Heima er bezt - 01.07.1973, Blaðsíða 11
ég oft haft mjög mikið fyrir þeim, og mér hefur alltaf
þótt það lélegt, sem ég orti í flýti til skemmtunar, ég
tala ekki um það sem kastað var fram við skál, mér hef-
ur fundizt það ómögulegt eftir á:
Alkóhóls við áningar
aukast taugaspennur.
Það verða miklar þjáningar,
þegar af mér rennur.
Mín regla og reynsla er sú, að stytta bera kvseði um
helming, þá batna þau um helming. En þessi regla er
kannske hæpin um einstakar vísur!
Ég hef alltaf haft gaman af að lifa, og það hafa sumir
sagt mér, og mér hefur sjálfum fundizt, að ég væri
heimur út af fyrir mig. Ég hef alltaf trúað á það, þó að
ég sé trúlaus kannske, að maður nyti verka sinna, ef þau
væru unnin af samvizkusemi og af góðum huga, vegna
þess, að ef maður gerir rétt, þá er borgunin margföld,
af því að manni líður andlega vel. Og mér finnst svo
margt í heiminum ekkert sorglegt, sem öðrum þykir
svo þungbært og mikil sorg. Mér finnst ekkert sorglegt,
t. d. við dauðann. Þó að hann geti stundum verið erfið-
ur og illbær, þá er það nú svona, að hann er lífinu alveg
nauðsynlegur eins og segir í þessari vísu:
Bjarni Jónsson.
Ólöf Guðmundsdóttir, eiginkona Bjarna.
Þú mátt ekki drepa dauðann,
Drottins lögmál bannar það.
Hann er eins og eggjarauðan
ómissandi á sínum stað.
Mér finnst, að það sé ekkert góðverk, sem þú gerir,
ef þú ætlast til að fá borgun fyrir það uppi í himnaríki.
Það skyggir algerlega á það, að það sé góðverk, og
kannske eru góðverk aldrei til, því að þau borgast alltaf
einhvern veginn, a. m. k. andlega. Þessar voðalegu sorg-
ir og þjáningar, sem menn eru að gera sér rellu útaf,
t. d. í ástamálum, það er af því, að menn eru svo van-
þroskaðir, og ást er ekkert nema eigingirni, — eða þá
fjárhagsáhyggjur eða pólitískar áhyggjur, allt er þetta
langt fyrir neðan það, að ég hafi látið mér detta í hug
að hafa áhyggjur útaf því síðan ég var almennilega full-
orðinn. Ekkert nema þjáningar af heilsuleysi, hvort
heldur er andlega eða líkamlega, er illt. Allt annað er
gott. Þó að ég sé orðinn gamall og ónýtur að vinna, þá
hef ég reglulega gaman af að lifa, þó ég hósti og sé ekki
alltaf hraustur, og þegar ég nenni ekki að sitja, þá ligg
ég, og
Þó að andann ellin slævi,
ennþá hef ég dágóð spil.
Lífið vakir alla ævi
yfir því að vera til.
Heima er bezt 227