Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1975, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.04.1975, Qupperneq 22
Þýzka skyttan, sern skant björninn svo tœknilega. það út, að hér var lítið um loðdýr, og það sem verra var: ég kunni sára lítið til veiða. En ég fór víða um á skíðum og athugaði um veiði, ef nokkur væri. Einn kaldan og stilltan dag er ég langt inni í skógi og sé þá frammi fyrir mér hrúgald mikið. Ég hélt fyrst, að þetta væri bjórahús. Ég tek af mér skíðin og klöngrast upp á þetta, og um leið og upp er komið, sé ég, að þarna er gat um það bil 50 cm í þvermál, og í þessum dyrum er stór, svört loppa. Var auðséð, að þarna var framlöpp á skógarbirni, svört eins og tinna. Ég staðnæmdist í augnabilk og varð starsýnt á löppina, sem hvarf til baka hægt og hægt. En ég fór ekkert hægt til baka. Var riffillaus, því að skot- færin, sem ég keypti með mínum ágæta riffli, voru ónýt. Ég held til baka og lít aftur fyrir mig, hvort bangsi komi kannski á eftir mér. En hann gerði víst eins og maðurinn, sem bóndinn fann í rúminu hjá dóttur sinni. Bóndinn sagði honum eigðu svo gott að blunda aftur. En bangsa hefur þótt helzt til snemmt að fara á fætur út í 2—3 feta snjó. Svo kynntist ég þessum fræga vinnumanni íslend- inganna. Hann var svo vitur, að þegar hann talaði, þá varð dauðaþögn hjá fiskimönnunum, sem þó ann- ars þögnuðu ekki oft. Nú býður þessi þýzki náungi mér að lofa sér að skjóta björninn. Mér var varla annars kostur, þar sem mín skotfæri voru ónýt. Svo þrömmum við af stað, og var það um tveggja tíma ferð. Hann á þrúgum og ég á skíðum. Maður þessi vissi allt um riffla og hvernig átti að handleika þá, og mátti skrifa stóra bók um allt, sem hann vissi. Nú komum við nálægt híði bjarnarins, og þá var ráðlegt að hafa ekki hátt, svo að við vektum hann ekki. Þýzkarinn sagði mér að standa austan við híðið, en hann yrði vestan megin. Var björninn þá á milli okk- ar. Skotið reið svo af. Kúlan fór í gegnum björninn og híðið og tommu eða svo fram hjá eyranum á mér. Ég slapp. En hvað þetta var tæknilega reiknað út af þeim þýzka! Og svo bara hló hann. Og svo varð heil- mikil myndataka, sem ég er þó þakklátur fyrir. Ég fékk 10 dollara fyrir húðina hjá þessum manni. Voru þessar húðir þó aldrei markaðsvara. Ketið skyldi maður reyna að borða. En það átti ekki við mig, og fékk ég óþyrmilegan niðurgang af því. Var ég þá kjötlaus, nema þegar ég skaut skógarhænur, því að hinn áðurnefndi stóri riffill minn lukkaðist ekki vegna ónýtra skotfæra. Ég komst í gott skotfæri við hreindýr (kölluð caribou í Kanada). Ég komst innan 200 m færis ná- lægt hóp af þessum dýrum. Ég skaut nokkrum skot- um, en ekki sást einu sinni blóðdropi. Og þau störðu öll á mig, 10 stykkin, svo frísuðu þau og brokkuðu burtu. Öðru sinni lá ég á hnjánum inni í þykkum skógi að útbúa bás, ef ég mætti kalla svo, fyrir gaupugildru, og var ég að höggva spýtur í mátulega lengd. Þá allt í einu heyri ég þrusk fyrir aftan mig, og er þá hreindýr þar í aðeins 5 metra fjarlægð og starir á mig, langaði mest að vita, hvern skrattann ég væri að gera. Ég var rétt að því kominn að stökkva á dýrið og reyna að drepa það með hníf, en þorði ekki, því að ég gæti meitt mig á viðureigninni. Þetta eru nú helztu veiðisögurnar þennan vetur. En Islendingarnir báðu mig nú í öllum bænum að koma með sér og fiska. Þeir sögðu nú ekki sínar farir í öllu sléttar. Vatnið hafði brugðizt og fiskurinn far- inn og enginn vissi hvert. Ég læt til leiðast að reyna að fiska með þeim um hríð. Þetta voru tveir menn á bezta aldri og faðir þeirra orðinn nokkuð aldraður. Ég gisti hjá þessum herrum. Þótti mér framkoman við karl föður þeirra skrýtin. Það virtist þröngt í búi. Það helzta til að borða voru baunir, en karlinn neitaði að borða þær. Og ungu mennirnir skömmuðu karlinn og sögðu honum að fara þá til helvítis, því að baunirnar væru nógu góðar ofan í hann. Ég sofnaði seint um kvöldið út frá þessum og öðr- um álíka borðbænum. Það átti að fara snemma af stað með morgninum og leita að fiski í austurátt. En við vorum þó ekki tilbúnir fyrr en klukkan að ganga 10 næsta dag og var þá ekið af stað með ákafa. Merartötrið, sem dró sleðann, hefði móðgazt, ef hún hefði skilið vanþakklætið, sem henni var sýnt. Það er keyrt og aldrei stoppað fyrr en við enda vatnsins. Þá er orðið dimmt. Hér skal leggja net til reynslu. Og hér eru net fyrir, sem ævagamall Rússi átti. Hann auminginn krafðist ekki mikils. Hann hafði einn ungan mann til að hjálpa sér við netin. En hvorugur kunni nema sáralítið til verka. Og netin voru aðeins fjögur, ef þau voru þá það. 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.