Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 32
in hættu að geta verið úti að nokkru ráði, en þau verða að leika sér eingöngu hérna í stofunni hjá mér. — Já, ég trúi því, góða mín. En vakir þú þá á nótt- unni og saumar fyrir aðra? — Einstaka sinnum kemur það fyrir. — Er efnahagurinn svona þröngur, að þú verðir að leggja þetta á þig, Auður mín? — Nú, Hreinn hefir ekki haft nema stopula verka- mannavinnu að undanförnu, svo ég reyni að létta undir með honum á þennan hátt, að taka sauma, og ég hefi líka alltaf haft gaman af að fást við þess háttar hluti. Verkamannavinnu, segir þú! Er Hreinn þá hættur að vinna á skrifstofunni? — Já, ég hélt þú vissir það, Bergþóra. — Nei, ég hafði enga hugmynd um það. Hvað kom til þess, að hann hætti þar? Auður lítur niður fyrir sig og svarar ekki strax. Henni er það óljúft að hryggja Bergþóru með því að segja henni sannleikann í þessu máli, en á milli þeirra hefir ávallt ríkt fullkominn trúnaður, og Auður vill ekki verða til þess að rjúfa hann. Sannleikurinn er líka alltaf sagna beztur og hlýtur að lokum að koma í ljós, þótt takast megi að leyna honum um stundarsakir. Og Auður segir því stillilega: — Honum var sagt upp skrifstofustarfinu í sumar. — Og veiztu ástæðuna fyrir því? — Hann mætti víst ekki alltaf til vinnunnar á réttum tíma. — Jæja, það var gott að ástæðan fyrir brottrekstrinum var þó ekki alvarlegri. — Nei, Bergþóra, Hreinn er heiðarlegur maður. — Hreinn minn var strangheiðarlegur maður, en við hverju má búast, þegar samvizka og ábyrgðarkennd eru svæfðar í eiturveigum áfengisins, og það tekur alger- lega yfirráðin. Hvað er það þá, sem ekki getur komið fyrir. Bergþóra andvarpar þungt og af sársauka, en svo spyr hún: — Og hefir hann þá síðan stundað stopula verka- mannavinnu? — Já, hann hefir gert það. — Og afkoman verið svo bágborin, að þú verður að vinna á nóttunni til þess að börnin líði ekki skort? Get ég ekki rétt til, góða mín? — Það er ekki nema skylda mín að leggja líka fram mína krafta til að vinna fyrir börnunum, og ég tel mig ekkert of góða til þess, á meðan heilsa og kraftar leyfa. — Ég vissi það fyrr en nú, að Hreinn minn var vel kvæntur, en þetta þurftu ekki að verða örlög þín, Auð- ur mín. Rödd Bergþóru deyr út í klökkva. Síðan starir hún þögul fram fyrir sig um hríð, og þá rifjast upp fyrir hugskotssjónum skýrar myndir frá þeim dögum, er sonur hennar stofnaði fyrst sitt eigið heimili í borg- inni, nýkvæntur og hamingjusamur. Hann hafði eign- ast góða konu, fengið ágæta stöðu og stofnað fallegt heimili. Og þá leit hún björtum augum á framtíð sonar síns. En svo varð hann áfengisnautninni að bráð um hríð, og síðan hefir hún séð hann taka að hrapa stig af stigi niður á við í eymd spillingarinnar. Faliega heimilið hans er horfið, og nú er hann fluttur með fjöl- skyldu sína í þennan hrörlega hermanna-bragga, þar sem sárasta fátækt setur svip sinn á allt. Hann tapar stöðu sinni og stritar síðan við uppskipun á kolum niður við höfn, kaldur og tötralega klæddur, fer síðan inná knæpur, situr þar fram á nótt og drekkur upp vinnulaun sín, á meðan Auður situr ein heima hjá sofandi börnum þeirra og vakir við að sauma fyrir aðra til að afla fjár, er forða megi þeim frá sárri neyð og algerri upplausn heimilisins. Hvílík örlög! Og er þessar hræðilegu svipmyndir byltast upp fyrir hugar- sjónum Bergþóru, fær enginn mælt né vegið kvöl þá, sem nístir og kvelur viðkvæmt móðurhjartað. Auður horfir ástúðlega á tengdamóður sína og sér sára þjáningadrættina móta andlit hennar, og hún veit, að harmur Bergþóru, vegna örlaga einkasonarins kæra, er svo ómælisdjúpur, að fátækleg orð hennar muni lítið megna að sefa hann. En þó getur hún ekki annað en reynt að hugga og hughreysta Bergþóru, og Auður segir hægt og innilega: — Ég veit það, Bergþóra mín, að sorg þín er bæði sár og þung, sökum örlaga Hreins okkar beggja, en við skulum báðar halda áfram að biðja Guð fyrir hon- um, sem við elskum sameiginlega, og aldrei gefast upp. Því þótt freistingar heims séu margar, og vald þeirra magnað, þá er máttur Drottins öllu voldugri á himni og jörðu og getur sigrað allar freistingar vorar og þrautir, og honum megum við treysta. — Já, vissulega, Auður mín, og hví skyldi ég láta hugfallast, þegar þú sem þyngstu byrðirnar berð með syni mínum, sýnir slíka hetjulund sem raun ber vitni. Bergþóra gengur til tengdadóttur sinnar og vefvu: hana örmum í hlýjum innileik og aðdáun, sem Auður endurgeldur henni á sama hátt, og þær finna styrk og öryggi streyma hvor frá annarri. Og það gerir allt léttbærara og rólegra. Og báðar eiga þær sameiginlega trú og traust á kærleika Drottins, sem gefur að lokum sigur öllum þeim, sem á hann trúa í raun og sannleika. Og síðan sameinast hjörtu þeirra í hljóðri bæn fyrir honum, sem þær báðar unna af öllu hjarta. XII. HEIMSÓKN FRÁ HEIÐI Og enn er vor á ný. Höfuðbólið að Heiði laugast geislum hækkandi sólar. Það er vel í sveit sett, á fögrum stað í faðmi blárra fjalla, og tign og friður íslenzkrar náttúru hvílir þar yfir öllu og setur svip sinn á ger- valla sveitina. Áki Árnason, einkabróðir Auðar, er nú orðinn bóndi 248 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.