Heima er bezt - 01.04.1975, Side 5
Prófastshjnnin, Gertrud og Friðrik A. Friðriksson.
af bar. Annar var Jóhann Jónsson, Ólafsvíkingur að
uppruna, sá er síðar varð skáld og orti flestum íslensk-
um skáldunt færri ljóð, en þeim mun fleygari og fegurri.
Þriðji var Alagnús Guðmundsson, kominn úr Hvalfirði
til þess að læra undir skóla hjá móðurbróður sínum,
séra Guðmundi Einarssyni, presti í Nesþingum.
Sá fjórði í hópnum var svo Friðrik sjálfur, farfugl
að sunnan. Hann nam undir skóla hjá séra Guðmundi.
Við þessa jafnaldra sína bast Friðrik slíkurn vináttu-
böndum, að þau rofnuðu aldrei, hversu ólík sem lífskjör
þeirra urðu, lífsviðhorf og trúarskoðanir. Vinirnir
spruttu sem af einni rót. Urðu að eins konar „ferlaufa-
smára“, eins og séra Friðrik orðar það.
Öll hugsuðu þessi ungmenni til iangskólanáms. Krist-
inn Guðbrandsson féll á gagnfræðaprófi. Það skóp hon-
um þau örlög að fara til Vesturheims. Þar varð hann
þekktur raffræðingur og síðan forstj. mikils raforkuvers
í Kaliforníu. Jóhann Jónsson heltist úr lestinni þar sem
hann veiktist áður en til náms kom. Hann komst þó til
nokkurrar heilsu á ný, lauk stúdentsprófi og sigldi til
framhaldsnáms í Þýskalandi, kom aldrei til íslands aftur,
en andaðist þar úti langt um aldur fram. Magnús og
Friðrik urðu samferða í gegn um skóla og báðir prestar,
þótt jafnan hafi verið langt á milli þeirra. Séra Magnús
Guðmundsson var prestur í Ólafsvík um langan aldur.
Hann cr hinn merkasti maður. Mjög voru þeir ólíkir um
margt, séra Friðrik og hann, þótt vinátta þeirra hafi
aldrei rofnað.
Ég hefi orðið svo langorður um þetta efni til þess að
sýna hve hringur vináttunnar getur orðið stór án þess
að bresta, sé efnið í honum nægilega gott. Einnig til að
sýna bráðþroska hæfileika séra Friðriks til þess að tengj-
ast vináttu við menn hinna f jarlægustu skauta. Hin ólík-
ustu mannanna börn urðu snemma systkini hans og hafa
ætíð verið.
Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk
séra Friðrik vorið 1916 og guðfræðiprófi frá Háskóla
Islands 1921. Þá um haustið vígðist hann sem prestur
frjálslyndu íslcnsku safnaðanna í Vatnabyggðum Sask. í
Kanada. Þar var hann til 1930 er hann fluttist til Banda-
ríkjanna og gerðist prestur frjálslynda íslenska safnað-
arins í Blain, Wash. Þaðan kom hann til Húsavíkur-
prestakalls sumarið 1933.
Fyrir vestan haf komst séra Friðrik í náin kynni við
þann trúarágreining og deilur sem íslenskir landnemar
og afkomcndur þeirra eru frægir fyrir. En hann komst
einnig í kynni við trúaráhuga og félagsáhuga, sem tengd-
ur var kirkjulífi, miklum mun meiri en við hér heima
þekkjum og jafnvel skiljum.
Ég spurði eitt sinn kanadískan frænda minn hvernig
á því hefði staðið, að eitt hið allra fyrsta sem landnem-
llcima er bezt 117