til eilífðarnóns. En öðru nær. Við getum ekkert fullyrt um stöð- ugleika bergstáls sem Himalayaf jalla, því jarðsagan kann sögu frá enn meiri risum, sem fyrir ævalöngu eru orðn- ir marflatir vegna langvarandi veðr- unar og rofs, — eða hafa sokkið í sæ. Fyrir hundruðum milljóna ára var Evrasía ekki til í þeirri mynd, sem við sjáum hana á kortinu í dag. Elztu hlutar hennar eiga án efa upphaf sitt í sköpun jarðar á upphafsöld eða for- kambríumskeiðinu, eins og landfræð- ingar nefna það. Sumir þeirra segja, að hugsanlega geti pláneta okkar verið 4600 milljón ára gömul. Við skulum þó ekki hverfa svo langt aft- ur í tímann, en býsna langt samt. Einhverntíma fyrir 600 milljón ár- um var um að ræða margar eyjar eða [P LiJ mm RITSTJÓRI EIRÍKUR EIRÍKSSON Heima er bezt 241

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.