Heima er bezt - 01.04.1975, Side 6

Heima er bezt - 01.04.1975, Side 6
arnir gerðu, næst því að byggja bjálkakofa yfir fjöl- skyldur sínar, var að reisa kirkjur. Hann svaraði: „Ætli þeim hafi ekki fundist að þeir ættu ekki í annað hús að venda.“ í þessu svari frænda míns gæti verið að finna upp- sprettu hins vesturíslenska trúarlífs og raunar allrar trú- ar. Hitt er annað mál, að frændur okkar handan hafs- ins voru harla fundvísir á efni til þess að gera þessi hús að hinum ólíkustu vistarverum. Þar kom að nokkru til arfur sögulegrar veraldarþróunar, en einnig ólík lífs- viðhorf, lífskjör og um fram allt, ólík skapgerð. Trúardeilur voru fjarri sjónarmiðum séra Friðriks. Hann var frjálslyndur í skoðunum, trúarleg heimspeki stóð honum hjarta nærri, sjóndeildarhringur hans víður. Hann leit á alla menn sem börn hins sama föður. Hinn 4. júní 1925 gekk séra Friðrik að eiga unnustu sína, ungfrú Gertrud Nielsen. Hún fæddist í Kaup- mannahöfn 15. febrúar 1902. Foreldrar hennar voru Holger Nielsen skjalavörður og kona hans Dagmar, fædd Thomsen bankastjóra. Frú Gertrud er gagnmenntuð kona. Hún lauk kandí- datsprófi í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla 1922 og kennarapróf tók hún 1924. Hún las íslensku í þrjú misseri hjá dr. Valtý Guðmundssyni prófessor. Um það bil sem séra Friðrik var að ljúka guðfræði- prófi var hann sumarlangt vestur á Snæfellsnesi í því skyni að lesa fræði sín og vinna jafnframt fyrir sér. Þar bar fundum þeirra saman í fyrsta sinn, hans og ungfrú Gertrud Nielsen. Hún hafði ráðist kaupakona til prests- hjónanna á Staðarstað. Kynni hennar og Friðriks urðu hins vegar lítil. Um haustið bar fundum þeirra á ný saman í Reykjavík og síðan skildu leiðir. Þótt kynni hins íslenska guðfræðings og heimspek- ingsins og kennarans frá Kaupmannahöfn yrðu ekki meiri í þetta sinn, skrifuðust þau á hin næstu ár. Sendi- bréfum þeirra lauk með því, að þeim kom ásamt um að ganga í hjónaband. Sótti síðan séra Friðrik brúði sína til Kaupmannahafnar 1925. Prestshjónin, séra Friðrik og frú Gertrud, áttu ekki við veraldarauð að búa vestan hafs. En þau söfnuðu annars konar fjársjóðum. Þau voru með afbrigðum vin- sæl og vinmörg. Sóknarbörn séra Friðriks unnu þeim hugástum. Þau hafa bæði með ólíkindum fjölhæfar gáfur og sú fjölhæfni kom söfnuðunum harla vel. Frúin lék á píanó og hafði góða söngrödd. Vantaði undirleik við söng, var hún til taks. Vantaði söngkrafta lá hún ekki á liði sínu. Skorti söngstjóra, gekk séra Friðrik fram fyrir skjöldu. Vantaði texta við lag, orti hann textann. Vantaði lag við texta, samdi hann lagið. Skorti ræðu- mann á mannamótum, flutti séra Friðrik ræðuna. Fyrir utan allt þetta og samhliða, voru svo skyldustörfin við kirkjur safnaðanna. Frá þessu litríka og fjölbreytta lífi komu þau hjónin til Húsavíkur 1933. Þar var séra Friðrik A. Friðriksson sóknarprestur til ársins 1962, er hann baðst lausnar frá embætti. Prófastur í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi var hann frá 1936 til 1962. 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.