Heima er bezt - 01.05.1978, Page 16
Mjög sjaldan var heitur matur á málum. En kæmi það
fyrir, var það helst soðinn fiskur, síld eða fiskstappa.
Kvöldmatur var að mestu hinn sami og morgunmatur-
inn, nema skammturinn var öllu minni, nema af slátrinu.
Stundum var þá aðeins slátur með spónamatnum.
Hádegiskaffi var ætíð drukkið á sumrin, en nokkur
óregla var á því á vetrum. Miðdegiskaffi var aldrei
drukkið eftir að útivinnu lauk á haustin, nema þá með
miðdegismatnum, í stað spónamatar. Hversdagslega var
aldrei brauð með kaffi, en ef eitthvað sérstakt bar við,
unnin voru erfiðari verk, svo sem svarðartekja og torfrista,
bindingur og þessháttar, var ætíð brauð með kaffinu, oft-
ast heitar lummur eða pönnukökur. Margrét húsfreyja var
mjög á móti kaffidrykkju, drakk það helst ekki sjálf, og
var svo um fleira gamalt fólk á þeim tíma, ef það hafði
ekki vanist kaffi í uppvexti sínum. Hinsvegar þótti Stefáni
kaffi gott, og hefði áreiðanlega oft þegið aukasopa ef til
hefði verið. Með kaffi var sykur, tveir molar, og ætíð
hafður rjómi út í það. Annað hefði þótt ósvinna.
Miðdegismatur var með líkum hætti árið um kring.
Mest var borðaður fiskur. Framan af vetri var mikið um
siginn fisk, en annars saltfiskur. Framan af árum var
fiskurinn oft misjafn að gæðum, þorskkóð og tros. Síðar
var hætt með öllu að kaupa slíkan fisk, og var þá mest
etinn pækilsaltaður þorskur. Sáu viðskiptamenn búsins út
með firði fyrir honum, sem öðru sjófangi. Nýr fiskur var
stundum á sumrin, þegar farið var á handfæri. Stefán átti
bát, sem geymdur var niðri í Gæsavík, og þaðan var róið
til fiskjar. í dagbókum þeirra bræðra sé ég, að oft hefir
verið farið á sjó, jafnvel vikulega á sumrin, og stundum
aflast vel, en seinna var miklu sjaldnar farið, enda þá
orðið lítið um afla og litlu meira en í soðið einu sinni eða
tvisvar á sumri. Stundum var róið með línu á haustin, ef
vel viðraði. Naumast minnist ég þess, að nýr fiskur væri
keyptur til matar, nema í hæsta lagi einu sinni eða tvisvar
á sumri, og hann þá oftast sóttur út á Hjalteyri eða Sjáv-
arbakka. Til viðbitis með fiski var bráðinn tólkur eða flot.
Framan af vetri var ætíð hamsatólkur, þ.e. það sem ekki
bráðnaði úr mömum til fulls var geymt, og síðan brætt
upp og þá bætt í einhverju af tólk, ef hamsamir voru of
þurrir. Viðbitið var borið inn á djúpum diski eða undir-
skál, og dýfðu menn fiskbitanum í það og stungu honum
síðan upp í sig. Á sumrin þegar matur var fluttur á engjar
var ætið smér haft með fiski. Ætíð voru kartöflur með fiski
og keti, og stundum gulrófur, en á sumrin var oft lítið um
kartöflur og var þá brauð í þeirra stað.
Stundum kom hrognkellsi utan með sjó á vorin. Góður
þótti manni rauðmaginn, en grásleppan síður. En oft kom
svo mikið af henni, að hún var látin signa eða söltuð.
Engum þótti það góður matur.
Ket var venjulega til matar á sunnudögum, og einn
virkan dag í viku. Ætíð var það soðið í súpu, en með
baunum ef meira var við haft. Bankabygg var haft út á
súpur, meðan það fluttist, en síðan hafragrjón. Hrís-
grjónasúpur voru sjaldan. Baunir voru ætíð hafðar mjög
þykkar, ætíð heilbaunir, og fengu menn oft smérbita út í
þær. Tólkarmoli þótti betri en ekkert. Altítt var að láta
160 Heima er bezt
spón af súru skyri út í ketsúpuskálina, og sumir létu sýru-
sopa og þótti það bæta súpuna. Æfinlega var skömmtuð
sneið af súrum blóðmör með keti og súpu, og svo kartöflur
og gulrófur. Á laugardögum var mjólkurgrautur eða
heitur vatnsgrautur úr bankabyggi eða hafragrjónum og
mjólk út á. Þegar heitt var á sumrin var oft hræringur eða
nýtt skyr, og þá var skyrið venjulega sætt.
Eins og gefur að skilja gátu komið afbrigði frá þessari
föstu matarvenju, en þau voru furðufá. Yfirleitt var sára-
sjaldan breytt til um mat, helst ef eitthvað óvanalegt féllst
til, t.d. ef slátrað var kálfi eða stórgrip, ef nýr fiskur fékkst
úr sjó, silungur úr ánni, ný síld eða eitthvað þessháttar, en
annars var nýmeti sjaldséð á borðum. Nýtt ket t.d. aldrei
nema á haustin. Hangið ket var sjaldan skammtað nema á
tyllidögum. Helst var hjá(því sneitt, að hafa nautgripaket
til matar, og ekki heldur ket af ungkálfum, ef unnt var að
koma því á markað. Úr kálfsblóði var gerð villibráð. Það
þótti unga fólkinu hnossgæti, en varla mun gamla fólkið
hafa smakkað hana og sama var að segja um kálfsketið.
Úr kálfshausum var gerð „sulta“ eða kálfsostur, sem
kallaður var, og sett í súr. Kálfshausinn var kalónaður,
þ.e. hárinu náð af í heitu varni. Bein af nautgripum, sem
búið var að skera mesta ketið utan af, voru reykt og soðin
síðan. Einkennileg meðferð var á nautgripafótum, vafa-
lítið ævagömul. Þeir voru hengdir upp í fjósi, þangað til
þeir voru svo úldnir að klaufimar losnuðu af og hárið
einnig. Þá voru þeir verkaðir og soðnir, og þótti góður
matur. Gamir og laki úr nautgripum var hreinsað og vafið
upp í bagga, gamabagga, og síðan súrsað, það var góð-
gæti. Annars man ég ekki eftir neinu sérstöku í meðferð
nautgripakets og sláturs. Á æskuárum mínum var við-
bjóður á hrossaketi enn almennur. Heima var því hrossa-
ket sjaldan haft til matar. Alls man ég eftir þremur hross-
um, sem höfð voru til heimilis, þó aðeins að hluta. Gömlu
hjónin gátu alls ekki smakkað það, og mörgu af yngra
fólkinu þótti lítið til þess koma. Ég man, ég heyrði roskinn
bónda lýsa viðhorfi sínu til hrossakets svo: „Eg get rétt
aðeins smakkað það magra, en mér þykir gott að unga
fólkið læri að eta það“. Þetta held ég hefði getað átt við
heima á Hlöðum.
Framhald í nœsta blaði.
Ekki sama hver vinnur óþrifaverkin
Ólafur Bjamason hét maður og var sonur merkishjón-
anna á Stafni í Svartárdal, Bjarna og Margrétar. Ólafur
mun hafa verið talinn með efnilegri ungum mönnum þar 1
sveit en raskaðist eitthvað á geði og breyttist mikið við það
og þótti sérkennilegur fyrir sína hegðan og tilsvör. Eitt
sinn þegar alþingiskosningar voru framundan spyr Lárus
í Grímstungu Ólaf: „Hverja heldurðu að þú kjósir nú á
þing, Ólafur minn?“ - Hann svarar: „ Ég kýs líklega þá
gömlu, því það er eins og ef maður fær mann til torfristu,
þá er betra að það sé vanur maður.“
(Eftir frásögn Lárusar í Grímstungu).