Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 10

Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 10
Að lokinni hjónavígslu Sólveigar Ásgeirsdóttur og séra Péturs Sigurgeirssonar í Akureyrarkirkju 3. ágúst 1948. skipsins og hélt Dettifoss einn yfir hafið. Gekk sú ferð vel og stórtíðindalaust. í Bandaríkjunum fór ég í lúterskan prestaskóla í Phila- delfíu, Mt. Airy, og var ég þar allan næsta vetur. Þar voru á annað hundrað guðfræðinemar, og meðal þeirra einn Vestur-íslendingur sem heitir Eric Sigmar. Reyndist hann mín hjálparhella og vinur. Meðan á náminu stóð kom að máli við mig sendiráðs- fulltrúi íslenska sendiráðsins í Bandaríkjunum, Helgi P. Briem, og ræddi hann við mig um að margir íslendingar væru í Bandaríkjunum nú vegna styrjaldarinnar. Spurði hann mig hvort ég vildi flytja guðsþjónustur fyrir þessa landa mína í New York. Varð það að ráði, að ég flutti predikanir og bænir mánaðarlega í New York, nánar til- tekið „Trininty-church“ í Central Park. Þegar skólavistinni lauk fór ég til byggða Vestur-ís- lendinga í Manitoba, en þar var þá prestur séra Valdimar Eyland. Starfaði ég við kirkjuna þar um sumarið og þarna skírði ég fyrsta barnið, þótt óvígður væri. Næsta vetur fór ég í Stanford-háskólann í Kaliforníu, og lærði þar biblíufræði. Kennarinn minn var kvekari, en það er trúflokkur sem á rætur sínar að rekja til Englands. Samkomur þeirra eru með þeim hætti, að söfnuðurinn situr hljóður og enginn flytur predikun, nema þá að ein- hver hafi eitthvað sérstakt að segja. Stendur þá sá hinn sami upp og talar. Samkomurnar hjá þeim geta því orðið þannig að enginn talar, eða jafnvel margir. f Stanford sótti ég einnig námskeið í blaðamennsku, og eru mér ofarlega í huga einkunnarorð skólans sem stóðu ofan við aðaldyr hans: „Get it first — but first get it right.“ Vertu fyrstur — en hafðu það fyrst rétt. Ameríkudvöl minni lauk snemma á árinu 1946. Þegar heim kom starfaði ég í eitt ár við Kirkjublaðið, sem faðir minn hafði stofnað 1943. Einn góðan veðurdag kemur símskeyti frá séra Friðriki Rafnar. Hann var þá einn prestur á Akureyri, og hafði skyndilega orðið veikur. Vildi hann fá mig norður sem aðstoðarprest. Og þar með voru örlög mín ráðin. Ég var vígður 23. febrúar 1947 í Reykjavík og viku siðar var ég kominn hingað til Akureyrar. II. — Þá erum við komrxir til Akureyrar. Þekktir þú ein- hverja í bœnum þegar þú komst hingað nývígður? — Já, ég þekkti nú nokkuð marga hér, frá veru minni í Menntaskólanum. Strax sama dag og ég kom var mér sagt að fólk biði hjónavígslu og urðu mín fyrstu prestsverk á Akureyri, að gefa þau saman. Þetta voru tvenn hjón, Lýður Sigtryggs- son og Klara Strand, og Kári Hermannsson og Hólm- fríður Ellertsdóttir. — Ogþá er það fyrsta messan? — Ég var náttúrlega taugaóstyrkur. Messan byrjaði á því að Brynleifur Tobíasson las upp skipunarbréf biskups. Mér er það vel minnisstætt, er við stóðum þarna hlið við hlið í kórdyrum. Ég lagði út af textanum þegar Jesú lækna dóttur kanversku konunnar. Mig minnir að ég hafi fjallað þannig um efnið, að maður verði að sýna þolin- mæði þó eitthvað bjáti á og gefist ekki upp, enda var kanverska konan þar mikið fordæmi. Ég er svo aðstoðarprestur með séra Friðriki Rafnar í eitt ár, en þá er Akureyri gert að tvímenningsprestakalli. Ég sótti einn um lausu stöðuna, fékk hana og var löglega kosinn. — Ertu hlynntur prestskosningum? Prestskosningar hafa marga galla, svo að það verður að gera breytingar þar á. Kirkjuþing hefur afgreitt frumvarp kirkjumálaráðherra, sem gengur út á það, að svokallaðir kjörmenn, greiði atkvæði um umsækjendurna. Ef að kjörmenn verða sammála, telst kosningin lögleg, en ef þeir verða ósammála er málinu vísað til prófasts, biskups og ráðherra. Einnig er gert ráð fyrir því að ef ákveðinn hluti safnaðarins fer fram á kosningu þá verði að fram- kvæma hana. -— Þú ert einnig prestur Grimseyinga? — Já. Áður hafði Ólafsfjarðarpresturinn þessa auka- þjónustu með höndum, en árið 1953 baðst hann undan henni, og var ég þá beðinn að taka við. Það gerði ég. Ég fer að jafnaði einu sinni á ársfjórðungi út í eyjuna, messa og hef sunnudagaskóla með börnunum. 6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.