Heima er bezt - 01.05.1978, Page 17

Heima er bezt - 01.05.1978, Page 17
GÍSLIHÖGNASON, LÆK, HRAUNGERÐISHREPPI: Bodö — Tromsey NIÐURLAG í stríðinu hertóku Þjóðverjar Narvík 9. apríl 1940, er 2—3000 alpahermenn ruddust á land, um leið hófu flug- vélar loftárásir. Bærinn varð ekki varinn, en norsku her- mennirnir komust undan upp í Bjamarfellið, sem gnæfir hér yfir bæinn. Norsku herskipunum „Eidsvold“ og „Norge“ var sökkt, og nú er búið að ákveða að lyfta „Norge“ af hafsbotni, þar sem það er fyrir hafnarfram- kvæmdum og ekki hættulaust, þar sem mikið sprengiefni er í því. Úr þessu skipi er búið að taka ýms tæki, sem nú eru í minjasafninu. Narvík var lögð i rúst, eins og kunnugt er, slíkt gleymist engum sem lifði þá daga. Samkvæmt samtali við eldri menn, voru þýsku hermennirnir sjálfir ekki svo slæmir í umgengni. En hinir borgaralegu stjórnendur, sem Hitler sendi, „voru djöflar“, sagði gamall maður, og bætti við: „Það getur enginn gert sér nú í hugarlund hörmungar þessara ára, eða það sem þá skeði, eins og þegar hópur fólks var skotinn ofan í gröf af grafarbakkanum, síðan mokað yfir, auðvitað voru þá sumir enn með lífi. Það virtist engin takmörk fyrir mannlegri grimmd“. í dag er Narvík fallegur bær með glæsilegum húsum og fallegri styttu í fullri stærð á torginu, móðir með barn, er stendur á blómknapp, höggvin úr granít. Litlir gosbrunn- ar umlykja þessa styttu, sem er í senn bæði táknræn og fögur. Um kl. 18 er mætt við bílana. Nú hafa þeir lokið leið- sögn sinni um Tromsfylki þeir fylkesagronom Johan Jen- sen og redaktör for Norden, Karl Aartun, því nú erum við komin að fylkismörkum og gamla Hálogaland tekur við, nú kallað Nordland. Áfram erum við samt leidd af vinarhöndum, því hér eru aftur komnir að taka á móti okkur þeir Artur Bartholsen fylkeslandbrukssjef og fylkesagronom Villy Hole. Þannig erum við íslendingar leiddir af vinarhöndum sveit úr sveit. Narvík er nú kvödd. Ekið er suður í næstu sveit (kommune) Ball-angen, og Ball þýðir bak, segir norski fararstjórinn. Og þegar litið er í suður á gnæfandi fjall Frostisen 1744 metra hátt, fer mann að gruna hvað nafnið þýðir, og ísfjell 1438 m. Af tindum þessara fjalla leysir ekki snjó. En leiðin er undurfögur og liggur eftir snar- bröttum skógarhlíðum. Eftir 17 km. akstur er staðnæmst við félagsheimili þeirra í Ballangen. Velkomin, velkomin, segja forráðamenn sveitarinnar, sem standa á hlaði úti. Að nokkru mun þetta hús vera notað til helgihalds sér- trúarsafnaðar. Rétt við húsið er kirkjugarður, með sömu snilldar umgengni og annarsstaðar hér í Noregi. Kven- félagskonur sveitarinnar bjóða til kvöldverðar. Undir borðum kynnir oddviti sveitarinnar og búnaðarfélagsfor- maður, héraðið fyrir gestum sínum. Að loknum þakkar- ræðum gesta er gisting boðin af bændum sveitarinnar. Þeir bændur, sem bíla áttu, sóttu gesti sína. Þeim, sem eftir voru, var ekið í öðrum langferðabílnum austur lítinn, skógivaxinn dal, með bæjum í hlíðum, og gestum raðað niður 2—4 á bæ. Það er sem þessi undurfagri dalur, í bjarkar skrúða til efstu brúna, opni faðm sinn ferðlúnum gesti. Bíllinn stöðvast, Jón í Bjamarhöfn og Jorgen Dal eru að stinga saman nefjum. Svo segir Jón við karl úr Flóa: „Hér gistir þú“, og bendir á bæ efst í hlíðinni til hægri, „og Guðrún í Hraungerði fer með ykkur“. Einhver hefur orð á að þessa heimsgæðum sé misskipt. Ofan veg- inn frá bænum kemur gráhærð öldruð kona léttum fótum og kynnir sig: Klara Antonsen, velkomin. Og frá handtaki hennar leggur yl, frændsemisbönd tveggja þjóða eru sterk. Hér bjó hún ein í fallegu, litlu húsi efst við hæðarbrún, sem endaði í smá bergsillum. Þó húsið væri lítið, var öllu svo haganlega fyrir komið, að þar rúmaðist meðal stór fjölskylda. Á neðri hæð var stofa, eldhús, bað og önnur hreinlætistæki. Á efri hæð eru þrjú herbergi rúmgóð, með eldunaraðstöðu. Athygli vakti, hvað öllu var vel fyrir komið. Húsið var hitað með rafmagni, og rafmagnsarinn var í stofunni, sem boðið var til. Samræður hófust og hingað átti karl svo sannarlega erindi, og í rauninni var kvöldið allt of stutt fyrir Klöru og karl við að rifja upp liðna ævi. í rauninni höfðu þau unnið sömu störf í æsku, mæður þeirra sinnt búverkum á sama hátt í harðri lífs- baráttu. Það sem frú Klara sagði fer hér á eftir: „Faðir minn bjó hér á næsta bæ, það var stór jörð eftir því, sem hér gerðist, og frekar góð. Jörðin á land í vestur- hlíð dalsins, beitiland og skóg. Hann var til sjós mestan hluta ársins, á seglskútum, og hafði rúmar tekjur eftir því sem þá gerðist, en konan og börnin sáu um búskapin.n. Hann var tvígiftur, átti sex böm með hvorri konu, svo við vorum alls 12, er ég af seinna hjónabandi, og ein eftir af öllum systkinahópnum. Strax og við gátum, vorum við látin vinna eins og kraftar leyfðu við heimilisstörfin. Þegar við stækkuðum vorum við send út á víkina, sem þú sérð þama fyrir mynni dalsins, að róa til fiskjar, því þá var hún full af fiski. Það voru dýrðardagar hjá okkur krökkunum, því svo fórum við í berjamó á eftir þarna upp í hlíðina. Stundum kom mamma með, og við höfðum nesti með okkur, þá var nú gaman að lifa. Svo kom að því að ég gifti mig, þá lét faðir minn mig fá þetta land, sem húsin standa Heima er bezt 161

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.