Heima er bezt - 01.05.1978, Side 30

Heima er bezt - 01.05.1978, Side 30
Séra Jónas Jónasson á Hrafnagili er kunnari fyrir hin stórmerku skrif sín um íslenska þjóðháttu en af ljóðum sínum. Þó verða ekki dregin í efa orð Halldóru að hann hafi verið laginn að kveða fyrir böm. Til marks um það er eftirfarandi ljóð hans sem Halldóra gefur upp lag við í umræddri bók sinni. Þessi þáttur stendur ekki jafnvel að vígi og útvarpið að geta rætt um gamla ljóðakunningja og jafnframt lofað hlustendum að heyra þá sungna. Eigi að síður verður að vona að margir lesenda minnist fornra gleðistunda þegar þeir sjá þetta ljóð Jónasar á prenti. HÚN GUNNA Hún Gunna notar sér blíðublæinn, með brosi hoppar um allan bæinn, og létt á fótum hún leikur sér, svo ljúf og hlæjandi, hvar sem er. Og fram í rökkur hún hlær og hoppar, í hópnum miðjum hún snýst og skoppar, en þegar dimmir, hún heldur heim; en hvað skal segja af ferðum þeim? Ja, svona fór það, þess sjást ei bætur, að sjórinn vætti hana í báða fætur, til heimaverkanna hún sögð var sein, og svo var klukkan ekki alveg hrein. En þetta gleymdist, og því fór betur, og þá var sest við að skrifa letur og syngja vísur, en seinast þó hún sofnaði út af i kyrrð og ró. Að lokum verður svo birt gamalt dægurljóð sem til- einkað var sjómönnum. Lagið er danskt: En dag er ikke levet uden kærlighed. Höfundur er S.E. (Snæbjörn Einarsson). HAUSTNÓTT Á HAFINU Vaggar skip á úthafs breiðu öldunum, undra ljóma á sæinn máninn slær, bjart er yfir báru hvítu földunum, brosir máni á himni undra skær. Þá farmann dreymir um fortíð horfna. Hann fær vart blundað þótt taki að morgna, - -dreymir. - Andvörp hans með öldugjálfri hljóðna þá er eygló morgun Ijóma á hafið slær. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. - Kær kveðja. E.E. 174 Heima er bezl - Bodö - Tromsey ... Framhald af bls. 164 reisn í fasi. En En flugvélinni seinkar um eina klukku- stund. Hún er á leiðinni með norska bændur frá íslandi. Biðin er aðeins ljúf, ekki löng. Er vélin lendir, koma brosandi andlit í ljós. Góða ferð, segja þau og brosa af ferðagleði. Mörgu íslensku brjósti verður rórra að sjá þessi bros, þau bentu til að viðtökur heima hafi verið sæmileg- ar. „Góð ferð“, segja þeir, „fínt veður, gott land“. Norsku fararstjórarnir og ferðafélagar eru nú kvaddir. Grá flugbrautin er æpandi andstæða grænna skóga. Það leggja kuldaónot að ferðalúnum karli frá þessari stein- dauðu flatneskju. Brátt hefur þessi furðufugl sig til flugs, út í bláan geiminn, þó hann sé nauðaómerkilegur á móts við fugla himinsins. Grænar eyjar og blá sund brosa við ferðalang, það er kveðja Noregs til íslands og hér er henni skilað. Flugstjórinn, Björn Guðmundsson, hefur komið þessum furðufugli, með yfir 130 manns innan í sér, upp fyrir skýin, þrátt fyrir lífvana vængi hans. Framundan virðast skýjaöræfin ein, slegin gullnum loga miðnætur- sólar. Við þessa gráhvítu skýjabreiðu leikur vindurinn sér, kembir hana og tætir í ótal sveipi, hryggi og dali, ekkert líf aðeins lífvana auðn. Að nokkru íslensku skáldi skyldi hafa dottið í hug, að njóta unaðsstunda í örmum unnustu sinnar á svona eyðimörk, og blunda þar á snjóskýja- bólstrum, vekur undrun, enda aldrei komist svo hátt. Hugdettan er sérstæð, en kalt virðist brjóstið hafa verið sem skóp hana. Flestum mun ganga betur að skilja kerlinguna sem „jagar élin“ en auðsýnilega án árangurs, þó mikil væri hún fyrir sér. Það er eins og flugvélin detti niður, flestum er sú leið greið og þessi hvíta skýjaauðn er horfin. Við tekur grá þoka, nú er hún aðeins vinaleg þó hún sé dimm, og eru á henni gægjugöt, einhver sagðist hafa séð land og sjó. Áætlaður flugtími lengist, er sagt í hátalara, og við sveimum bara um stund í þokunni. Það fylgir því engin vankennd, þó þessi gráu slæðubönd hafi áður verið erki- óvinur smalans í fyrri daga. Rétta augnablikið er í nánd, aðflug er tekið. Litadýrð döggvotrar fósturjarðar altekur hug aldraðs ferðalangs. Þvílík undursamleg fegurð, og þetta er landið hans. Dásamlegast er að þessi fegurð og þessi litadýrð er sam- eign allra bama þessa lands. Hún verður aldrei frá nein- um tekin, sem hefur tileinkað sér hana. Hún mun vaka í undirvitund hvers og eins til hinstu stundar. Víður fjallafaðmur, skrýddur daggarperlum í litadýrð lágnættis býður ferðafélaga velkomna heim. ■H* Bannsettar skuldirnar Einu sinni kemur maður sem tæpast átti fyrir skuldum til Jóseps á Hjallalandi og fárast mikið yfir því hvað Björn Eysteinsson hafi riðið í garmalegum hnakk. Þá segir Jósep: „Ja, líklega hefur hann verið óveðsettur.“ (Eftir frásögn Lárusar í Grímstungu). I

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.