Heima er bezt - 01.01.1980, Side 14

Heima er bezt - 01.01.1980, Side 14
Prestshjónin hjá kirkjutröppunum. Birgir fer inn að altarinu og byrjar messuna. Á meðan bíð ég í skrúðhúsinu, og reyni að hugsa um ræðuna, og sú stund nálgast að ég verð að fara fram og flytja predikun- ina. Dettur mér þá í hug setning úr Davíðssálmum: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Ég ákvað að leggja út af þessum texta. Það var eins og mér væri gefið hvað ég átti að segja, en erfitt var að vera bæði blaðlaus og óundirbúinn. — Aður fyrr gegndu prestsfrúrnar stórum hlutverkum. Er það enn svo ? — Heimilið er prestinum ómetanlegt og kona prestsins gegnir tvímælalaust hlutverki aðstoðarprests. Hún fylgist með starfinu, svarar í símann, talar við fólk o.s.frv. Kona mín er Sólveig Ásgeirsdóttir. Hún hefur stutt mig með ráð og dáð. Við giftumst í Akureyrarkirkju 3. ágúst 1948. — Hvernig er samstarf ykkar séra Birgis? — Samvinna okkar er mjög traust og góð, þrátt fyrir það að tvimenningsprestaköll hafa ýmsa vankanta bæði að því er snertir prestana og sóknarbömin. Við höfum tilfinningar eins og annað fólk. Eins kann það að vera með sóknarbörn okkar, að þeim þykir erfitt að þurfa að gera upp á milli okkar. Ég hef reynt hvort tveggja, bæði verið ungi og „gamli“ presturinn. (Ég ætla samt að biðja þig að hafa orðið „gamli“ innan gæsalappa!!). Við séra Birgir erum alltaf fúsir til samstarfs. Við færum báðir kirkju- bækur, þannig að við látum hvorn annan vita hvaða prestsverk við framkvæmum hvor um sig. — Hvað felst íþví að vera vígslubiskup? — Vígslubiskupsembættin voru fyrst skipuð árið 1910, og var á sínum tíma hugsaó sem bráðabirgðalausn, en hefur haldist til dagsins í dag. Tillaga kom fram um það að endurvekja gömlu biskupsdæmin, en það naut ekki stuðnings Alþingis, svo þetta varð málamiðlun. Við vígslubiskuparnir erum tveir og getum vígt presta og kirkjur, ef okkur er það falið af biskupi landsins. — Hefur þér líkað prestsstarfið vel? — Já. Ég er búinn að vera prestur það lengi, að ég hef fengið af þvi nokkra reynslu, og ég fagna því að forsjónin leiddi mig til þessara starfa. I byrjun hefur það örugglega ráðið miklu um að ég gerðist prestur, að faðir minn var í þjónustu kirkjunnar, prestur og síðar biskup. Ég fann hve mikla ánægju hann hafði af starfinu. Auðvitað kennir oft sársauka yfir því að geta ekki gert betur, en þeim mun meiri er gleðin þegar sjáanlegur árangur næst. Maður er alltaf að sá, án þess þó að vita hvort eitthvað kemur upp, eða hvernig það verður. Þegar ég hóf nám í Guðfræðideildinni var mér gefin biblía, og í hana skrifaði ég þessi orð: Leitið fyrst guðsríkis og þess réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Þetta er setning úr fjallræðunni (Matt 6. 23) og eftir þess- um orðum hef ég reynt að starfa. □ Hjá íslenska Faðir vorinu i Pater Noster-kirkjunni á Olíufjallinu. Taflan er hönnuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri og gáfu þau hjónin hana til klausturkirkjunnar, 1978, og er hún við innganginn. 10 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.