Heima er bezt - 01.01.1980, Side 11

Heima er bezt - 01.01.1980, Side 11
/ biskupsheimilinu að Gimli í Reykjavík að lokinni skirnarathöfn 2. ágúst, 1950. Sigurgeir Sigurðsson biskup skírir fyrsta barna- barn sitt, Pétur Pétursson, á sextugsafmcelisdegi sínum. Hœgra megin viðfrú Sólveigu situr Guðný Guðmundsdóttir amma hennar og vinstra megin við séra Pétur er móðir hans frú Guðrún Péturs- dóttir. Fjölskyldan í Hamarstíg 24 Akureyri frá þeim árum er öll fjögur börn prestshjónanna voru í barnaskóla. Pétur situr á milli foreldra sinna. Að baki honum standa systurnar þrjár. Talið frá vinstri: Kristin, Guðrún og Sólveig. Kristján Pétur Hilmarsson (á öðru ári) að greiða frœnku sinni Sólveigu Fríðu Kjœrnested (7márt.). Yngsta barnabarnið fœddist í Svíþjóð í vetur. Sólveig Ásgeirsdóttir í ballet-skóla, (yngsti nemandinn í skólan- um). — Hvað er hlutverk prestsins, fyrir utan messutímann ? — Prestsstarfið er fyrst og fremst þjónusta og boðun. Boðun orðsins er brýnt verkefni við hinar ólíkustu að- stæður. Það eru svo misjafnar aðstæður fólks, og það þarf á svo ólíkri meðhöndlun að halda. Við verðum ætíð að leggja okkur fram í því að bæta, laga, gleðja og hugga. Það eru alltaf einhverjir sem eiga í erfiðleikum, og það er okkar hlutverk að hjálpa því fólki. Annars get ég fullyrt það að eitt fremur öðru á sök á erfiðleikunum og það er áfengið. Ég hef séð margt hryllilegt bölið, sem er af þess völdum. Eitt mikilvægasta hlutverk prestsins er að vera huggari, sálusorgari. Allt frá því fólk kemur til hans og tilkynnir andlát, þá gengur hann í gegnum sorgina með því, og ég verð að segja það, að jarðarfararmessan er fólki yfirleitt mjög mikil huggun. Annars er það oft á tíðum aðdáunar- vert hvað fólk ber sorgina af miklum hetjuskap. — Hvað viltu segja um þá, sem kalla sig trúlausa? — í einstaka tilfellum er þetta rétt, en í einlægni sagt þá trúi ég nú ekki alltaf þvílíkum yfirlýsingum. Það kemur t.d. fyrir að í kirkjuna kemur maður, sem segist vera al- Heima er bezt 7

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.