Heima er bezt - 01.01.1980, Page 8
Séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup
Séra pétur sigurgeirsson vígslubiskup er
prestur á Akureyri með aukaþjónustu í Grímsey. Heima
er bezt óskaði eftir viðtali við séra Pétur og varð hann vel
við þeirri beiðni. Ég heimsótti hann á fagurt heimili hans
við Hamarstíg og átti við hann fróðlegt og skemmtilegt
samtal.
Séra Pétur hefur verið lengst presta á Akureyri, í nær 33
ár, og þeir sem þekkja hann vita að hjá honum situr gleðin
í fyrirrúmi, en samtímis er hann hugulsamur og næmur
huggari í sorg. Þessa kosti hefur séra Pétri tekist að sam-
eina á þann hátt sem honum er lagið.
Séra Pétur Sigurgeirsson er kvæntur Sólveigu Ásgeirs-
dóttur, dótturdóttur séra Matthíasar Eggertssonar og eiga
þau fjögur börn:
Pétur, sem er við framhaldsnám í þjóðfélagsfræði í
Lundi, kvæntur Þuríði Jónu Gunnlaugsdóttur.
Guðrún, skrifstofustúlka.
Kristín, trúlofuð Hilmari Karlssyni lyfjafræðingi.
Sólveig, gift Borgþóri Kjærnested fréttastjóra.
Prestshjónin eiga fjögur barnabörn.
I.
Foreldrar mínir voru Sigurgeir Sigurðsson frá Eyrarbakka
og Guðrún Pétursdóttir frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi.
Faðir minn var prestur á ísafirði, og höfðu foreldrar mínir
flust til ísafjarðar undir lok fyrri heimsstyrjaldar og voru
þá alls ókunnug þar. Má öruggt telja að stórkostleg
breyting hafi það verið fyrir þau að flytja af láglendinu
fyrir sunnan og vestur í hamra girta firði. Ég fæddist 2.
júní 1919 þarna á ísafirði, undir bröttum hlíðum Eyrar-
fjalls, i Sjónarhæð sem stendur ofanvert við kaupstaðinn.
Á Isafirði óíst ég upp, og fór ekki þaðan fyrr en mennta-
skólaganga mín hófst árið 1936. Ég var í Menntaskólan-
um á Akureyri þangað til faðir minn varð biskup, árið
1939, en þá fluttust foreldrar mínir til Reykjavíkur. Ég fór
því einnig suður og lauk við menntaskólanámið í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Eins og öllum ætti að vera kunnugt um þá var ísland
hemumið árið 1940. Við stóðum í miðjum upplestri í
menntaskólanum þegar við heyrðum mikinn gný í lofti,
og er við litum út um gluggann sáum við flugvélaflokk
fljúga yfir. Fljótt varð ljóst hvað um var að vera, þegar
hermenn tóku að marsera um götur höfuðborgarinnar. Ég
hljóp niður i bæ, og er ég kom niður í Túngötu, sé ég hvar
verið er að handtaka þýska ræðismanninn. Var hann
leiddur niður tröppurnar á húsinu og útí bifreið, en fáeinir
íslendingar höfðu þá safnast þarsaman til að fylgjast með
atburðunum.
Góður vinur fjölskyldunnar, séra Árni Sigurðsson frí-
kirkjuprestur sagði okkur seinna að nóttina fyrir her-
námið, hefði hann dreymt naut í flagi alla nóttina.
Stríðið gekk sinn gang og hafði ekki mikil áhrif á líf
4 Heima er bezl