Heima er bezt - 01.04.1975, Page 35

Heima er bezt - 01.04.1975, Page 35
Bergsveinn Skúlason: Útskæfur. Rvík 1974. Leiftur h.f. Þetta mun vera 9. bók höfundar, og fjalla þær aliar að mestu eða öllu leyti um Breiðafjörð og næsta nágrenni, lífið þar, þjóðtrú og þjóðsiði. Hefir hann þar sýnt sveit sinni óvenjulega ræktarsemi, og lag fram gagnmerkan skerf til íslenskrar menningarsögu, ekki síst um margt það, er að sjómennsku lýtur og hinu sérkennilega lífi eyjamanna, sem hvergi átti sinn líka annars staðar á landinu, en byggð er þar nú að hverfa úr sögunni. Margt smátt er tínt til, og ýmsar frásagnir líkar hver annarri, en Bergsveinn segir vel frá á hreinu alþýðumáli. í þessari bók þykir mér skemmtilegastur þátturinn: Öllu gamni fylgir nokkur alvara, og þá einkum þeir kaflar, sem fjalla um leiki barnanna í Evjum. Eins og geta má nærri, drógu leikirnir dám af lífi og lífsbaráttu fullorðna fólks- ins, og urðu því um margt frábrugðnir því, sem annars staðar gerðist, en höf. segir svo nákvæmlega og lifandi frá, að lesandinn er fyrr en varir kominn með í leikinn á tjörnum og vogum með skip og skeljar. Margvíslegur fróðleikur er í þættinum Eyjasund. Ef mörg liéröð ættu sagnaritara á borð við Bergsvein, væri margt dregið í land, sem nú er annaðhvort glatað eða er að hverfa í glatkistuna, og vér ættum efni í merkilegan þátt menningarsögu vorrar á liðinni öld, eða liðnum öldum. En því miður eru þeir alltof fáir. Endimörk vaxtarins. Rvík 1974. Menningarsjóður og Þjóðvinafélagið. Þetta er ein af þeim bókum, sem sprottin er upp af störfum hinna svonefndu Rómarsamtaka, og hafa margir að henni unnið. En samtök þessi hafa fjallað um hin margbrotnu vandamál, svo sem mengun, offjölgun fólks og eyðingu hráefna og alt sem þessu fylgir. Málið er rakið eftir vísindalegum athugunum og skýrt með ótal línuritum. Niðurstaðan er sú, að allt stefni að hruni og eyð- Klippið hér ingu mannkynsins, sé ekki spyrnt við fótum í tíma, og að sá tími sé þegar kominn. Einkum er sýnt fram á, hvernig einstakar ráð- stafanir hljóti alltaf að mistakast enda þótt þær kunni að fresta úrslitunum um nokkurn tíma. Þótt svo kunni að vera að ein- hverjar veilur séu í tölvuspánum, er þess ekki að dyljast að hætta vofir yfir, og timi sé kominn til að allar þjóðir geri sér hana ljósa og taki höndum saman um að sporna við henni. En eins og háttað er stjórnmálaástandi í heiminum, eru líkurnar harðla litlar á því, að um alheimssamtök geti orðið að ræða, jafnvel þótt vilji væri fyrir hendi. Bók þessi vekur til umhugsunar, en því miður er fram- setning hennar svo þunglamaleg og efnið tormelt, að ég óttast að svo kunni að fara að fáir lesi hana til enda og sér til gagns. Er slíkt illa farið, því að bókin er merkileg. Sigurður Sveinbjömsson frá Bjameyjum: Bjart er um Breiðafjörð. Rvík 1974. Leiftur h.f. Annar Breiðfirðingur rekur hér minningar sínar. Ekki eru þær jafn fjölþættar og frásagnir Bergsveins, enda að miklu leyti bar- áttusaga höfundar sjálfs, ásamt lýsingu og sögubroti Bjarneyja. En glögg verður myndin af hinni hörðu lífsbaráttu Eyjamanna, og raunar verður þar fyllilega ljóst, hvers vegna þessi byggð, sem einu sinni var meðal hinna blómlegustu á landinu, lagðist smám saman í eyði. Hún krafðist beinlínis meira af fólkinu, en nú- timinn telur hæfilegt, og fiskurinn lagðist frá. En þegar vér skoð- um þetta ofan í kjölinn, er saga Sveinbjarnar öðrum þræði harm- saga eyjabyggðarinnar. Höfundur rekur allmargt af draumum sin- um og öðrum dulrænum fyrirbrigðum, sem er góður viðauki við þann grúa sagna, sem fyrir er, en þær eru efniviður, sem oss vantar sálfræðing með nútíma þekkingu sálfræðinnar til að vinna úr, og er tími til kominn að slíkt verði gert. Margar athug- anir eru þar um dýr og hætti þeirra svo og átthagafræði, sem ber athyglisgáfu höfundar gott vitni. St. Std. Klippið hér TÍMARITIÐ HEIMA ER BEZT PÓSTHÓLF 558 AKUREYRI Heima er bezt 147

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.