Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 37
Úr utanförinni kom hún með nokkuð af bókum á
blindraletri, og síðar bætti hún stöðugt við þær. Auk
dönskunnar, sem hún var vel að sér í, las hún norsku og
sænsku og einnig esperanto sér til gagns og gleði. Líka
átti hún kennslubók í þýsku og mun hafa skilið talsvert
í því máli. — Skömmu áður en hún lést hafði hún keypt
ritvél og var komin vel á veg nieð að notfæra sér hana.
Reikningsgáfu hafði Málfríður með afbrigðum góða,
reiknaði þung dæmi rétt, og mun þó tæpast hafa verið
búin að læra almenn undirstöðuatriði reiknings, aðeins
níu ára gömul, er hún missti sjón og heyrn. — Líka
undruðust margir hvílíkt stálminni henni var gefið, og
einnig líka, hve mikið hún vissi og kunni af sögum,
kvæðum og allskyns fróðleik.
Einu sinni átti ég tal við hana um andleg mál, fann
ég þá, að einnig þar, eins og á mörgum öðrum sviðum,
var hún þroskaðri og víðsýnni en allur þorri manna. —
Hugur hennar hneigðist mjög til guðspekilegra fræða.
Glaðlynd og ldmin var Málfríður að eðlisfari, þó
hinsvegar bæri stundum á því, að hún ætti sínar angtur-
stundir og fyndist hún afskipt. — Engum mun hafa sýnst
það óeðlilegt, „því sárt svíður í undinni þeirri að fá eigi
notið sín“, og þess meir, sem hæfileikar eru miklir og
skapgerð stórbrotin. — Glaðværð og fyndni tók hún
ævinlega með þökkum, og mat vel, ef einhver kom
hnyttilega fyrir sig orði, enda var henni sjálfri það lag-
ið, bæði í bundnu og óbundnu máli, því að hagmælt var
hún í bezta lagi, en stundum aðeins sér til hugarhægðar.
Málfríður átti marga góða vini, íslenzka og danska, og
var alltaf að læra af þeim, í samræðum, bréfaviðskiptum
og af lestri góðra bóka, sem hún sóttist mjög eftir.
Svo vel sem hún var andlega af Guði gjör, munu þó
verklegir hæfileikar hennar hafa verið engu minni.
Hygg ég að á því sviði muni hún hafa átt fáa sína líka,
jafnvel þó ekki væri tekið tillit til þess að hún var
blind. — Ánægjulegt hefði verið að geta hér birt skrá
yfir allt, sem hún vann síðustu sjö árin heima í föður-
garði, en þess er enginn kostur, þar sem verk hennar eru
dreifð og seld út um allt land, og eigi alllítið til Dan-
merkur og Vesturheims, og að líkindum einnig til ann-
arra landa, t. d. Noregs og Svíþjóðar.
Ég set hér kafla úr bréfi móður Málfríðar heitinnar
til mín. Hann gefur allgóða hugmynd um hin merki-
legu afköst hennar, en ekld líkt því nógu fullkomna. —
Hún segir: „Þú spyrð um vinnubrögð Málfríðar dóttur
okkar. Um þau get ég ekki sagt nákvæmlega, en þó er
mér óhætt að fullyrða, að á meðan hún lagði aðallega
fyrir sig að vefa handklæðadregla og eldhúsþurrkur, óf
hún tuttugu til tuttugu og fjóra vefi yfir árið, og regl-
an var að hafa þá 50 metra langa. — En síðustu árin, er
erfiðara gerðist að fá efni og hún fór að vefa fjölþætt-
ara, svo sem bekk- og rúmábreiður, borð- og kjóladúka,
sessuborð, gardínur o. fl., varð metrafjöldinn ekki eins
mikill. — Hún vann sjálf að öllu, sem að vefnaðinum
laut, svo sem rakningu og uppfestingu.
Um prjónlesið get ég heldur ekki gefið neinar ná-
kvæmar upplýsingar, en það voru, að öllum fannst,
mestu undur hverju hún afkastaði, bæði fyrir heimihð
og það sem hún seldi og gaf og prjónaði fyrir aðra. —
Mikið af þessu var allskonar karla-, kvenna- og barna-
fatnaður, svo sem kjólar, pils, vesti og peysur alls-
konar. Einnig slæður, sjöl, og dúkar með margvíslegu
útprjóni. Hún áttí mikið af prjóna- og vefnaðarupp-
skriftum úr dönskum og sænskum bókum.“
Svo segist móður hennar frá. En þar með er ekki nema
hálfsögð sagan, aðeins lauslega drepið á, hve miklu hún
kom í verk, ekkert minnst á með hvaða snilldarbrag allt
var af hendi leyst, en það var einmitt það, sem vakti
undrun og aðdáun svo margra, hitt vissu færri, að hún
var afkastamesta manneskja sveitarinnar og þó víðar
væri leitað. — Mætir Vestur-íslendingar, síra Álbert og
Hannes Kristjánssynir, og skáldkonan Jakobína John-
son, er voru hér á ferð sumarið 1935, dáðust mjög að
handbragði hennar og keyptu hluti af henni til minja. —
Vinkonum mínum vestanhafs hef ég sent dúka og fleira
eftir hana. — Ein þeirra segir: „Ég horfði á dúkinn, ekki
laus við blygðun, og spurði sjálfa mig: Mun ég ekki
hafa grafið pund mitt í jörðu, fyrst að blind sveitastúlka
út á Islandi getur annað eins og þetta?“ — Önnur vildi
láta safna verkum hennar og hafa til sýnis utan lands og
innan.
Óskipta aðdáun vakti það mér oft, að hún sem var svo
ung og sorglega fötluð, virtist hafa numið til fulls þá
gullnu reglu lífsins, að allt, sem á annað borð er þess
virði, að það sé unnið, er líka þess virði, að það sé vel
gert. — Það var þetta, sem mér fannst dásamlegast við
hana, og hve fegurðarsmekkur hennar var hreinn og
djúpur, hann speglaðist í verkum hennar og allri fram-
komu. — Tók unga fólkið nokkurntíma eftir því, hvílík
fyrirmynd Málfríður var í þolinmæði, iðni og vand-
virkni. Ég veit það ekki. En ég vona að svo hafi verið.
— Aðeins það, að vita að henni í nágrenninu, þvílíkum
hæfileikum gædda og sístarfandi, fannst mér gefa líf-
inu meira gildi, lyfta því upp í æðra veldi. — Það er því
eigi undarlegt, þó hún yrði mér og öllum öðrum, er
kynni höfðu af henni, harmdauði, svo ung sem hún var
og vaxandi. Hún var ein allra mikilhæfasta persónan,
sem ég hef átt því láni að fagna að fá að kynnast á lífs-
leiðinni.
Ég sagði í upphafi þessara minningarorða, að Helen
Keller, hin ameríska, hefði haft fágætan kennara. — En
íslenzka „Helen Keller“ átti fágæta foreldra, fágæta að
þolgæði, umönnun og ástríki. — Ef allir íslenzkir uppal-
endur legðu hvílíka rækt við æskuna, sem Kolmúlahjón-
in lögðu við blinda, gáfaða bamið sitt, myndu, er tímar
líða, æðri sem lægri sæti þessa þjóðfélags vel skipast, og
þá myndi einnig dafna hinn eini æskilegi gróandi í þjóð-
lífinu, gróandi manndóms og þroska.
Að lokum vil ég óska þess af heilum hug, að þessi
minningarorð mættu verða Alþingi og ríkisstjórn á-
minning og hvöt til þess að efla starfskrafta Blindravina-
félags íslands og annarra líknarfélaga. — Ég vænti þess
einnig, að samúð og skilningur almennings á kjörum
þeirra, sem vanheihr eru og þarfnast sérstakrar um-
Heima er bezt 253