Heima er bezt - 01.05.1978, Page 11

Heima er bezt - 01.05.1978, Page 11
Rannsóknastöðin Katla á Víkurbakka. myndi henta vel fyrir ýmis konar rannsóknir, og dvöl rannsóknamanna yfir sumarið, og það varð að ráði að ég keypti líka þennan jarðarpart og húsin sem þar voru, með hjálp góðra manna, en þar má telja Svein Jónsson í Kálf- skinni, sem hefur lagt stöðinni ómetanlegt lið. Stofnað var félag til styrktar stöðinni, og komið á fót sérstakri stjórn fyrir hana. Sjálfboðaliðar frá Akureyri og víðar, dyttuðu að húsinu og innréttuðu þar rannsóknastofu. Hafði Jóhannes Sigvaldason þar forgöngu, en hann var síðar kosinn formaður stjórnar stöðvarinnar. Prentverk Odds Björnssonar prentaði ókeypis kynningarbækling o.s.frv. Þetta var allt saman ævintýri líkast, og 18. júlí 1971 var rannsóknastöðin Katla opnuð við hátíðlega athöfn að viðstöddum allmörgum gestum, og var mælt á 4 þjóð- tungum, m.a. á latínu. Hins vegar hefur rekstur stöðvarinnar ekki gengið eins vel. Tekjur hennar hafa ekki nægt nema fyrir brýnustu nauðsynjum, svo sem hita og rafmagni og smávegis við- haldi, en um laun hefur varla verið að ræða. Einnig hefur aðsóknin að henni verið minni en upphaflega var áætlað, og stafar það af ýmsum ástæðum, m.a. af því að rann- sóknamenn eru nú svo uppteknir af umhverfisrannsókn- um í sínum heimkynnum, og svo hafa styrkir til almennra náttúrurannsókna ekki legið á lausu. Það eru langmest útlendingar sem sótt hafa um dvöl í stöðinni, og stundum hafa þeir verið þar svo vikum skipti, og nokkrir hafa komið oftar en einu sinni. Þeir hafa m.a. fundið ýmis smádýr, sem ekki er vitað um annarsstaðar á jörðunni. Nú er helzt rætt um að tengja stöðina við Náttúru- gripasafnið, enda hefur að sjálfsögðu alltaf verið náið samband milli þessara stofnana. Haustið 1974 urðum við að flytja frá Víkurbakka til Akureyrar, og síðan hefur staðurinn verið í eyði á vetrum. Verður það þá upphaf að Náttúrufrœðistofnun Norður- lands? Það má segja svo. Annars hef ég alltaf litið á safnið sem náttúrufræðistofnun fyrir Norðurland allt, og við það hefur söfnun gripa og annara upplýsinga verið miðuð. Ég held það sé nauðsynlegt að hafa eitt slíkt miðsafn, sem þá er jafnframt rannsóknasafn, í hverjum fjórðungi, en auk þess geta svo verið sýningarsöfn eða fræðslusöfn í héruð- unum. Finnst mér að þyrfti að stefna að svipaðri skipan fyrir minjasöfnin. En þessi stefna hefur ekki átt upp á pallborðið hjá stjórnvöldum. Þar er nefnilega stjórnað eftir gamla rómverska boðorðinu: divide et impera, þ.e. deildu og drottnaðu. Úti á landsbyggðinni mega gjarnan vera söfn og aðrar stofnanir, en þau mega bara ekki verða svo sterk að þau fari að nálgast aðalstofnanirnar í höfuð- staðnum. Nú er mikið rœtt um umhverfismál og þú ert virkur þátt- takandi á því sviði. Margir eru svartsýnir á framtíðina. Ert þú í þeirra hópi? Líklega má segja það. Þegar maður kynnist ástandinu eins og það er núna, þá getur maður ekki verið bjartsýnn. Sú eyðilegging sem nú fer fram á umhverfinu er gífurleg, sennilega þó mest í sjónum, því að þangað safnast fyrr eða síðar allur óþverrinn. í hitabeltinu er regnskógunum eytt í stórum stíl og breytt í harðviðarþiljur hjá okkur í „vel- sældarþjóðfélögunum.“ Afleiðing þess er svo etv. minnk- andi úrkoma á jaðarsvæðum og aukin eyðimerkurmynd- un. Mesta eyðileggingin fer þó etv. fram á manninum sjálfum og þjóðfélögum hans. Þar er markvisst unnið að því að steypa allar þjóðir í sama mót, þ.e. móta þær eins og hin iðnvæddu þjóðfélög í N.-Evrópu og U.S.A., og sama gildir um einstaklingana. Jafnvel í Kína, sem þó er etv. eina ríkið sem hefur bolmagn til að standa gegn þessari Dóttir Helga, Agnes, í grasafrœðihugleiðingum. Heima er bezt 155

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.