Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1978, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.05.1978, Qupperneq 13
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Hlaðir í Hörgárdal Norðlenskt sveitaheimili í byrjun 20. aldar Framhald. Þó var plöggum alloft skipt á pallskörinni fremst innari við baðstofudymar. Af þessum sökum bárust miklu minni óhreinindi inn í baðstofuna, en annars hefði mátt vænta. Sama var að segja um fjósverk. Fjósafólkið var í sérstök- um fötum í fjósinu og kom ekki í þeim inn í baðstofu. Strákar voru þó ekki alltaf svo grandvarir um þessa hluti sem skyldi og fengum við því oft snuprur fyrir. Nærfötum var skipt hálfsmánaðarlega en rúmfötum eitthvað sjaldnar. Utanyfirföt voru þvegin eftir því sem þörf krafði og kostur var á, en fara má nærri um, að ekki var unnt að þvo grófgerð vaðmálsföt oft. Lús þekktist ekki, nema sækja þótti óværa í kollinn á mér sem smá- strák. En þá var móðir mín með kambinn á lofti, og þótti mér sú hreinsun hið mesta kvalræði, en vildi þó flest til vinna, að losna við óþrifin, því að það þótti hin mesta ósvinna að vera lúsugur, og var manni kennt að forðast þá, sem vitað var um að svo væru. Þó man ég eftir gömlu fólki, sem trúði því eins og sjálfri biblíunni, að lús væri manninum heilsusamleg, því að lýsnar eyddu illum vess- um líkamans. Gömul kona, sem var niðursetningur heima nokkur ár, var lúsug þegar hún kom. Mamma gerði al- varlega tilraun til að losa hana við varginn, en kerlu var það sárnauðugt og bað hana grátandi að gera slíkt ekki, því að líf hennar og heilsa væri í veði. Með lagni tókst þó móður minni á nokkrum vikum að hafa sitt mál fram, án þess kerla yrði þess beint vör að verið væri að aflúsa hana, og ekki breyttist heilsa hennar hið minnsta þótt hún væri svift fénaðinum. Allvíða var þó lús enn til á þessum árum. Eitt haustið komum við strákar morandi heim úr göngum. Fengum við ærlegt þrifabað með steinolíu og grænsápu og var skepnan úr sögunni. Flóalaus varð bærinn hins- vegar aldrei. Enda mun hafa verið algerlega ókleift að útrýma flóm með öllu úr torfbæjum, með þeim meðölum, er þá voru fyrir hendi. En halda mátti þeim svo í skefjum, að þeirra varð naumast vart. Annars er ekki tiltökumál, þótt flær fyndust í íslenskum torfbæjum fyrir hálfri öld, því að það reyndi ég löngu síðar á fyrsta flokks hóteli vestur í New York, að þar voru flær svo um munaði 1965. Ekki var með öllu hætt að nota keytu til þvotta. Mar- grétu húsfreyju fannst hún varla geta hreinsað ullarföt úr öðru en keytulegi. En smám saman hætti hún því, og seinni árin man ég aldrei eftir keytuþvotti á fatnaði. Þvottabalar voru allir úr tré, flestir smíðaðir til þeirra hluta, þó voru til eikarbalar, sagaðir af olíufötum. Þvottabretti voru ekki til fyrr en seinni árin. Mamma átti straujám, og stífaði hún hálstau og skyrtur, en annars var þvottur hvorki straujaður né keflaður, heldur aðeins sléttaður með höndum. Allir þvoðu sér um andlit og hendur þegar lokið var vinnu, svo og ef þörf gerðist endranær, en annars var ekki verið að óþarfa þvottagutli. Um fætur þvoðu menn sér eftir þörfum. Nær ætíð var notað kalt vatn til þvotta nema á fætur. Notaðar voru emaleraðar þvottaskálar, „vaskaföt", nema Margrét átti lítinn trébala málaðan og snyrtilegan sem hún notaði til hand- og andlitsþvotta. Tók hann litlu meira en venjuleg þvottaskál. Næturgögn voru einnig emaleruð, nema einn trébali, sem ætlaður var vinnumönnum. Var hann ævagamall eftir útliti að dæma. Þykk skán af hlandsteini var innan í honum, og þefjaði hann ferlega þegar eitthvað bættist í hann. Afsagði ég hann með öllu, þegar ég var kominn í vinnumannatölu, og sá ráð fyrir honum, ef ég man rétt. Mun það vera sá eini fomgripur, sem ég hefi eyðilagt. Sjaldan var um meiri þvotta að ræða en getið hefir verið. Enginn baðklefi var til eða tæki til þeirra hluta. Þó þvoðu allir sér um skrokkinn hátt og lágt fyrir jólin og kannske stundum endranær,. Fór sú afhöfn fram úti í fjósi, enda var það eini staðurinn, sem var nægilega hlýr til þeirra hluta og létt að hella skolpinu í flórinn. Á vorin fengu piltar sér oft bað í Tjöminni fyrir sunnan túnið, en vafasamt er hve mikil hreinsun var í því. En þó að menn svæfu í öllum nærfötum og skrokkurinn væri sjaldan þveginn, fundust manni aídrei nokkur óhreinindi loða við skrokkinn, og munu hin grófgerðu ullarnærföt hafa átt sinn góða þátt í því, eins og öðru sem til bættrar heilsu horfði. Þegar bók I. P. Mullers, Mín aðferð, kom út fórum við piltar einn vetur að æfa köld böð, og jafnvel velta okkur upp úr snjó, en hættum því brátt aftur, sem betur fór. Heima er bezt 157

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.