Heima er bezt - 01.05.1978, Qupperneq 20
og við sjálfan sig: „Norðmenn háðu stríð og komu ó-
skemmdir á sál sinni úr þeim hildarleik, og urðu menn að
meiri. - íslendingar fengu annan óvin, draug sem þeir
vöktu sjálfir upp og virðast ekki menn til að kveða niður,
og urðu betliþjóð á erlendu stórveldi“.
„Þetta eru stór orð“, segir sá sunnlenski. „Ég stend við
þau“, segir hinn. „Ég mun glaður standa við hlið þér, þó
Sunnlendingur sé“.
Svo djúp voru áhrif þau, sem þessir öldnu bændur
höfðu orðið fyrir við Lapphaugen og í Narvík.
Næsti áfangi frá Bognes til Innhavet er ákaflega
hrjóstrugur, og í rauninni hinn allra hrjóstrugasti í allri
ferðinni. Mest af leiðinni liggur vegurinn meðfram sjó,
eftir tiltölulega mjóum fjallarima fyrir opnu hafi, að
undanskildum nokkrum eyjum, og er Hamaröy þeirra
mest. Björkin á hér í vök að verjast, berar klapparskriður
skiptast á við smá dali sem björkin nýtir til hins ýtrasta, en
sumstaðar slitna gróðurböndin í sundur að heita má. Að
austan afmarkast þessi fjallarimi af Týsfirði og í suðaustur
af Stellumófirði
Þá erum við komin í heimahaga Knud Hamsun, segir
Bartholsen fararstjóri. Ekki ýkjalangt hér frá veginum bjó
hann og hér skrifaði hann sínar bestu bækur eins og
Gróður jarðar. Hús hans er varðveitt sem minjasafn, eins
og skáldið skildi við það. Bartholsen taldi hann eitt
af mestu skáldum Noregs, en gat ekkert um hinn pólitíska
feril hans á elliárum.
Nú er ekið í hlað smábæjar við Sigfjörd, Innhavet, og
þar er málsverðar neytt. Dalsfjordsveit (kommune) er
kynnt fyrir gestum. Héraðið nær yfir 1580 km2 lands og
þar búa 6.900 manns. Af þessu landi eru talin 37% hæft til
jarð- og skógræktar. Land sem hæft er til búvörufram-
leiðslu er talið 6000 ha, þar af tún og akrar 4.500 ha.,
afgangur beitiland.
Brátt eru ferðalok og því eru hér settar eftirfarandi
upplýsingar um þetta hérað ef einhver hefði gaman af.
Alls eru talin 1089 býli með landsnytjar: 703 með 1—5 ha,
352 með 5—10 ha og 34 með 10—20 ha land. Af þeim eru
650 býli sem hafa yfir 1 ha og eru með húsdýr, en 250
bændur sem hafa landbúnað að aðalatvinnu, og þessir
síðast töldu hafa eftirfarandi bússtærð, eru það meðal-
talstölur á hvem hóp bænda: 155 bændur, 10.2 kýr, 5.9
ungneyti. 60 bændur, 57 geitur. 10 bændur 36.9 geitur, 3
kýr. 13 bændur, 4.4 kýr, 22.5 kindur. 4 bændur, 50 geitur,
48 kindur. 7 bændur, 79 kindur. 2 bændur ungdýraupp-
eldi.
Aðeins einn af þessum bændum hefur allar sínar tekjur
af sauðfjárbúskap. Ljóst er að stór hluti þeirra bænda, sem
í héraðinu eru, hafa atvinnu, eða tekjur af öðru en land-
búnaði, svo sem skógi, fiskveiðum eða annarri atvinnu.
Geta má þess að lokum, þó áður sé gert, að að tvær
íslenskar kýr mun þurfa á móti einni norskri, og geitin
mjólkar frá 600—900 kíló mjólk yfir árið.
Að loknum góðum veitingum er haldið af stað. Nú
liggur leiðin í gegnum 3—4 fjöll eða fjallsrana, flest eru
jarðgöngin stutt, en þau lengstu 2.5 kílómetra, þar er bæði
ekið framhjá bílum og gangandi fólki. Er síðustu jarð-
göngum sleppir, breytir landið um svip. Gróðursæld eykst
þrátt fyrir himinhá fjöll á báðar hendur. Ekið er fyrir botn
á mjóum firði, sem Mörsvík heitir. Vestan hans gýs upp
grágulur reykur úr tveim stórum reykháfum, líkt og
djöflanasir úr iðrum jarðar, er spúir grágulum óþverra yfir
björkina í hlíðum dalanna. Þetta er óskadraumur íslend-
inga: Járnblendi verksmiðja. Og nú rignir spurningum
yfir fararstjórann. „Nei, hún er ekki hættuleg jarðar-
gróðri, þessi þoka“, segir hann, en þegar logn er leggst hún
yfir dalina, og vissulega er það ekki gott, því hún getur
orðið dimm og andstætt dalalæðunni heima, gefur hún frá
sér vondan þef. Nú er norðan kaldi, svo hún dreifist um
blátært himinhvelið.
í ljós hefur komið, að þörungavöxtur í firðinum hefur
aukist til muna, og fiskigengd fer þverrandi. Nú er verið
að rannsaka það og reyna að komast fyrir orsakir. Sunnan
Morvík-fjarðar, vestan vegar, gnæfir Bláfell, 1002 m hátt.
Það er fagurt, skógur nær hátt í hlíðar þess og gróðurbeltið
nær mun hærra hér í hlíðar upp er sunnar dregur. Á móts
við Leirfjörð er mjög stutt að landamærum Svíþjóðar og
þar er þjóðgarður, alfriðað svæði, sem ekki mun vera
nytjaland, krappir dalir milli snjóþaktra fjalla.
Klukkan er næstum sex síðdegis er ekið er heim að
bóndabæ, og hjónin þar heita Elí og Ásbjörn Svenning.
Nýjar byggingar eru þama og 20 kýr. Gestum er boðið að
sjá íbúðina. Hér sést sem víðar að fólk hendir ekki fornum
góðum munum enda setja þeir þekkan og sérstæðan blæ á
heimilið. Hér verður stutt viðdvöl, síðan ekið til Fauske og
til félagsheimilis héraðsins. Þar bíður veisluborð. Hús-
freyjur og bændur sveitarinnar bjóða öllum til fagnaðar á
kveðjustund, veitingar eru hér rausnarlegar sem annars-
staðar í þessari ferð.
Ibúar Fauske-héraðs (kommune) eru 9.200, og mikil
umsvif í atvinnurekstri, verksmiðjur, jarðrækt og verslun.
Félagsheimilið þeirra hér í Strömsnes á það sameiginlegt
með öðrum húsum sömu tegundar, sem séð voru hér í
Noregi, að þau eru rúmgóð og stílhrein. Innviðir og litir
laða lúinn ferðalang til hvíldar. Ræður eru fluttar. Þetta er
síðasta sameiginleg stund íslenskra og norskra bænda í
þetta sinn. Ýmsir myndu óska að svo væri ekki. Æskilegt
hefði verið að geta notið, þó ekki hefði verið nema eins
dags frelsis frá hraðri áætlun, en þess er ekki kostur. Hér
skal kvatt og þakkaðar þessar yndisstundir sem gestir hafa
notið og gott er að rifja upp. Frænda- og vinaþjóð hefur
borið þá á höndum sér og sýnt þeim landið sitt. Þar hafa-
þeir fundið það besta og dýrmætasta, sem hverjum og
einum getur hlotnast, heita vináttu og fölskvalausa. Nú
skyldi ætla, að á kveðjustund sem þessari vefðist engum
tunga um tönn, þó er það svo. Er það ekki gjarnan erfið-
ast, að að koma orðum að því, sem er fagurt og gott og
manni kært, leysir þá ekki einlægt vinarhandtak vand-
ann?
Inn í flugstöðina í Bodö er komið kl. 10 um kvöldið.
Þangað hafa þeir fylgt okkur Villy Hole og Artur
Bartholsen með frú sína, fallega konu. Við sáum heldur
ekki nema fallegt fólk í Noregi, sem bar með sér traust og
Framhald á bls. 174.
164 Heima er bezt