Heima er bezt - 01.01.1980, Blaðsíða 12
Meðsöfnuðinum i Grímsey að lokinnifermingu í Miðgarðakirkju.
gjörlega trúlaus, en þó finn ég það svo vel, þegar hann er í
kirkju t.d. við jarðarför, að trú hans leynist ekki hvað sem
hann segir.
— Hvað finnst þér almennt um ástandþjóðfélagsins?
— Mér finnst það ískyggileg þróun hve margt gengur
út á að draga fram hið neikvæða í manninum. í listum og
bókmenntum er maðurinn dreginn niður í svaðið, í stað
þess að leiða hann upp á við. Sama má segja um efnisval
fjölmiðla, og er hægt að segja það sama um þá og Hall-
grímur kvað á sínum tíma: „Það er frétta fljótast, sem í
frásögn er ljótast.“
— Eru starfshœttir kirkjunnar steinrunnir?
— Kirkjan þarf að vissu marki að vera íhaldssöm. Ef of
miklar breytingar yrðu gerðar þá gæti það kostað lausung
og upplausn. Kirkjan hefur á seinni árum gert stórátak í
því að framkvæma hugsjónir sínar með nýjungum í starfi.
Það þykir öllum sjálfsagður hlutur að Hjálparstofnun
kirkjunnar starfi, en það er ekki svo langt síðan hún kom
til sögunnar.
— Þú hefur gengið á fundpáfa?
— Já, árið 1972 fórum við hjónin til Ítalíu. Við kynnt-
umst þar kaþólskum presti, föður Setzer, Við höfðum hug
á að hlusta á Pál páfa 6. á fundi sem hann heldur oft með
ýmsum hópum, oft mörg þúsund manns. Setzer hafði
samband við Vatikanið, og sagði að við yrðum að bíða í
tvo daga eftir svari. Eftir tvo daga kemur sendimaður frá
Vatikaninu á hótelið, þar sem við bjuggum, með bréf. Þar
eð það var á ítölsku skildum við ekkert hvað stóð í bréfinu.
Ég bað því séra Setzer að þýða það. Hann tók bréfið, las
það yfir og segir síðan:
„Ja hérna, séra Pétur! Þess er óskað að þið hjónin
gangið persónulega fyrir páfa. Hann vill fá að ræða við
ykkur.“
Ég var þessu alls óviðbúinn.
Sólveig Jóna Pétursdóttir (5 ára), elsta barnabarnið.
Séra Pétur vigslubiskup á Hólum í Hjaltadal s.l. sumar á nám-
skeiði kirkjunnar með leikmönnum 6.-8. júlí.
8 Heima er beil