Heima er bezt - 01.05.1978, Side 29

Heima er bezt - 01.05.1978, Side 29
Árið 1919 gaf merkiskonan Halldóra Bjarnadóttir út bókina Kvœði og leikir handa bömum. Af formála má sjá að hún hefur hugsað sér hana sem eins konar handbók fyrir bamakennara því upphafsorð hljóða svo: „Stéttarbræður og systkin. Lofið bömunum, sem þið hafið undir hendi, að syngja oft, og syngið með þeim. það hressir þau og gleður, og þau geyma endurminninguna um þær stundir í þakklátu hjarta.“ Það sem mér finnst einna merkilegast við þessa bók, jafnhliða framtakinu við að koma henni á prent á þessum árum, er að með mörgum vísunum fylgir nótnaforskrift sem gefur hugmynd um lag. Hefur þessi vísbending áreiðanlega aukið svo vinsældir þessa litla kvers að ráðist var í þriðju útgáfu árið 1949. Þessi upprifjun stendur í sambandi við það að fyrir nokkru kom kunningi að máli við mig og bað um að birt yrði ljóð sem seint líður úr minni þótt verulega væri ég orðinn ryðgaður í textanum. En það var ljóð Ingibjargar Benediktsdóttur skáldkonu um hann Þórð Kárason sem sagt er frá í Njálssögu. Sennilega hefur þetta ljóð stuðlað meir að því en nokkuð annað að varla læs fór ég að reyna að stauta mig fram úr Njálu, þótt vitanlega væri lítið slæðst eftir öðru en „hasamum“ í bókinni sem síðan var settur á svið úti í guðsgrænni náttúrunni eftir forskrift Sigurbjöms Sveinssonar á fornkappaleikjum úr Bernsk- unni. BERGÞÓRSHVOLL LOGANDI Bergþórshvoll logandi blasir við sýn, blossinn við himininn dimmbláa skín. Njáll þar og Bergþóra bíða með ró, þeim boðin var útganga, en neituðu þó. Drengur þar stendur við afa síns arm, öruggur hallast að spekingsins barm. Horfir hann forviða eldsglæður á, alvara og staðfesta skín af hans brá. Gellur þá rödd ein við glymjandi há: „Gakk, litli drengur, út voðanum frá!“ Með alvöru sveinninn þá ansar og tér: „Ó, afi, mig langar að vera hjá þér.“ „Gakktu út, vinur minn,“ Bergþóra bað. Bamið þó ei vildi samþykkja það. „Gráttu ekki, amma mín,“ gegndi hann skjótt, „ég get ekki skilið við ykkur í nótt.“ Heill sé þér, Þórður, því hrein var þín dyggð, hrein var þín saklausa, bamslega tryggð, með hugrekki leiðst þú hið logandi bál. Nú lifir þín minning í bamanna sál. í formála Kvæða og leikja segist Halldóra hafa notið „styrks tveggja manna, sem eru sérstaklega lægnir að kveða fyrir böm, þeirra séra Jónasar Jónassonar á Hrafnagili og Páls Jónssonar Árdal kennara.“ Og bók Halldóru hefst á söngvinni ættjarðarvísu eftir Pál. Þess má svo geta til fróðleiks að þau Halldóra og Páll störfuðu saman í barnaskólanum á Akureyri um tíu ára skeið (1908-1918), hún sem skólastjóri og hann sem kennari. ÉG ELSKA Af öllum löndum ég elska mest mitt eigið land, og mér finnst það best. Þar gæfu vann ég og gleði fann ég og gæðin flest. Ég elska málið, svo hreint og hlýtt, svo hvellt sem stálið og þó svo blítt. Það menntun bar oss og blessun var oss við blítt og strítt. Ég elska fólkið í byggð og bæ og blessuð fjöllin með eld og snæ, og engið víða og velli fríða og vötn og sæ. Ég elska fossinn í gljúfrum grám og gilin djúpu, með læk og ám, og heiðabungur og hraun og klungur með helli og gjám. Ég elska niðinn í stríðum straum og stormakliðinn og bylgjuflaum og loftið tæra og ljósið skæra sem ljúfan draum. Ég elska vorið með „blóm við barm“ og bjartar nætur með sól við arm og skúrir dýrar og döggvar skírar af dagsins hvarm. Af ættjörðinni ég aldrei flý, þar æskuminningin lifir hlý. þar vil ég þreyja, þar vil ég deyja og vakna á ný. Heima er bezl 173

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.