Heima er bezt - 01.05.1978, Page 23

Heima er bezt - 01.05.1978, Page 23
hans voru Jón Jónsson kennari (kon- rektor) við Hólaskóla sem fæddur var 15. október árið 1772 að Stærra-Ár- skógi á Árskógsströnd, Eyjafirði, en lést 17. júní árið 1866, og miðkona hans, Þorgerður Runólfsdóttir, sunn- lenskrar ættar (frá Sandgerði). Hún fæddist 5. janúar árið 1776, en dó 30. nóvember árið 1857. Jón Jónsson var þríkvæntur, en með miðkonunni Þor- gerði átti hann öll sín börn, tíu að tölu, en af þeim komust sjö upp. Bjöm var bamanna elstur en syst- kini hans voru: Guðný (skáldkona frá Klömbrum). Kristrún sem giftist séra Hallgrími Jónssyni að Hólmum í Reyðarfirði. Hildur sem varð seinni kona Jakobs Johnsen kaupmanns á Húsavík (Húsavíkur-Johnsen). Séra Magnús á Grenjaðarstað. Margrét sem giftist Edvald Eilert Möller verslunarstjóra Örum & Wulffs á Ak- ureyri. Halldór bóndi að Geitafelli Helgastaðahreppi (sem varð tengda- faðir Benedikts á Auðnum). [41]. Meðal barna Hildar og Jakobs Johnsen var Páll Th(orbergur) sem áður hefur verið minnst á, og Edvald læknir, sem flestum ber saman um að hafi verið mikill sómamaður, og studdi drengilega við bakið á Bimi móðurbróður sínum þegar fokið virt- ist í flest skjól í prentsmiðjurekstrin- um, sem síðar verður minnst á. Haustið 1802 (í september) fer Jón Jónsson suður til Reykjavíkur til að gerast kennari við Hólavallaskólann þar. Skóli þessi hafði tekið við af hin- um foma Skálholtsskóla 1786 og var eftir lokun Hólaskóla eini opinberi skólinn í landinu. Jón fór einsamall suður og skildi konu og son eftir að prestssetrinu Saurbæ í Eyjafirði og atvikin höguðu því þannig að þau mæðgin dvöldu þar í næstum tvö ár (1802-1804), og þar fæddist dóttirin Guðný. [42]. Hvergi hef ég rekist á skýringu á þessari ráðstöfun Jóns en tvennt kemur þar til greina. í fyrsta lagi má ætla að ekki hafi þótt ráðlegt að leggja í haustferðalag með konu og hvítvoðung yfir fjallvegi með þeim ferðahætti sem þá tíðkaðist. Og í öðru lagi, og það tel ég líkleg- ustu skýringuna, að Jón hafi verið svo hygginn að hann vildi sjá hver framtíð honum væri búin í hinu nýja kenn- arastarfi áður hann fengi fjölskyldu sína til sín. Sem skólamaður hefur hann vitað að rekstur Hólavallaskóla var all hröslulegur, svo ekki sé meira sagt. Enda fór það svo að hann entist ekki nema eitt ár við kennsluna í þessum endemisskóla, en sneri sér að því að taka prestvígslu og sækja um brauð í fæðingarsýslu sinni, Eyjafirði. Fyrst í Möðruvallaklausturspresta- kalli og bjó þá á Auðbrekku (1804-1817). Síðar fékk hann fæð- ingarstaðinn Stærra-Árskóg (1817- 1826), og loks Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu sem hann hélt til æviloka 1866, eða um 40 ár. Hann er oft kenndur við hinn síðastnefnda stað sem og sum yngri barna hans. Séra Jón Jónsson. Teikning Sigurðar Guðmundssonar málara. Björn Jónsson kom aldrei þangað, nema þá sem gestur í heimsókn til ættingja, og því er alrangt að kenna hann við Grenjaðarstað sem ég hef orðið var við að sumir fræðimenn hyllast til. Um Hólavallaskólann er það svo að segja að hann lagðist niður skömmu eftir að Jón Jónsson gafst upp á hon- um og tók Bessastaðaskóli við af honum. Séra Jón Jónsson var með lærðustu og merkustu klerkum sinnar samtíðar og vel að sér í öðrum lærdómi en guðfræðinni. Til dæmis stundaði hann mikið lækningar bæði í Eyja- Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.