Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 16
W.'^VAVAVAVVAV.VAVV.VA'AV.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VJ
v.v.v.v
GUÐLAUGUR JÓNSSON:
Brautryðj endur
íslenzkrar sundmenntar
6. HLUTI
!■■■■■■!
Að námskeiðinu loknu var haldið sundpróf. Voru
þá sérstakir prófdómarar, svo sem nú tíðkast, og
tími manna tekinn á venjulegt vasaúr. Vegalengd-
in var 28 faðmar og syntu menn bringusund, en
annars kenndi Páll einnig baksund og hliðarsund.
Þeir fljótustu syntu vegalengdina á 70 sekúndum.
Voru það þeir Bjarni Ásgeirsson og Kristján. Fátt
var áhorfenda, nema feður nokkurra drengjanna,
sem komnir voru til þess að sækja þá og farangur
þeirra.
Meira en þetta var ekki hægt að hafa út úr Krist-
jáni, nema það, að hann sagðist muna, að einn mað-
ur við Djúp hafi um þetta leyti verið talinn syndur
og það vel syndur, það var Jón Sigurðsson söðla-
smiður. Og síðast en ekki sízt, að tveir áðurnefndir
nemendur, þeir Bjarni og Ásgeir Ásgeirssynir, önn-
uðust sundkennslu á Nesinu í nokkur ár eftir þetta,
við svipuð skilyrði og hér er lýst.“
Blaðið segir svo að lokum:
„Þegar íþróttasaga íslands verður skráð, má hlut-
ur Reykjanessins ekki gleymast, þetta er smásteinn
í þá vörðu.“
Áðurnefnt sundnámskeið hefur nánar tilgreint
verið haldið sumarið 1891; það kemur fram í rit-
stjórnargrein í Þjóðviljanum 6. tbk, 31. október
sama ár, og segir þar svo:
„Eftir ráðstöfun sýslunefndar Isafjarðarsýslu var
á næstliðnu vori byrjuð sundkennsla í Reykjanesi
hér í sýslu; þar á nesinu eru heitir hverir og upp-
sprettulindir, svo að auðvelt er að gera þar beztu
sundlaug með hæfilega volgu vatni.
Til þess að veita sundkennslunni forstöðu varð
að útvega mann norðan úr Eyjafjarðarsýslu, með
því að engan hæfan mann var að fá innan sýslu. ís-
firðingar, sem þó ala mestan aldur sinn á sjónum,
margir hverjir, þeir áttu engan þann sundmann, er
fær væri um að takast kennsluna á hendur, og meira
að segja mjög fáa menn, er gætu fleytt sér, eða
haldið sér ofan sjávar, þótt þeir t. d. dyttu útbyrðis
rétt við land í logni og bezta veðri.
Maður sá, er fenginn var til þess að annast sund-
kennsluna var hr. Páll Magnússon snikkari á Akur-
eyri, og leysti hann þann starfa sinn að almanna-
dómi mjög samvizkusamlega og vel af hendi, svo að
piltar þeir, er hjá honum nutu tilsagnar, tóku góð-
um og furðanlegum framförum. En því miður voru
þeir allt of fáir í ár, einir seytján, er kennslunnar
nutu, og sýnist það bera vott um sorglegt áhugaleysi
almennings á jafn nauðsynlegri íþrótt sem sund-
kunnáttan er, ekki sízt fyrir ísfirðinga.
Aðeins úr fjórum næstu hreppunum við sund-
staðinn, af samtals 10 heimilum, höfðu menn haft
þá hugsunarsemi að senda pilta til námsins; hinir
10 hreppar sýslunnar og ísafjarðarkaupstaður sinntu
kennslunni að engu leyti. Má þetta eflaust mest
megnis eigna hugsunarleysi almennings, því að
kostnaðurinn að nesta strákana yfir nokkrar vikur,
og greiða 6 kr. í kennslukaup, eins og tilskilið var í
sumar, getur fáum hamlað.
Það má telja sjálfsagt, að sýslunefndin annist um
að sundkennslunni verði fram haldið hér eftir ár-
lega, og er vonandi, að almennmgi lærist smám
saman að hagnýta sér hana sem bezt.
Nauðsynlegt er og, að sem fyrst verði komið upp
dálitlu skýli við sundlaugina, með því að slæmt er
að eiga eingöngu að búa í tjöldum, ef votviðrasöm
tíð er, getur það bæði tafið fyrir kennslunni og
enda bakað piltunum heilsutjón, því að ekki eiga
menn víst að ætíð hittist á jafn góða tíð, eins og um
sundkennslutímann í vor eð var.“
Hér má bæta því við, að sundkennarinn, Páll
Friðrik, var fæddur á Akureyri 21. des. 1864, sonur
128 Heima er bezt