Heima er bezt - 01.05.1978, Side 22

Heima er bezt - 01.05.1978, Side 22
Bjöm Jónsson ritstjóri, eldri, og samtíð hans 1 Þegar ég hafði dregið að mér föng í þennan pistil um Bjöm Jónsson rit- stjóra, eldra, vakti það undrun mína hve lítið stórmerkilegu lífsstarfi hans hefur verið haldið á lofti. Hans er að vísu víða getið sem ritstjóra litlu hálfsmánaðarblaðanna Norðra og Norðanfara, en lítið framyfir það. Og í munni almennings er honum oft ruglað saman við alnafnann, Björn Jónsson yngra (Fróða-Björn), sem starfaði einnig á Akureyri og fékkst við prentsmiðjurekstur og blaðaút- gáfu, en var talsvert yngri maður og vann lífsstarf sitt á öðrum tíma. Þegar ritað hefur verið um fram- faramenn 19. aldarinnar fer það oft eftir duttlungum söguritara, og jafn- vel héraðsást, hvort hann tekur ein- hvem sérstakan útúr framsæknum hópi og gerir hann að ótvíræðum for- ustumanni, því það mun mála sannast að allir hafi þessir umbótamenn sótt hugmyndir hver til annars og styrk til áræðis. Það mun því fjarri mér að segja að Bjöm Jónsson eldri hafi verið helstur forustumaður í héraði á sínum tíma, en falslaust að telja hann framarlega í flokki með framfarasinnuðum út- vegsbændum, sjálfseignarbændum, búðarþjónum, handverks- og þurra- búðarmönnum sem æsktu umtals- verðra breytinga á þjóðlífi og vildu bæta afkomu manna. [39]. Svo notað sé nútímahugtak yfir stöðu Bjöms Jónssonar eldra, var hann áróðurs- og útbreiðslustjóri þess hóps sem sá ómælda auðsuppsprettu í sjávarafla, einkum hákarlinum. Hann beitti blöðum sínum til eggjunar á þessu sviði og jók hug manna til at- hafna, stóð í bréfaskiptum við at- hafna- og framfaramenn á öðrum landshomum og fékk að vita hvað þeir voru að aðhafast og gerði sam- anburð: Þetta er svo sem gott og blessað hér, en sjáið hvemig þeir fara að þarna. Þetta er samandregið inntak úr áróðri hans. [40]. Heimildir eru fyrir því að ýmsum svall móður í brjósti við þessi skrif Bjöms og þau komu mörgu góðu til leiðar í atvinnumálum. Viðurkennd söguritun heldur því fram að nær öll sókn þjóðarinnar til frelsis, bættrar afkomu og menningar verði rakin til menntamannanna í Kaupmannahöfn. Hægt er að vera þessari skoðun sammála að því leyt- inu að allar ferskar hugmyndir og eggjanir í þjóðfrelsismálum komu þaðan, en þegar til framkvæmdanna kom í atvinnumálunum, sem var undirstaða allra framfara, breyttist margt á annan veg en menntamenn- imir sögðu til um vegna þess að kenningar þeirra voru ekki alltaf í samræmi við veruleikann hér heima. Það kom svo í hlut framsækinna og allvel upplýstra alþýðumanna að láta framfaradrauminn rætast í takt við gang þjóðlífsins. Björn Jónsson ritstjóri, eldri, var ekki minnstur karl í þessum fram- sækna hópi. 2 Bjöm Jónsson var fæddur að Hólum í Hjaltadal 14. maí árið 1802. Hann skaust því i heiminn nokkrum mán- uðum eftir að tilkynnt var með kon- ungsbréfi (2. okt. 1801) að hinn fomi Hólaskóli yrði lagður niður. Foreldrar 166 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.