Heima er bezt - 01.05.1978, Síða 35

Heima er bezt - 01.05.1978, Síða 35
— Kis, kis, sagði Þóra og þá þaut kisi á eftir henni niður, vissi að hún færi brátt í fjósið og þar fékk hann mjólkursopa bæði kvölds og morgna. Dísa var síðust niður. Þegar hún var að taka til fötin sín, fann hún bréf innan í dagtreyjunni, sem hún ætlaði að fara í. Á því var nafn fröken Valgerðar. Amma hefur látið það þarna, hugsaði hún. Ég skila því svo lítið beri á. í eldhúsinu var flest heimilisfólkið saman komið. Þetta var stórt, tvískipt eldhús, nýlega betrumbætt og lagfært. Fremra eldhúsið var kallað „Nýjahús“ og það gamla aðeins „Húsið“, en það var bæði hlóðaeldhús og reykhús í og með, og enn var eldað þar þegar mikils þurfti með, til dæmis í sláturtíðinni og einnig voru þvegnir þar stór- þvottar. Þar var og brennt kaffi og bakað rúgbrauð í hlóðum, en aðallega var það notað sem reykhús fyrri hluta vetrar. Nýjahús var talið þægilegt á þeirra tíma mælikvarða. Þar var stór, sérkennileg eldavél, sem þótti mjög full- komin. Baka til á henni var fastur bakpottur og var þar æfinlega heitt vatn, þegar kynt var í vélinni. Mjög gott var að baka flatbrauð á svona vél og var það oft gert og var talið að engin kona gæti búið góðu búi nema hún gæti bakað gott flatbrauð. Stórt tréborð var næst fremri gafli í Nýjahúsi og bekkir við vegginn á bak við og til enda og allt í kring. Við það var borðað nú orðið og var rúm fyrir tíu til fimmtán manns. Stórar og litlar hillur voru um nær alla veggi og stórt „diskarekki“ með hillu og skúffu undir fyrir bollapör og hnífapör. Breiður eldhúsbekkur með neðri skápum var við vegginn við hliðina á eldavélinni. Allt var þetta traustlegt mjög, en þó ekki klunnalegt. Mikið af innréttingunni var smíðað úr vel unnum stór- viðartrjábolum, er rekið hafði á Hvammsfjörur. Reki var þar til mikilla hlunninda á mörgum bæjum. — Guð gefi ykkur góðan dag, sagði séra Halldór, sem kom inn í þessu. Frú Herborg var að hita kaffi og Ranka hjálpaði henni og kynnti sér jafnframt allar aðstæður í eldhúsinu. — Nú fáum við okkur góðan molasopa áður en við byrjum á morgunverkunum og svo er morgunskatturinn klukkan tíu, sagði frúin. — Þá verða allir búnir að fá góða matarlyst. Þóru var starsýnt á Dísu og var kannske ekki að undra. — Guð hjálpi þér barn, sagði hún loks. — Hvernig ertu eiginlega? Allir horfðu á Dísu eins og eitthvert viðundur. — Ég hefði nú haldið það, sagði Þóra. — Þú ert eins og heiðingi til fara. Svona gengur engin stúlka klædd. — Nú ég er bara klædd eins og piltarnir hérna og ekki eru karlmenn frekar heiðingjar þó þeir gangi öðruvísi til fara en kvenfólk. — Skrítið væri nú óneitanlega að sjá þá á peysufötum á stórhátíðum, sagði Ranka og hló. — Líklega héldum við þá að þeir væru eitthvað undarlegir í kollinum. — Við systurnar heima göngum alltaf hversdagslega í annað hvort hnébuxum eða síðbuxum. Þið ættuð bara að vita, hvað það er miklu betra en að vera í þessum hálfsíðu pilsum, sem alltaf þvælast fyrir, Þegar maður hleypur eða er að flýta sér, sagði Dísa. — Þú ættir bara að reyna það, Þóra. Það væri mun þægilegra við fjósverkin. Það var kominn kynlegur glampi í augu Dísu. — Hún er svolítið stríðin, hugsaði Ranka, — Þó hún sé viðkvæm í aðra röndina. Gott hjá henni að lát-sig ekki fyrr en í fulla hnefana. — Ég? Nei, sagði Þóra fastmælt. — Mér finnst þetta ókvenlegur klæðnaður og ég kann ekki við þig svona, góða mín. Frú Herborg virti Dísu fyrir sér. — En þú átt þó önnur föt? sagði hún spyrjandi. — Já, já, en ég er bara í þeim, þegar ég er ekki að vinna og svo á ég líka falleg peysuföt, sem amma gaf mér fer- mingarvorið mitt og þau eru enn mátuleg, því ég hef ekkert stækkað síðan. — Já, sagði frúin hugsandi. — Ég verð að segja, að mér finnst þessi búningur fara þér óvenjuvel og mín vegna máttu klæða þig eins og þér þykir best og hentugast. þér þykir best og hentugast. Þrúða hallaði undir flatt og athugaði Dísu frá öllum hliðum. — Já, sagði hún loksins. — Mamma, má ég ekki sauma mér svona buxur líka? Gott væri nú að hlaupa í þeim kring um féð og vinna í þeim við heyskapinn. — Ég held að það sé mjög þægilegt að vinna hvaða verk sem er í þessum búningi, sagði Ranka ákveðin — og svo er hann klæðilegur þrátt fyrir allt, en Dísa er nú svo vel vaxin. Frúin samþykkti að dóttir hennar mætti sauma sér buxur, og Ranka kvaðst að minnsta kosti treysta sér til að sníða þær svo vel færi. Framh í næsta blaði. Verkhyggin tófa Grenjaskytta hefur sagt Lárusi í Grímstungu eftirfarandi sögu af verkhyggni lágfótu. Hann kom þar að greni þar sem hræ og skinnsneplar af lömbum voru. Þá sér hann hvar annað dýrið kemur með álftaregg í kjaftinum. En af því það gat ekki haft það uppí í kjaftinum, hafði dýrið tekið á það ráð að vefja utan um það lambsskinnssnepli, eins konar skjóðu, sem það lokaði með kjaftinum. Grenjaskytta sagðist vita það fyrir víst að dýrið hefði farið frá greninu með þennan skinnsnepil til að bera eggið í. * Spyr sá sem ekki veit? Einhverntíma var það að Eðvald sonur Sæmundsen kaupmanns á Blönduósi spyr Jósep á Hjallalandi að því, hvern hann héldi mesta hrossakónginn í Húnavatnssýslu. Eðvald þessi hafði mjög gaman af hrossum og átti talsvert af þeim. Jósep svarar: „O, líttu í spegil.“ - Menn höfðu oft gaman af tilsvörum Jóseps. (Eftir frásögn Lárusar í Grímstungu). Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.