Heima er bezt - 01.05.1978, Side 9

Heima er bezt - 01.05.1978, Side 9
Helgi og Fordinn hans 1965. ég gamlan Ford-vörubíl (1931) og ók á honum, m.a. út á Flateyjardal. Sumarið 1966 fór ég langa söfnunarferð um Austfirði og A.-Skaftafellssýslu, með Hjörleifi Guttorms- syni, sem þá var að koma upp safni í Neskaupstað, og safnaði þá miklu af steinum og bergtegundum. Jafnframt reyndi ég að byggja safnið upp sem rann- sóknastofnun, með því t.d. að sækja um styrki til tækja- kaupa, og kaupa bækur og tímarit um náttúrufræðileg efni. Hefur safnið ekki staðið að tímaritaútgáfu? Veturinn 1962-63 sló þeirri hugmynd niður í mig, að það hlyti að vera möguleiki á útgáfu tímarits um grasafræðileg efni. Ræddi ég þetta við Hörð Kristinsson grasafræðing, sem þá var kennari við Menntaskólann, og leist honum vel á hugmyndina. Síðan fengum við Steindór í lið með okkur og stofnuðum við þremenningarnir svo tímaritið Flóru, og kom fyrsta heftið út árið 1963 á aldarafmæli Stefáns Stefánssonar grasafræðings. Þetta rit sendi ég svo til ýmissa stofnana í skiptum fyrir þeirra rit, og þannig eignaðist safnið brátt góðan vísi að fræðilegu bókasafni. Bókaforlag Odds Björnssonar gaf tímaritið út árlega til ársins 1968, en þá lagðist útgáfan niður vegna fjárskorts o.fl. Árið 1971 hóf það svo útgáfu á nýju riti, sem nefnt var Tvli og fjallar um náttúrufræði almennt og náttúruvernd, og er meira við alþýðu hæfi. en Menningarsjóður tók að sér að gefa út hið eiginlega grasafræðitímarit. sem kom aftur út árið 1972 undir nafninu Acta botanica islandica. En Menningarsjóður gafst einnig upp á útgáfunni eftir fáein ár, og nú gefur safnið þetta rit út sjálft á eigin kostnað. Á árunum 1968-70 var mikil vinna lögð í að koma upp sérsýningum á safninu, sem stóðu nokkrar vikur eða mánuði. m.a. sýningu um tunglið og tunglferðir. sem þá voru mikið á döfinni, steinasýningu o.fl. Þetta jók fjöl- breytnina og laðaði menn að safninu, en sýningar þessar voru allt of vinnufrekar og lögðust því að mestu niður. Hefur þú ekki stundað ýmis rannsóknastörf jafnframt? Jú, dálítið hef ég gert af því. Það má segja, að þegar ég loksins var laus við prófgrillurnar hafi ég tekið til við ástundun grasafræðinnar, sem hefur verið mín fylgikona frá barnæsku. Þar hafa rannsóknir á íslenzku sveppaflór- unni jafnan setið í fyrirrúmi og um sveppi hefi ég ritað margar greinar í ýmis tímarit. Á síðari árum hafa þó aðrar rannsóknir þótt meira aðkallandi eða „hagnýtari“ á einhvern hátt, en það eru fyrst og fremst rannsóknir og könnun í þágu náttúru- verndar. Á árunum 1969-73 vann ég við rannsóknir á jarðvegslífi, sem þá voru alger nýjung hér á landi, í félagi við Jóhannes Sigvaldason ráðunaut. Um þær rannsóknir hafa birst fimm greinar í Ársriti Ræktunarfélags Norður- lands. Á sömu árum tók ég þátt í líffræðirannsóknum á Mý- vatni og Laxá, og samdi skýrslu um þær, og einnig kann- aði ég lífið í fleiri vötnum og ám á Norðurlandi, en um það hefur enn litið birzt. Hins vegar varð þetta til þess að ég kynntist hinum heillandi heimi vatnalífsins, og hef ekki almennilega getað losnað undan þeim áhrifum síðan. Ég skrifaði á sínum tíma nokkra þætti um vatnalífið í HEB, en þeir urðu síðar uppistaðan í bók um sama efni, sem nú Bláklukka, einkennisplanta Austurlands. Heima er bezt 153

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.