Heima er bezt - 01.05.1978, Page 25
hugtök eins og „einurð“ og „stefnu-
festa“ fengu sess í málinu sem dyggð á
stjómmálavegum.
Þá talar Klemens um að Björn hafi
skort menntun og á þá tvímælalaust
við að hann hafi ekki verið lang-
skólagenginn, sem er rétt. En velflest-
um samtímamönnum Björns, meira
að segja andstæðingi eins og Skafta
Jósepssyni, ber saman um að Björn
hafi verið allvel menntaður, einkum í
því praktíska, þótt heimalningur væri
hann í þess orðs eiginlegu merkingu.
Og það hvað menn hylltust til að velja
hann til ýmissa vandasamra trúnað-
arstarfa, ber menntun hans glöggt
vitni.
5
Svo einkennilegt sem það kann að
virðast gekk Bjöm Jónsson aldrei í
skóla. Hafði hann þó tækifæri til að fá
tilsögn bæði í latínu og grísku hjá
Hólar í Hjaltadal. Eftir mynd í ferða-
bók E. Henderson.
föður sínum sem var vel að sér í þess-
um lykilfræðum skólagöngu og em-
bættisframa þessa tíma. Vera má að
Bjöm hafi ekki verið hneigður fyrir
þessi fræði, en þó dregið í efa því af
sumum bréfum hans má sjá að hann
hefur gaman af því að nota erlend orð
og orðtök að hætti lærðra manna.
Ég þykist þess fullviss að það hafi
verið sárafátækt prestsheimilisins á
Auðbrekku lengi fram eftir árum sem
kom í veg fyrir skólagöngu elsta son-
arins, enda harðræði mikið í landi
langt fram eftir uppvaxtarárum hans.
í minningargrein um Magnús,
bróður Bjöms, er þess getið, og haft
eftir Magnúsi sjálfum, að hann og
Hildur systir hans hafi steikt skóvörp í
nesti er þau fóru eitt sinn til grasa.
[45].
Hólavallaskóli. Teikning eftir Jón
Helgason biskup.
Þessi umsögn gefur til kynna að
efnahagur prestsins á Auðbrekku
hefur verið næsta bágborinn. Eigi að
síður naut Bjöm ágætrar fræðslu á
uppvaxtarárum í föðurhúsum.
Þá tel ég það nálgast vissu að ein-
hvers konar verslunarfræði hafi hann
numið á fullorðinsaldri hjá mági sín-
um Jakobi Johnsen verslunarstjóra á
Húsavík. Og að meðmæli Jakobs hafi
nægt til þess að verslunareigandinn,
Christian Thaae, fékk þennan leigu-
liða úr Hörgárdal til að veita verslun
sinni á Siglufirði forstöðu, en þar var
Bjöm verslunarstjóri á árunum
1945-1847.
[39] Þessi staðhæfing er m.a. sett fram vegna
stéttaskiptingar þeirra manna sem stóðu
að stofnun prentsmiðjufélagsins og blaðs-
ins. Einnig er byggt á skrifum Gils Guð-
mundssonar í Skútuöldinni og Arnórs
Sigurjónssonar í Sögu Einars Ásmunds-
sonar (fyrra bindi).
[40] Samandregið inntak (að áliti E.E.) úr
skrifum Bjöms Jónssonar í Norðra um
hákarlsútgerð og aðra atvinnuuppbygg-
ingu á árunum 1853-1856. - Sbr. og skrif
Kristmundar Bjamasonar í Heima er bezt
1964 (mars, apríl og maí blöðum, bls 113,
148, og 177): Bréf frá Bimi Jónssyni rit-
stjóra Norðanfara til Sveins Sveinssonar,
hreppstjóra á Hraunum.
[41] fslenzkar æviskrár. Tínt hefur saman Páll
Eggert Ólason. 3. bindi. Rvík 1950, bls.
192-193, o.fl. prentaðar upplýsingar.
[42] Sálnaregistur Grundarþinga 1797-1871.
Filma. Amtsbókasafnið á Akureyri.
[43] Glöggt er gestsaugað. Sigurður Grímsson
tók saman og valdi kaflana. Rvík 1946, bls
132.
[44] Blaðið Fróði, 13. tbl. 1886, útg. á Akureyri.
[45] Andvari 1922, bls. 66-78. Minningargrein
um séra Magnús Jónsson á Grenjaðarstað.
Maggi Júl. Magnúss læknir. (Hann var
dóttursonur séra Magnúsar).
Framhald
Heima er bezt 169