Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 6

Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 6
Nýtt ár er hafið Nýtt ár er hafið, hinn síendurtekni atburður í tilveru heims vors. Enn einu sinni stöldrum vér við á stund tímamótanna og skyggnumst um, j enda þótt sjón vor nái skammt. Engum heilskyggnum manni dylst j þó, að margt uggvænlegt er nú í heimi vorum, og skýjabólstrarnir fyrirferð- armeiri en sólskinsblettirnir. Þetta er í að vísu engin ný saga. Ef enn væri í j tísku að yrkja, heimsósóma og aldar- j hætti, er hætt við að slíkur kveðskapur mundi fylla stórar bækur um þessi j áramót. Utan úr löndum berast fregnir um harðnandi deilur milli þjóða, árásir og hermdarverk af ýmsu tagi, og lítið virðist vinnast á um að tryggja sjálf- sögðustu mannréttindi. íhlutun stór- veldanna um annarra mál er opin- berari en um mörg undanfarin ár, og ekki hlífst við að beita hernaðarað- gerðum fyrir opnum tjöldum. Vér horfum á slíkt furðu rólegir. Það er líkast því sem engum detti í hug að keimlíkir atburðir gætu gerst hér og t.d. austur í Afghanistan. Harðsnúinn flokkur manna kallaði landagráðugt stórveldi sér til hjálpar til að ná undirtökunum í þjóðfélaginu, og það sendi einn eða tvo flugvélafarma með hermönnum og hergögnum til að brjóta undir sig landið og tilkynnti umheiminum að þetta væri gert „að ósk þjóðarinnar“. Svipaðir atburðir gerast í sífellu fyrir hálfluktum augum vorum. Margir virðast enn vera haldnir hinni gömlu hlutleysisglýju, enda þótt vér vitum, að allar slíkar yfirlýsingar eru jafnhaldlausar og gauðrifnir fatagarmar í hörkustór- hríð. Og sumir trúa því jafnvel enn að vér séum friðhelgir sakir smæðar vorrar og einsemdar. En því miður er sá tími löngu liðinn, sem Guðmundur á Sandi kvað um „Vér erum sælir út við ís, að eiga hæli í friði“. Vér erum fyrir áratugum saman komnir inn í alþjóðahringiðu, sem vér sleppum ekki út úr. Vér hljótum að dansa með öðrum þjóðum og getum ekki hlaupið út úr hringnum og sagst vilja vera einir, en hver mundi hlusta á slíkt í þeirri refskák sem tefld er í heiminum. Vér hljótum því að spyrja, gerum vér það sem í voru valdi stendur til þess að halda höfði upp úr straumkastinu? Því miður verðum vér að neita að svo sé, ef athuguð er framvinda mála hin síðustu ár. Vér verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að vér getum ekki staðið einir og óstuddir, en verðum að leita stuðnings þeirra aðila og þjóða, sem oss eru skyldastar og ætla má að virði að einhverju leyti viðhorf vor og skoðanir. Verðbólga er orðið, sem oftast kveður nú við í eyrum vorum og ekki þarf að fara lengra en í næstu sölubúð til að sannfærast um að hér er ekki aðeins um orð að ræða heldur blá- kaldan veruleikann. Létta krónan okkar í dag er orðin enn léttari á morgun. Ef marka má ummæli blaða og stjórnmálamanna, verður ekki annað séð en öllum sé þetta ljóst, og þeir lýsa því hátíðlega yfir að þeir vilji kveða drauginn niður. En hann magnast með degi hverjum rétt eins og Þor- geirsboli gerði, ef hann fékk sleikt í sig mannsblóð. En vér öll, sem stöndum utan landsmálaþvargsins, spyrjum: Hversvegna er ekkert gert? Svarið er nærtækara en ætla mætti, og aðalorsök aðgerðaleysisins er viljaskortur og sundurlyndi þeirra, sem með völdin fara. Það er ekki fá- mennur hópur, sem hingað til hefir grætt á verðbólgunni, og hann vill ekki rýra sinn hlut og treystir á áframhaldandi gróða á kostnað allra hinna. Sá hópur ýtir undir meiri eyðslu, þótt ljóst sé, að einn megin bölvaldurinn er, að þjóðin hefir lifað um efni fram og gerir enn. Margt er talað um þrýstihópa, sem sakir að- stöðu sinnar fá knúið fram ýmsar sér- kröfur án tillits til, hvað hentar þjóð- félaginu. Vér sjáum og heyrum til margra þeirra og erum sammála þeim eða ósammála eftir atvikum. En vér getum hvorki eygt né farið höndum um þann hópinn, sem ef til vill er áhrifamestur, þótt hann sé kannske ekki fjölmennastur, en það eru allir þeir sem halda við verðbólgunni og vilja ekki annað í von um stundar- hagnað. Meðlimi þessa hóps er að finna á hinum ólíklegustu stöðum, jafnvel inni í sjálfu Alþingi, allt um fagurgalann og stóryrðin í nýlokinni kosningabaráttu. En setjum nú svo, að hópur þessi sé ekki jafngeigvænlega stór, og manni oft virðist, og vilji væri fyrir hendi til að gera eitthvað, þá kemur annað afl til sögunnar enn rótgrónara, sund- urlyndið. Það er sá fjandi, sem þjakað hefir þjóð vora allt frá fyrstu tíð. Um það ber saga vor ljósast vitni. Hvað er meira til frásagna í vorum ágætu fornbókmenntum en deilur og aftur deilur. Oft er vitnað til Sturlungaald- ar. Þar varð sundurlyndið, hags- munastreitan og öfundin örlagarik- ustu öflin, sem réðu úrslitum um frelsi þjóðarinnar. Enginn gat hlýtt öðrum né viðurkennt vald hans. Þeg- ar svo versnandi þjóðarhagur og illt ástand atvinnuveganna kom til og Framhald á bls. 27 2 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.