Heima er bezt - 01.05.1978, Page 6

Heima er bezt - 01.05.1978, Page 6
Mig hafði lengi dreymt um að komast út fyrir land- steinana og landgangan í hinni þýzku hafnarborg var því mikill atburður. Mest fannst mér til um götusteinana, sem voru svo haglega felldir saman, og svo náttúrlega trén, sem ég kannaðist flest við úr Snorra-Eddu. Ég innritaðist í háskólann í Göttingen þetta haust, og hafði aðsetur á stúdentagarði, sem heitir Nansen-Haus; deildi þar herbergi með þjóðverja. Um jólin var ég hjá bréfavinkonu minni þýzkri og fjölskyldu hennar í smábæ í Westfalen. Snemma um vorið fór ég svo einn míns liðs í mikla reisu til Italíu, og fylgdi þar fordæmi Goethe og margra annara merkismanna. Fararefnin voru að sjálf- sögðu lítil og því tók ég það til bragðs að fá lánað reiðhjól hjá hollenzkum kunningja mínum. Fyrst fór ég með lest til Feneyja, en hafði áður sent hjólið þangað. Þaðan hjólaði ég svo sem leið liggur til Flórens, en skrapp svo þaðan með lest til Rómar og til baka aftur, en hjólaði síðan að mestu leyti samfellt um vesturströnd Italíu, Pósléttuna, og norður í gegnum Sviss og Þýzkaland, til Göttingen, og fannst ég næstum vera kominn heim þegar ég kom þang- að. Ég var heldur óheppinn með veður í ferðinni. Það var oftast kalt, og stundum snjókoma þarna suður frá, og á leiðinni yfir Appennínafjöllin var ég næstum orðinn úti, í snjóbyl. I Róm lágu frosnar appelsínur eins og hráviði í aldingörðunum, og fannst mér það ljót sjón. Ég gisti jafnan á farfuglaheimilum (hostelli), sem nóg er af á Italíu, og voru mjög ódýr, og lifði mest á brauði og eplum. Eina nótt gisti ég á hóteli (í Feneyjum) og borðaði þar, og held ég að það hafi kostað álíka mikið og hinn hluti ferðarinnar. Svo dvaldi ég einnig nokkra daga á ítölskum heimilum, sem ég hafði bréfasamband við. Ég fékk tækifæri til að hlýða á óperuna Fa Traviata í hinu fræga leikhúsi Teatro alla Scala í Mílanó, einnig skoðaði ég flestar kirkjur og listasöfn, og fékk sérstakt ráðuneytisleyfi frá Róm um að ég þyrfti ekki að borga aðgangseyri að slíkum stöðum. Þetta var erfið ferð en býsna skemmtileg þegar á allt var litið. Hvað viltu segja mér af háskólalífinu í Göttingen? Um það er nú svo sem ekki margt að segja. Göttingen er einn þessara fornu háskólabæja i Þýzkalandi, þar sem öll tilveran snýst að miklu leyti um háskólann. Mér fannst bærinn fallegur og oft skemmtilegur. I gamla bæjar- kjarnanum eru mörg eldforn og merkileg hús, sem er yfirleitt mjög vel við haldið. M.a. er þar gömul vínstofa, Junkernschenke, sem manni hlýtur að líða vel í jafnvel þótt þar væri ekki neitt vín að fá. Þessi gamli bæjarkjarni er umluktur gömlum virkis- veggjum úr mold og grjóti, sem kallast „Wall“, og hefur fyrir löngu verið breytt í skemmtilegasta gangveg eða „prómenaði“, sem er umluktur linditrjám á báða vegu. Þar var gaman að ganga með elskunni sinni (þ.e.a.s. ef maður átti einhverja). Einnig er hluta af nærliggjandi á veitt í gegnum borgina í skurði, sem kallaður er „Kanal“ (Kanall), og í honum er gömul vatnsmylla á einum stað. Á torginu er eldgamalt ráðhús, og undir því frægur bjór- kjallari, en þar fyrir framan er minnismerkið um „Gánse-Fisel“ sem við kölluðum Gæsalísu, og er hún vörumerki borgarinnar. Það er til siðs að nýbakaðir doktorar kyssi Gæsalísu, en svo langt komst ég aldrei, því ég varð ekki doktor. Annars er háskólinn einkum frægur fyrir eðlisfræðinga og stærðfræðinga, sem þar hafa starf- að, og má nefna t.d. Friedrich Gauss, Otto Hahn og W.Heizenberg. Talið er að fyrsta kjarnaklofningin af manna völdum hafi farið fram í tilraunastofu Hahns i Göttingen, en sá atburður markaði upphaf hinnar svo- nefndu Atómaldar. Ég kynntist brátt öðrum íslendingum, sem þarna voru við nám og héldu mjög hópinn a.m.k. á skemmtanasvið- inu. Við stofnuðum svo formlegt félag, sem var nefnt Bindindisfélag íslendinga í Neðra-Saxlandi, og kom frétt um stofnun þess í Morgunblaðinu. Mig minnir það vera í lögum þess að félagar mættu ekki drekka sterka drykki á fundum, en þessi vægu bindindisákvæði voru nú samt ekki haldin af öllum, og fljótlega var nafni félagsins breytt. Hvaða námsgreinar lagðir þú stund á í háskólanum? Ég var innritaður í líffræði með grasafræði sem aðalgrein, en við þurftum auðvitað að taka ýmsar aukagreinar, svo sem efnafræði og eðlisfræði. Áhugi minn fyrir náttúru- fræði var nú reyndar í lágmarki á þessum árum, eftir menntaskóladvölina, en hins vegar hafði ég þá mikinn áhuga fyrir sögu- og bókmenntagreinum. Helzt vildi ég læra allt sem kennt var í skólanum, en komst brátt að raun um að það var nokkuð mikið. Það var að heita má full- komið akademískt frelsi í vesturþýsku háskólunum þá, og lítið til að keppa að nema doktorspróf í einhverri fjarlægri framtíð, og af því hafði ég engar áhyggjur. Ég stundaði námið því heldur slælega. Á öðru misseri komst ég þó inn í svokallað „Grosspraktikum“ í efnafræði, og stóð þar alla daga frá morgni til kvölds yfir illa lyktandi glösum með alls konar sulli. Það var býsna skemmtilegt (ég hef alltaf verið veikur fyrir efnafræði). Samt fór nú svo að ég féll á lokaprófinu í efnafræði árið 1957, og er það eina prófið sem ég hef fallið á fyrr og síðar. Mér varð svo mikið um Frá Göttingen. ,, Wallinn" og Bismarck-húsið. Þar dvaldi járnkanslarinn á háskólaárum sínum. 150 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.