Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 25
Enginn er aftur á móti í vandræðum með að finna
sterk hagfræðileg rök fyrir myndun byggðakjarnans í
Reykjavík og á Suðurnesjum, enda býr þar nú rúmlega
helmingur landsmanna, og eina plássið þar sem fólki
fjölgar. Svo virðist sem þessi mannfjöldi skapi það
mannlíf sem nútíminn sækist helst eftir. Þarna slær
þjóðlífið líka örast, ekki skal því neitað. Svæðið býður
upp á eftirsótt og fjölskrúðugt menningar- og skemmt-
analíf og hvers konar þjónusta er þar með ágætum.
Síðast og ekki síst er þetta gósenland viðskipta og at-
hafna og þeir sem hneigðir eru fyrir gróða ávaxta
hvergi betur peninga sína en þar. I veltiárum er þarna
mikil þensla í framkvæmdum og fjárfestingum, háar
fúlgur í boði er verkið fæst bara unnið. Skæðar tungur
segja að hjá sumum starfshópum tíðkist slíkar yfirborg-
anir í kaupi, sem sjaldan hverfa til baka að þær setji allt
efnahagskerfið úr skorðum. Sé þetta satt er engin furða
þótti landsbyggðafólki finnist sundum litlar sneiðarnar
af hinni margfrægu þjóðarköku.
Margt hefur stuðlað að þessari f jölmennu byggð. Eitt
með öðru er skólakerfi okkar. Mikið af unga fólkinu
sem erfa á landið stefnir að sérfræðikunnáttu sem kost-
ar langt skólanám. Að námi loknu hefur útkjálkastað-
urinn sem fóstraði sérfræðinginn í æsku misst allan
glans, hefur heldur ekki þörf fyrir kunnáttuna nema í
litlum mæli. Læknirinn, verkfræðingurinn, efnafræð-
ingurinn og jafnvel presturinn setjast því að í hinni
fjölmennu byggð sem býður gott lifibrauð og aðra
uppfyllingu nútímalegs lífs. Oft þarf þó útkjálkastað-
urinn á sérfræðikunnáttu að halda og þá fæst hún ef
til vill ekki þótt eins mikið ef ekki meira fé sé í boði
en á þéttbýlissvæðinu.
Þéttbýlissvæðið hefur vissulega verkað sem segull á
landsfólkið, meira að segja gamlir baráttumenn fyrir
byggðajafnvægi setjast þar að á eftirlaunaaldri. Auð-
vitað valda því ýmsar ástæður svo sem sérfræðiþjónusta
lækna — og börnin sem kostuð hafa verið til sérfræði-
námsins.
Þá má heldur ekki gleyma sveitunum í kringum þetta
þéttbýlissvæði. Að sjálfsögðu hafa þær mikinn hagnað
af því. Suðurlandsundirlendið, Borgarfjarðarhéröð og
sveitir allt til Gilsfjarðar í vestri líta þetta stóra mark-
aðssvæði hýru auga. Og þó sú hætta sé til staðar að þetta
þéttbýli sogi sveitafólkið til sín, hefur hagfræðin engar
áhyggjur út af því. Hún segir að landbúnaðarklabbið
megi allt flytja inn og það verði ódýrara, og að auki
megi borga hverjum bónda milljón fyrir að setjast þar
að í fjölbýlishúsi.
Á umræddu þéttbýlissvæði og sveitunum umhverfis
það búa sennilega tveir þriðju hiutar þjóðarinnar. Fjöl-
mennið skapar því mikið pólitískt vald sem engar líkur
eru á að það afsali sér með góðu á næstunni, þrátt fyrir
fínar áætlanir um að snúa fólksstraumnum við. Blaðsíður
slíkra byggðaáætlana kunna að vera forvitnilegar og
geyma bjartsýni þótt tæpast verði þær jafn skemmti-
legar og blaðsíður Þúsund og einnar nætur með frásögn-
unum af töfrakúnstum Ali Baba.
Undirritaður vill á engan hátt gera lítið úr rökum til-
finninganna fyrir því að haldið sé við byggð ef fólkið
sjálft æskir þess í raun og veru. En það tekst aldrei ef
byggðafólkið sjálft stendur í innbyrðis stríði út af tak-
mörkuðum fjölda rækjutítla og rafmagni sem ekki fæst.
„Sá hugsunarháttur verður að víkja, að ef mín byggð
og mitt hérað geti ekki náð áfanganum, þá sé ekki hægt
að unna öðrum þess,“ er hægt að taka undir með Áskeli
Einarssyni framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norð-
lendinga. (Bókin „Land í mótun“, bls. 70).
Hvað skyldi þurfa margra ára samvinnustarf í byggð-
um landsins til að sannfæra menn um nauðsyn þess og
ágæti? Enginn hreppur, engin byggð getur komist ein
af. Akureyri hefur t. d. á undanförnum árum sótt raf-
magn til nágrannabyggðar og nú síðast lífsnauðsynlegt
vatnið.
Og úr því farið er að nefna það hvað byggðirnar
eru raunverulega hver annarri háðar er ekki úr vegi að
beina augum að glætu í samvinnustarfi, en það er starf
Samvinnuhreyfingarinnar og Kaupfélags Eyfirðinga í
byggðum Eyjafjarðar, allt frá Grímsey í norðri og inn
til daia.
Allir vita um þýðingu iðnaðar samvinnumanna fyrir
Akureyri. Fyrir nokkrum árum brann stór hluti hans í
eldi. Hagfræðilegar reikningskúnstir héldu fram að alveg
eins hagkvæmt væri að byggja hann upp á stærsta mark-
aðssvæði landsins, þéttbýlissvæðinu suðvestanlands;
vegalengdir á markað væru þar stuttar og skammt í
stærstu höfn landsins. Þetta hvarflaði ekld að samvinnu-
mönnum; iðnaðurinn var byggður upp á sínum gamla
stað, meira að segja efldur. Hér sigruðu rök tilfinning-
anna rétt einu sinni enn. Atvikin hafa hagað því þannig
að Kaupfélag Eyfirðinga hefur verið beðið um að taka
að sér verslun á Siglufirði. Sams konar beiðni hefur
komið frá Ólafsfirði sem þó er ekki afgreidd enn. Allir
sjá uppbygginguna á Dalvík og starfræksluna í minni
sjávarplássunum við Eyjafjörð. Og svo er öll starfræksla
KEA á Akureyri, og fé þess kemur að notum í þýð-
ingarmiklum og stórum atvinnutækjum eins og Slipp-
stöðinni hf. og Utgerðarfélagi Akureyringa hf. og víðar
og víðar. Allt skapar þetta ágætis mannlíf í byggðum
Eyjafjarðar sem því miður hefur leitt til ofmetnaðar
sumra ráðamanna Akureyrar. Sú spurning vaknar auð-
vitað hvað Akureyri megi eiginlega verða stór svo hún
verki ekki sem segull á fólk nágrannabyggðanna, sem
hún á þó svo mikið undir. Finna má dæmi þess að ey-
firskir bændasynir kjósi að yfirgefa velsetnar jarðir
feðra sinna og leiti sér atvinnu á Akureyri. Sjálfsagt er
það líka amstursminna líf en stússa við kýr og elta rollur
upp um fjöll. Sem betur fer eru þessa þó fá dæmi úr
þessari blómlegustu ræktunarbyggð landsins.
Samvinnuhreyfingin og KEA standa hér áreiðanlega
vel að verki þótt að ýmsu megi eflaust finna. Undirrit-
aður kemur þó ekki auga á nein stórvægileg aðfinnslu-
efni. Hér er engu þröngvað upp á neinn, aðeins gripið
inn í eftir beiðni af knýjandi þörf þess fólks sem vill
viðhalda byggð sinni.
Heima er bezt 137