Heima er bezt - 01.05.1978, Síða 31
— Þegiðu, Þrúða. Ég hef ekkert vit á augnahárum og
svoleiðis. Ég er bara syfjaður.
Það tísti í Þrúðu. — Jæja vinurinn, ég vildi að ég væri
eins vitlaus og þú, en það er ég því miður ekki, því ég vildi
óska, að ég væri svona falleg.
— Góða nótt, Þrúða.
— Góða nótt, „Brói“ minn;
8. kafli.
Fröken Valgerður var orðin þreytt eftir daginn og dró sig í
hlé skömmu eftir kvöldskattinn. Hún bauð fólkinu góða
nótt og gekk til náða. Hún hefur stærsta loftherbergið í
Nýjabæ út af fyrir sig og er það hið vistlegasta, sem við er
að búast. Kona af hennar gerð gæti ekki haft öðruvísi en
smekklegt kring um sig. Henni hefur aldrei fallið bað-
stofuvistin eftir að hún fór að heiman og allra síst eftir að
hún kom alkomin heim, enda var henni ekki ætluð hún.
Áður en Nýibær var byggður, hafði hún herbergi í mörg
ár við hliðina á hjónahúsinu. Aldrei hafði hún kunnað
eins vel við sig nokkurs staðar og þar. Hún þarf ró og næði
annað slagið og henni fellur einveran vel. Reyndar finnst
henni hún aldrei vera ein, hún á mikla guðstrú, sem
styrkist eftir því sem árin líða.
Hún á líka sinn hugarheim, öðrum óviðkomandi, að
minnsta kosti hérna megin grafar. Ef hún ætti hann ekki,
væri hún sennilega miklu verr farin. Nú er hún gengin til
hvílu og það er ró og friður í svip hennar. Hún tekur af sér
gullúr, sem hún ber ætíð um hálsinn, þó ekkert beri á, og
leggur það á borðið við rúmið. Aftan á það er letrað á
málminn: „Til Völu frá Sven.“ Hún signir sig og spennir
greipar. Varirnar bærast og augun eru tárvot. þegar hún
lokar þeim.
— Góði guð. Ég get talað við þig núna eins og stundum
áður. Ég átti lengi erfitt með það forðum, en það er löngu
liðið. Nú er ég orðin sátt við lífið og þig. jafnvel við sjálfa
mig, en það gengur mér verst, því ég ásaka sjálfa mig
stundum ennþá. Ég gat farið aðra leið, en tímarnir voru
erfiðir, ég var kjarklaus, hrædd við vandann og almenn-
ingsálitið.
En hvað mér finnst ég hljóti að hafa verið barnaleg að
sumu leyti þá. Við þig, guð minn, og sjálfa mig get ég talað
og spyr þig enn: Af hverju fékk ekki hamingja mín að vara
lengur? Hvað hafði ég til saka unnið? Eða hann og fleiri?
Fæ ég aldrei neina uppreisn? Það er svo fátt sem gleður
mannsins hjarta eftir að lífsvonin hefur beðið skipbrot.
Trúin og tíminn hafa verið mínir bestu læknar, ásamt
vinnunni, til að lækna sorgina og söknuðinn. Hér heima
náði ég aftur nokkurnveginn andlegri heilsu, eftir þvi sem
við var að búast.
Hér verð ég uns ég fæ að koma á þinn fund. Þú, guð,
veist hvað okkur bömum þínum er fyrir bestu, þó ég skilji
ekki vegi þína ennþá. En mín innsta von og þrá er sú, að
þá fái ég að hitta þá tvo, sem mér þykir vænst um. Svar
þitt er þögult, en ég finn það samt. Hvaða einkennilegi
þytur er þetta? Nú líður mér betur. Þessi veikleikaköst
mín eru sjaldgæfari í seinni tíð. Það er eins og mér finnist
ég enn eiga eftir að lifa gleðidaga, en ég þori ekki að vona,
slíkt er svo ólíklegt.
Hún liggur með lokuð augun og andardrátturinn er
rólegur. Nei, þetta er ekki venjulegur svefn. Hugurinn er
horfinn aftur í tímann, á vit hins liðna. Dýpsta sælan,
sorgin þyngsta og allt, sem þeim fylgir, stígur fram,
sveipað blámóðu liðins tíma. Þessar tvær ólíku systur eru
þarna, ganga fram, haldast í hendur, hneigja sig og virðast
segja:
— Hérna erum við komnar. Mannst þú eftir okkur?
Já, hvort hún man. Það er vor, löngu liðið. Hún er aftur
orðin unga stúlkan, sem er að koma heim frá Danmörku,
ásamt mörgu fleira fólki. Kaupfarið er að sigla inn á
Reykjavíkurhöfn. Kvöldsólin skín á umhverfið og sveipar
allt gullnum bjarma. Gulbjart hár ungu stúlkunnar sýnist
standa í geislabáli um æskubjart andlitið. Hún veit ekki
sjálf hve fögur hún er og hefur aldrei miklast af því.
Hún er að koma heim eftir tveggja ára nám og er ráðin
sem kennslukona við kvennaskóla í Reykjavík á komandi
vetri. Hún á sér glæsta framtíðardrauma og vonar að hún
geti miðlað kynsystrum sínum af kunnattu sinn og þekk-
Heima er bezt 175