Heima er bezt - 01.05.1978, Page 34

Heima er bezt - 01.05.1978, Page 34
það bjargaði mér. Gamall maður kom nú inn og skildi ég, að hann var húsbóndinn, maður eldri konunnar. Yngri maðurinn var sonur þeirra og stúlkan tengdadóttir. Nú gat ég ekki hugsað lengur því þrautirnar voru að buga mig og ég hljóðaði hátt. Eldri konan hrökk við, flemtri slegin. — Guð hjálpi okkur, sagði hún.— Hún erað ala barn. Hún brá við skjótt og fór að afklæða mig, en jafnframt talaði hún bæði við þau hin og sjálfa sig og bað fyrir öllu og öllum, eftir því sem ég heyrði best milli kviðanna. — Vesalingurinn, þú mátt ekki vera í svona þröngu. Eitthvað hefur nú veröldin farið illa með þig og þú sem ert svona ung og falleg bara barn sjálf, sýnist mér. Góði guð, hjálpaðu okkur nú. Svo beindi hún máli sínu til tengda- dótturinnar. — Hulda mín hitaðu vatn og vertu fljót, það er enginn tími til að ná í lækni... og þó. Gunnar reyndu að ná í Iækni, mig grunar að hér sé ekki allt með felldu. — Á ég að sækja læknirinn í Nesi? — Nei náðu heldur í frænda þó það sé lengra. Tíminn leið og mér fannst þetta engan enda ætla að taka. Loks kom síðasta hviðan og ég sá ótal sólir og stjörnur, áður en ég leið út af. Ég rankaði við mér við að læknirinn fór um mig höndum og talaði við gömlu kon- una. Hann sagðist óttast eftirköstin. Drengurinn er smá- vaxinn, ekki fullburða og það er hætt við að hann lifi ekki lengi. En þá sá læknirinn, að ég var með rænu. — Heyrðirðu hvað ég sagði? spurði hann. Ég játaði þvk — Viltu láta skíra drenginn þinn áður en ...? Hann þagnaði. — Já, ef tími er til að ná í prest. — Ég hef rétt til að skíra barn, sagði læknirinn. Ég ætlaði að verða prestur og hef viss réttindi sem slíkur. Hvað viltu láta hann heita? Mér var óglatt og var að líða út af aftur og stundi upp því fyrsta sem mér datt í hug. — Hörður ívars ... svo fór ég að kúgast og Hulda kom og settist hjá mér og aðstoðaði mig eftir föngum. Hún setti kaldan bakstur á höfuðið á mér og það letti um stund. Læknirinn spurði hvort ég vildi sjá son minn. — Nei, ekki fyrst hann getur ekki lifað. Viljið þið sjá um allt viðvíkjandi drengnum fyrir mig? spurði ég Huldu, sem sat á stól við rúmið. Hún strauk hönd mína og tárin runnu niður kinnar henni. — Ég skal gera það sem ég get og við öll, svaraði hún. — Ég samhryggist þér af öllu hjarta, ég skil þig líka því ég hef misst barn og veit hvað það er erfitt, einkum vegna þess að ég mun aldrei geta átt annað í staðinn. Ég ætla ekki að spyrja þig, en ég finn að kringumstæður þínar hljóta að vera mjög erfiðar. Læknirinn kom með tvö blöð og var annað fæðingar- og skírnarvottorð, sem ég undirritaði með hjálp hans og hjónin voru vitundarvottar. Nafn drengsins var skrifað Hörður ívars, eins og þeim heyrðist ég segja og lét ég það gott heita. Hitt var vottorð um, að Gunnarog Hulda tækju að sér að sjá um útför drengsins og allt annað honum viðkomandi. Jafnframt var þetta dánarvottorð hans. 178 Heima er bezl Ég var þreytt og gráti næst. Hulda laut niður að mér og ég hvíslaði að henni: — Hulda mín! Þú mátt eiga litla drenginn minn hér eftir. Hugsaðu vel um litla leiðið hans. Einhverntíma ber kannske fundum okkar saman, en ég bið ykkur að gleyma mér. Ég ætla að gleyma öllu. Loks bauð ég að greiða henni fyrir alla hjálpina, en hún harðneitaði að taka við einum einasta eyri og kyssti mig í kveðjuskyni og ég sá tár hrynja niðurvanga hennar. Læknirinn kom mér yfir í sjúkraskýlið, ég veiktist illa af barnsfararsótt og lá þar um tíma milli heims og helju, en lífið sigraði að lokum, ef sigur skyldi kalla. Læknirinn, sem ég vil ekki nafngreina, átti mestan þátt í bata mínum, einnig hvað snerti andlegu hliðina. Hann taldi í mig kjark til að lifa lífinu. Sven! Honum var ekki sama um mig, en ég gat ekki endurgoldið það, því miður. Hann var elskulegur maður og góður læknir. Ég fór heim á æskustöðvarnar til foreldra minna. Fólkið heima vissi ekki nema hálfan sannleikann, aðeins Arndísi á Fellsgrund hef ég sagt allt. Hún skilur mig og ég á henni mikið að þakka. Hún hefur líka átt sínar sorgir og syndir, en er nú löngu sátt við lífið, miklu sáttari en ég get nokkurn tíma orðið. Ég kvaddi Ölmu áður en ég fór norður. Hún spurði mig einskis, nærgætni hennar var einstök. Hún faðmaði mig innilega og kvaðst líklega ekki sjá mig framar í þessu lífi. Hún lést skömmu síðar, hún sem var einu sinni „besta frænka í heimi.“ Hver er að hlæja, svona létt og glaðlega? ert þú að hlæja að mér, Sven? þá sef ég vel. Loks var hún sofnuð og hana dreymdi Sven koma, glaðan í bragði og strjúka mjúkt um vanga hennar. 10. kafli. Morguninn heilsaði með skýjuðum himni og þoku á fjöllum, en veðrið var hlýtt og kyrrt. Kristján fór fyrstur á stjá eins og vanalega og byrjaði á að líta út um gluggann. Hann var veðurglöggur með afbrigðum, eins og margir verða, sem eiga sitt mest undir veðri og vindum. Hann stóð við gluggann og tautaði: — Já, þetta er gróðrartíð. Ég spái að sólin fari að skína senn hvað líður og líklega kemur sunnangola, það er auðséð á skýjafarinu. Fólkið vaknaði hvað úr hverju og fór að klæða sig. Góðan daginn, góðan daginn, kvað við í baðstofunni og ekki bar á öðru en allir væru hressir og kátir. Grátt trýni gægðist undan sængurhorni í rúmi Þrúðar. — Hvað er að sjá, sefur kötturinn hjá þér? spurði' Hannes. — Æ, greyið, hann slapp inn i gærkvöldi og ég nennti ekki að láta hann niður, hélt að ég vekti kannske yngsta barnið á bænum, svaraði hún glettin. — Hann er nú svo góður og þrifinn hann Silfri. Er það ekki, Silfri minn? — Mjá, svaraði kisi og hún tók að gæla við hann, svo hann malaði hástöfum.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.