Heima er bezt - 01.04.1975, Side 26

Heima er bezt - 01.04.1975, Side 26
Alger andstæða ofangreindrar stefnu er svo stríðið sem geysað hefur hér á Norðurlandi um raforkumál, með viðeigandi útreikningum á töpum og gróða. Eng- inn hefur neitt á móti norðlenskri raforku en þegar venjulegu fólki er ljóst að hún fæst ekki í neinum mæli í náinni framtíð, vekur það furðu og sársauka að ekki skuli ýtt harkalega á eftir því að skynsamlegasti kostur- inn sé tekinn; sá kosturinn sem ætti að vera í samræmi við hagsmuni og samvinnu allra byggða. Það eru stór- virkjanir inni á hálendinu með nýtískulegu flutnings- kerfi og samtengingu um allt land. Þessi hugmynd hefur ekki orðið til í kolli einhverra draumóramanna, heldur í kolli færustu sérfræðinga landsins í rafmagnsmálum. Að baki þess konar stórvirkjunarframkvæmdum liggur ekki aðeins tæknilegt ágæti, heldur byggist hún m. a. á þeirri skoðun að fjárhagsgetu 200 þúsunda manna þjóðar séu einhver takmörk sett og virkjunarfé sé haganlegast fyrir- komið í framkvæmdum sem flestar byggðir geti notið góðs af. Útkjálkastaðurinn stendur þá jafn vel að vígi og hver annar ef hann æskir einhvers iðnaðar til styrktar búsetu. Ætlunin er svo smám saman að byggja minni virkjanir í héröðum til styrkingar og aukningar þessu samtengingarkerfi þegar nauðsyn kallar. Undirritaður hefur hvergi séð þessum hugmyndum mótmælt með neinum rökum, utan hvað háværir hreppa- pólitíkusar hafa slegið um sig með slagorðum um að „hollur sé heimafenginn baggi“, „sjálfs sé höndin holl- ust“, að ógleymdum hinum margfrægu ummælum um „hundinn að sunnan“. Þessir ágætu menn fúlsa þó ekki við skattpeningunum að sunnan tii hinna ýmsu fram- kvæmda í byggðum. Þess er ekki að vænta að þessir menn hafi samúð með hænum keldhverfinga sem krókna úr kulda af völdum rafmagnsskorts, en þeir mættu leiða hugann að mann- fóikinu sem þarf að yfirgefa heimili sín af þessum sök- um. Öllum er ekki gefin þolinmæðin að sitja í kulda við kertaljós og lesa söguna um hann Palla sem var einn í heiminum. Hugmyndin um ofangreindar stórvirkjanir og sam- tengingu byggðanna í eina orkuheild er ekki ný. Hér á borðinu fynr framan mig liggur t. d. ritgerð um þetta eftir eftir Jakob Gíslason fyrrv. raforkumálastjóra frá árinu 1965. Freistandi væri að birta kafia en ekki verður það gert. Aftur á móti skal birtur kafli úr ræðu sem núverandi orkumálastjóri, Jakob Björnsson, flutti í vet- ur á fundi Sambands ísl. rafveitna um flutningskerfi raf- orkunnar frá þessum stórvirkjunum og öðrum. Jakob er að ræða um samtengingu orkuvera í eina orkuheild og segir m. a.: „Ég hefi athugað hvernig kerfi þetta (þ. e. án Sprengi- sandslínu) bregst við ef einhver hlekkur þess bilar, t. d. línan miih Akureyrar og Varmahlíðar, Kröflu og Akur- eyrar eða milli Laxárvatns og Hrútafjarðar. Niðurstöð- urnar eru þær, að í öllum þessum tilvikum og fleirum sé alls staðar unnt að anna öllu því álagi, sem hér að framan var lagt á kerfið, án hjálpar varastöðva. Not- andinn ætti ekki að verða var við neitt annað en ljós dofni rétt sem snöggvast, þótt hringurinn slitni á ein- um stað, sama hvar sá staður er.“ Stóð einhver upp á þessum sérfræðingafundi og mót- mælti skoðunum orkumálastjóra? Nei, ónei. Það var þagað þunnu hljóði, enda ekki svo gott annað. Auðvitað vita allir að þessar stórvirkjanir og flutn- ingskerfið kostar feykimikla peninga, en þá má minnast orða austfirska þingmannsins sem sagði „að aldrei hefði verið ráðist í svo vitlausar virkjunarframkvæmdir“ á ís- landi að þær hefðu ekki haft hagnað í för með sér. Öllum er nú Ijóst að þessi stórvirkjunarleið verður farin, með tilheyrandi samtengingu. Hún er þegar kom- in í gagnið á stóra þéttbýhssvæðinu sem auðvitað fékk forgang vegna hinna miklu pólitísku áhrifa sem það hefur. Vesturland er að fá línu og vestfirðingar hafa beðið um hana. Og austfirðingar og norðlendingar fá líka sína línu. Þó getur orðið töf á meðan forustumenn landshlutasamtaka eru að hræra saman balsam á særðan metnað hreppapólitíkusa, sem finnst þeir vera að missa af kóngsríki, sem þeir hafa þó ekkert bréf upp á. Blaðið Dagur hér á Akureyri sagði í leiðara um dag- inn að „gæluleikir stjórnvalda í orkumálum“ væru orðn- ir „leiðinlegir svo ekki sé meira sagt.“ Reyndar urðu þessi skrif til við lestur þessa Ieiðara þegar höfundi varð ljóst að vonir blaðsins höfðu flogið burtu af væntan- legum „alþjóða varaflugvelli“ sem ætlunin er að byggja á Sauðárkróki. „Gæluleikir stjórnvalda“ geta eflaust sýnt margar hliðar vonbrigða og gleði, en tilþrifamestur verður leikurinn þegar heimamenn slást um að leika aðalhlutverkið. E. E. Ef undirritaður ætti eina ósk myndi hann óska þess að allur snjór og klaki og öll kuldasteyta væru farin veg allrar veraldar og létu ekki á sér kræla fyrr en aftur að hausti; vorið og gróandin færu að taka við svo um munaði. í framhaldi af þessari ósk er svo tilvalið að syngja vorið í bæinn með vorljóði Þorsteins Erlings- sonar. Tvö lög eru kunn við það, annað eftir Sigurð Helgason en hitt eftir Jónas Tómasson og mun það þekktara. VOR Nú sé ég og faðma þig, syngjandi vor, með sólina og blæinn. Mér klappaði golan, þó gatan sé þröng, og gott var í morgun að heyra þinn söng. Nú kem ég sem fljúgandi langt út í Ijósið og daginn. 138 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.