Heima er bezt - 01.05.1978, Page 10

Heima er bezt - 01.05.1978, Page 10
er verið að byrja að setja og kemur væntanlega út á næstu mánuðum. Nafnið á henni er enn ekki ákveðið en ég hef sjálfur kallað hana „Stellu," eftir stúlku sem ég þekkti einu sinni. Síðustu árin hef ég einkum fengizt við náttúruverndar- könnun, sem svo er kölluð, m.a. í Jökulsárgljúfri, Mý- vatnssveit og við Blöndu. //ver er tilgangur slíkrar könnunar? Hann er sá að afla sem beztrar vitneskju um náttúrufar viðkomandi landssvæðis, en þá er átt við landslag, gróður, dýralíf og jafnvel sögulegar minjar og mannvirki. Reynt er að skipta landinu í flokka eftir „náttúruverndargildi“ þess, samkvæmt þeim upplýsingum sem þannig fást, og síðan eru gerð „verndarkort“ þar sem þetta er fært inn. Þannig vonumst við til að geta forðast skemmdir á merkilegum náttúruminjum eða sögustöðum, og geta jafnframt bent á þá staði eða svæði, sem helzt má taka til mannvirkjagerðar o.s.frv. Könnun af þessu tagi er nýjung hér á landi, en margt hefur farið forgörðum hér, sem mikil eftirsjá er að. Einnig hef ég unnið að skrásetningu náttúruminja á öllu Norðurlandi og er það verk komið vel áleiðis. Nátt- úruverndarráð hefur styrkt þessi verkefni. Hvað viltu segja mér um náttúruverndarfélögin og tilurð þeirra? Hin alþjóðlega náttúruverndarhreyfing barst heldur seint hingað til lands. Árið 1967 var þó stofnuð sérstök nátt- úruverndarnefnd innan hins íslenzka náttúrufræðifélags í Reykjavík. Þessi nefnd gekkst fyrir því að fá hingað brezka sýningu um náttúruvernd, og var hún sett upp bæði í Reykjavík og á Akureyri vorið 1969. Þá fæddist sú hugmynd að stofna almenningsfélag um þessi mál. Og seint í júní þetta vor, var boðað til ráðstefnu á Laugum í Reykjadal, fyrir forgöngu náttúrugripasafnsins. Það vildi svo einkennilega til, að sama daginn héldu forsvarsmenn Laxárvirkjunar og Orkustofnunar fund með bændum til að kynna fyrirætlanir sínar um svonefnda „Gljúfurvers- virkjun“ Laxár. Var sá fundur haldinn á Breiðumýri (að- eins steinsnar frá Laugum) og hófst kl. 10 um morguninn, en okkar fundur átti að byrja kl. 2 s.d. Þetta varð mjög sögulegur fundur, og heitt í kolunum, og tókst ekki að slíta honum fyrr en um kl. 3 s.d., en um sama leyti byrjaði okkar fundur á Laugum, og komu margir fundarmanna frá Breiðumýri þangað og spöruðu þá ekki stóru orðin. Þetta hleypti miklum krafti í fundinn, sem varð líka furðu fjölmennur. Þar var svo samþykkt að stofna til samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi (SUNN), eins og þau hafa síðan verið kölluð, en það voru fyrstu almenningssamtökin af þessu tagi hérlendis. Síðar voru svo stofnuð samsvarandi félög í öðrum landshlutum, og árið 1975 mynduðu þau með sér Samband íslenzkra náttúruverndarfélaga (SÍN). Nú eru um 1000 manns í öllum þessum félögum, en þau eru sex að tölu. Þá er aðeins eftir að minnast á Rannsóknastöðina á Vík- urbakka og þátt þinn í henni. Árið 1966 flutti ég með fjölskyldu minni út á Árskógs- strönd, en þar höfðum við fest kaup á litlu húsi eða jarð- arskika, sem heitir Víkurbakki. Það eru um 30 km frá Akureyri. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að komast í sveit með börnin, en við hjónin erum bæði sveitamenn, og okkur langaði til að hafa þarna lítinn búskap, sem við líka gerðum. Komumst lengst að eiga eina kú og nokkrar geitur og hænsni. Rétt hjá Víkurbakka var annað eyðibýli, Ytri-Vík, en þar var allstórt íbúðarhús. Sýndist mérað það 154 Heima er bezt Víkurbakki á A rskógsströnd.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.