Heima er bezt - 01.05.1978, Qupperneq 5
t gilinu voru nokkrar stæðilegar birkihríslur, þótt land-
ið umhverfis væri annars alveg skóglaust. Þessar einstæðu
hríslur vöktu athygli mína á þeirri miklu gróðureyðingu,
sem hér hefur orðið, og skógarhlíðin andspænis (Hall-
ormsstaðarskógur) var einnig til samanburðar.
Ég byrjaði snemma að fást við garðraékt á Droplaugar-
stöðum, og flutti birkiplöntur, sem nóg var af þarna, í
garðana. Það var mikill atburður þegar við bræðurnir
fundum einnig villtan reynivið uppi í Hlíðum, og náðum
græðlingi af honum. Ég hafði einnig gaman af hvers
konar annarri ræktun, og tók snemma virkan þátt í
jarðabótastarfinu, en við skepnur þótti ég víst heldur
klaufalegur, enda hafði ég takmarkaðan áhuga fyrir þeim.
Hins vegar var ég vel liðtækur við smíðar, og gerðist því
brátt aðalbyggingameistarinn á bænum, því margt þurfti
að byggja á þessum nýja stað. Ég hafði einnig gaman af
vélum, en af þeim var næstum ekkert á fyrstu búskap-
arárunum, enda var heyskapur mestmegnis á engjum,
sem ekki voru véltækar. Þar var slegið með orfi og ljá,
rakað með hrífu og bundið í bagga, sem fluttir voru heim
á hestum. Mér fannst orfsláttur ágætis atvinna, því þá gat
maður hugsað svo margt, því ekki þurfti að hafa hugann
við vinnuna svo einföld sem hún var.
Ég gekk þrjá vetur i farskóla í sveitinni, oftast 2-3
mánuði hvern vetur. Kennarinn var frændi minn, Gutt-
ormur Vigfússon Þormar í Geitagerði.
Allt frá um 10 ára aldur var ég sískrifandi, þegar frí
gafst frá störfum. Ég skrifaði allra handa fróðleik, allt frá
konungaskrám til veðurbóka, og hélt reglulegar dagbæk-
ur af og til. Einnig las ég flest það sem til náðist, eða reyndi
að lesa, einkum hvers konar fræðirit, en forsmáði heldur
ekki skáldsögur.
Fékksl þú ekki snemma áhuga fyrir nátturunni?
Eins og ég sagði áðan. hafði ég snemma áhuga fyrir
ræktun. og af því held ég að grasafræðiáhuginn hafi
sprottið. Það var hins vegar lítið um leiðbeiningu í þeim
efnum og bækur engar. en þegar ég var á 11. eða 12. ári
rakst ég á Flóru fslands á bæ þar sem ég var í farskólan-
um. Ég fékk hana lánaða og hef ekki sleppt henni síðan.
Hún varð mér hreinasta opinberun. Eftir það fór ég að
safna jurtum og greina þær eftir flórunni, og lærði þannig
að þekkja meginið af þeim tegundum sem uxu í landar-
eigninni.
Ég byrjaði einnig að fást við skordýrasöfnun en úr því
varð minna. einkum vegna þess að þar vantaði allar leið-
beiningarbækur.
Hvað um frekari skólagöngu?
Ég fór í Eiðaskóla þegar ég var 13 ára (1948) og lauk
landsprófi þaðan 1951.
Ég naut min aldrei vel í þeim skóla, nema helzt við
smíðar. og þar smíðaði ég forláta ljósakrónu, rennda og
útskorna. Vann ég við hana flestar helgar, þegar ég var í
landsprófi. Ég reyndi líka að lesa ýmislegt utan við skól-
ann. t.d. stjörnufræði á dönsku. sem ég tók mig til og
þvddi orði til orðs. Einn af kennurunum lánaði mér líka
Parthús 1955.
ýmsar nátturufræðibækur, sem ég hafði mjög gaman af,
og ýmislegt var til í safni skólans.
Og síðan hefur þú gengið menntaveginn?
Já, það fór nú svo, þótt ég ætti lítinn hlut að því sjálfur.
Þórarinn skólastjóri á Eiðum hálfgert rak mig til þess. Ég
las fyrsta veturinn í menntaskólanum heima, og hjálpaði
Þórarinn mér við þýzku og fleiri mál. Um vorið fór ég svo
í Menntaskólann á Akureyri, og tók þaðan stúdentspróf
vorið 1955, úr stærðfræðideild. Ég kunni mun betur við
mig í Menntaskólanum, enda komst ég þar nokkuð inn í
félagslífið, var m.a. í ritstjórn skólablaðsins Munins.
Námið stundaði ég heldur slælega en las mikið fyrir utan
það, bæði fræðibækur og skáldverk, og þar byrjaði ég
sjálfur að fást við skáldskap, bæði óbundið mál og yrk-
ingar, en árangurinn af því varð nú víst aldrei mikill. Ég
gerðist aftur heimspekilega sinnaður á þessum árum, og
aðhylltist kenningar Helga Péturss.
Ég var heima á sumrum og fékkst þá nokkuð við
grasagrúsk, byrjaði m.a. að fást við mosa og þörunga.
Hvað er þér minnistceðast frá þessum árum?
Á Menntaskólaárunum komst ég fyrst í kynni við smá-
sjána, og hún opnaði mér alveg nýjan heim, sem mig hafði
naumast órað fyrir að til væri. Ég keypti litla smásjá af
einum skólafélaga mínum, og gaf fyrir hana 500 kr„ sem
þá mun hafa verið nokkuð mikið verð fyrir slíkan grip.
Einnig fékk ég stundum lánaða góða smásjá, sem skólinn
átti, og loks tók ég mig til og smíðaði nýja smásjá, eftir
teikningum sem Sveinn Þórðarson kennari útvegaði mér
frá Þýzkalandi. Hún var mestöll úr tré og pappír, nema
auðvitað linsurnar sem ég keypti af dr. Sveini. Ég smíðaði
einnig stjörnukíki eftir þýzkum teikningum, en fékk
mestallt efni í hann tilbúið. Ég fékkst líka nokkuð við
efnafræðigrúsk, og fékk stundum lánaða efnafræðistofu
skólans í þvi skyni, en þar framleiddi ég m.a. litla spegla
og þótti sumum það merkilegt.
Og síðan lá leið þín til Þýzkalands.
Ég var í vinnu i Borgarfirði og Reykjavík sumarið eftir
stúdentsprófið, en um haustið sigldi ég til Þýzkalands; fór
með togara frá Hafnarfirði til Cuxhaven, ókeypis auðvit-
að, og fékk slæma sjóferð.
Heima er bezl 149