Heima er bezt - 01.05.1978, Síða 33
— Þú þolir þetta ekki. Segðu mér hvað er að.
Hún sagði mér alla söguna: — Vala mín, Vala mín!
hvíslaði hún og hélt í mig eins og drukknandi maður í
hálmstrá.
Ég reyndi að róa hana og tókst það að nokkru leyti. Hún
lét mig hafa utanáskrift hans og bað mig að skrifa honum
og láta hann vita, að hún væri að því komin að ala barn
hans og segja honum, að henni þætti alltaf jafn vænt um
hann og hugsaði allt of mikið um hann, því nú væri hún
nýgift góðum manni, sem ætti allt gott skilið Þú veist, að
ég kann nóg í frönsku til að geta skrifað skiljanlegt bréf.
Það gerði ég og fékk svar aftur, smásendingu og bréf til
hennar, sem ég þýddi fyrir hana.
Arndís hafði vitað áður, að hann var kvæntur og átti tvö
lítil börn. Honum þótti ákaflega vænt um hana og ásakaði
sig einan fyrir að hafa valdið henni sorg og vandræðum.
En ef ég þekki Arndísi rétt, svo og aðrar konur, að mér
meðtalinni, þá er sökin, ef sök skyldi kalla, ekki síður
hennar. Ástin er heitust í meinum, segir máltækið. Ætli
ekki væri réttast að segja, að þar væri hún óviðráðanleg-
ust. Amdís lét mikið huggast, er hún fékk bréfið og grip-
ina sem hann sendi henni og hún sagði mér að hún ætlaði
að gera ráðstafanir tii að þeir færu með henni í gröfina.
Björn Hallsteinsson, maðurinn hennar, var mjög
myndarlegur og virtist hæglátur, en það mætti segja mér
að skapfestan væri ósvikin þar. Langt er síðan Arndísi
lærðist að þykja vænt um hann og virða hann að verð-
leikum.
— Já, vinur minn. Við vitum bæði hvað ástin er ógn-
arlega sterkt afl. Ennþá logar hún glatt í brjósti mér eftir
öll þessi ár, enginn gat komið í þinn stað. Sumarið okkar,
eins og ég kalla það, var yndislegt. Það er eins og löngu
dreymdur draumur, ástar og töfra norðlenskra nátta og
daga, sannkölluð „nóttlaus voraldar veröld“ þar sem hin
unga ást okkar átti sér engin takmörk.
Já, ég sé ekki eftir neinu frá því sumri, á það ber engan
skugga. Þeir komu seinna. Haustið kom og við fórum
suður. Erfitt var að kveðjast, við vorum bæði hrærð en
hugrökk og vongóð. Mennirnir áætla en guð ræður.
Ég stóð niðri við höfn uns skipið hvarf mér sjónum ... að
eilífu. Það setti að mér hroll og ég fór snemma að hátta og
grét mig í svefn.
Enn heyri ég þennan dularfulla þyt, líkan mildum
vindblæ er þýtur í stráum. Nú kemur sárasti og versti
kaflinn í sögu minni: Skömmu eftir að þú lagðir af stað,
komst ég að raun um að ég var barnshafandi. Á vissan
hátt gladdi það mig, þó ég vissi að það yrði erfitt að stunda
kennsluna svona á mig komin er fram liðu stundir.
Þegar reiðarslagið kom og fréttin barst um að skipið
hefði farist og enginn bjargast, get ég ekki lýst því hvernig
mér leið. Allir voru mér góðir, ekki vantaði það, en það
var Alma frænka þín, sem kom mér til hjálpar og henni á
ég mest að þakka að ég tók ekki til örþrifaráða. Sven! Mér
fannst þú stundum vera nærri mér þá og mig dreymdi þig
oft og þess vegna svaf ég sæmilega.
9. kafli.
Veturinn kom, sá lengsti og erfiðasti i lífi mínu. Ég veit
ekki af hverju guð lofaði mér ekki að deyja þá. En ég lifði
og hef verið lifandi dauð síðan. Geðheilsa mín fór öll úr
skorðum, en þrátt fyrir þetta allt finnst mér ég eiga eftir að
fá einhverja raunabót þó seint sé.
Alma sagði mér, að sig hefði grunað strax í fyrsta sinn er
hún sá okkur saman, að eitthvað ætti eftir að gerast, sem
kæmi í veg fyrir lífshamingju okkar. — Hvernig gastu
fundið það? spurði ég hana. — Það er ekki hægt að lýsa
því öðruvísi, en að það er eins og því sé þrýst inn í vitund
manns, líkt og maður grípi eitthvað um leið og það fer
framhjá, svaraði hún og kvaðst kalla það þyt forlaganna,
sem ekki skildu allir rétt, þó þeir heyrðu.
Ég hélt áfram kennslu í skólanum, þó ég væri varla fær
um það. Ég komst vel af við stúlkurnar og þær voru
áhugasamar við námið. Þó ég væri gleðivana, var ég lik-
amlega hraust. Engum sagði ég hvernig ég var á mig
komin, ekki einu sinni Ölmu. Oft velti ég fyrir mér, hvað
gera skyldi þegar liði á veturinn. Svona leið tíminn fram
yfir áramót, þá veiktist ég, liklega mest af hugarangri og
ofþreytu. Ég hætti kennslu um tíma. Barnið, sem nú var
farið að bæra vel á sér, sakaði þessi lasleiki ekki. Ég náði
mér furðanlega og tók aftur til við kennsluna.
Ennþá tók enginn eftir vaxtarlagi mínu, svo ég vissi, ég
gekk í þröngu lífstykki, en Ölmu hefur sennilega verið
farið að gruna eitthvað. Ég bjó í skólanum og hætti að
mestu að heimsækja hana, þorði það ekki, því miður.
Sennilega hefði þá allt farið betur. En ég var ekki heil-
brigð þennan vetur og hugsaði ekki rökrétt. Kjarkleysi
mitt og ótti við almenningsálitið fóru vaxandi. Hvað átti
ég að gera?
En forlögin tóku í taumana, snemma í apríl. Ég fékk
mig lausa frá störfum vegna lasleika. Að fara til Ölmu og
trúa henni fyrir öllu gat ég ekki. Ég fékk inni hjá einni
kunningjastúlku minni, sem vann annars staðar og var
sjaldan heima, og ég sá um mig sjálf. En mikið var ég
einmana.
Eitt kvöld sem oftar ráfaði ég út með Nesfjörum, þar
sem við Sven höfðum gengið svo sæl um vorið. Það var
hryssingsveður, hvasst og kalt og orðið hálf dimmt. Aldrei
hef ég verið nær því en þá að kasta mér í sjóinn. Já, vinur
minn. Okkar liðna sumarsæla virtist ætla að verða dýru
verði keypt.
Tárin runnu niður vanga mína og mér var að verða kalt.
Skyndilega varð mér illt. Ég fékk svo sára verki, að ég gat
ekki staðið og datt út af. Ég bar ekki af mér og rak upp
hljóð og alltaf versnaði það. Ég hvorki heyrði né sá um
stund, en bylti mér til og frá og kveinaði. Loks heyrði ég
kerruskrölt og mannamál og fann að mér var lyft upp og
karlmannsrödd er sagði:
— Hún er eitthvað veik, við skulum fara með hana
heim til mömmu.
Næst vissi ég af mér í lítilli baðstofu hjá eldri konu og
fremur ungum hjónum. Það voru þau sem flutt höfðu mig
heim, höfðu verið í bænum með hestakerru og flutning og
Heima er bezt 177