Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 15
JÓN KR. KRISTJÁNSSON, VlÐIVÖLLUM: Svipmyndir Það er morgunn í júní á öðrum tug tuttugustu aldar. Ungur bóndi og tíu ára sveinn ríða hratt melana neðan við Skóga og ofan í gilið, þar sem Fnjóskáin byltist í sumarvexti undir nýreista bogabrú við norðurmörk Vaglaskógar. Þeir reka dálítinn hrossahóp, flest ungviði, á leið til afréttar. Á undan rennur stór, dökkjörp hryssa, og sonur hennar veturgamall, háfættur og svipmikill. Þegar á brúna kemur taka ótömdu hrossin kipp við hið dumba holhljóð undir fótum, en gamla Jörp hleypur léttstíg og örugg austur af brúarbog- anum og sveiflar sér á undan hópnum inn á mjúka moldargötuna, er liggur suður skóginn í brekkurótum skammt frá ánni. Jörp er gæðagripur og leiðin henni geðþekk og gamalkunn. Hún reisir höfuðið og þylur veginn án ótta eða hiks. Léttfeti, sonurinn hennar, fylgir fast eftir. Ungi bóndinn rennir hýrum augum til þessa eftirlætis síns. Ef til vill býr honum líkt í huga og Jóni Þorsteinssyni á Arnarvatni, er hann kvað um draumafákinn sinn: „Enginn veit hvort verður ber vísirinn, sem við fundum. En gaman er að gera sér góðar vonir stundum.“ Drengurinn hefur hugann við ann- að. Þetta er í fyrsta sinn, sem hann kemur í Vaglaskóg á vormorgni og honum opnast nýr heimur. Skógar- loftið, höfugt og ilmi þrungið, fyllir vit hans. Við hvert fótmál breytist um- í tilefni afári trésins -1980 askó hverfið. Engin tvö tré eru eins, eða standa í sömu afstöðu til hins næsta. Síkvik fjölbreytnin orkar á ímyndun- araflið og kallar fram nýjar sýnir í huga hans, líkt og þegar hann las kynjamyndir úr kvistum baðstofu- súðarinnar heima, frostrósum á gluggarúðu, eða léttum flókum Maríutásunnar á bláum sumarhimni. Hljóð berast að eyrum: Þungur niður árinnar, sem öðru hverju grisjar í gegnum skógarþykknið á hægri hönd, og annarlegt hljóð götunnar við hófaslátt hestanna. Loftið titrar um stofnana og greinar, þótt logn virðist ríkja við jörðu. Ný undur birtast: Morgunsólin hefur enn aðeins náð að breiðast yfir vesturhlíð dalsins, fyrst heiðarbrúnina og síðan æ neðar og neðar. Allt í einu nær hún að flæða yfir skóginn í aust- urhlíð. Og þá er eins og hann vakni. Þúsundir radda kveða við með ótrú- lega margbreytilegum tóntegundum og tilbrigðum. Það brestur í kvistum og þýtur í laufi, þegar fuglar fljúga milli greina, eða smjúga gegnum limið á leið að og frá hreiðri og ungum. Skógarbotninn tekur einnig breyt- ingum. Þetta mjúka flos: gisnar, hávaxnar grastegundir, slungnar blá- gresi, sóleyjum og hrútaberjalyngi glitra nú í dögg, þegar geislar ná alla leið til jarðar. Gróðurteppið á skóg- arbotninum lítur út eins og glitofin voð. Skuggarnir milli sólskinsblett- anna sýnast dökkgrænir, en blað- mjúkur nýgræðingurinn fær á sig annarlegan blæ í daggagliti morgun- ljómans. „Við rósailm í innstu skógarleynum er eilíf kyrrð, þar drottnar heilög ró. þótt andi svalt og bára brotni á steinum ei bærist lauf né grein í Heiðaskóg .. Þannig komst Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum að orði í þýðingu. En hásumardýrðin birtist í fleiri myndum: „Gegnum vorsins grænu skóga geystumst við á hvítum hest- um“, kvað Davíð Stefánsson. Frá- sögnin var staðreynd. Um áratugi hefur Vaglaskógur verið leikvangur og unaðsreitur glað- værra sumargesta, — einnig var og helgilundur þeim, er leita hans í ein- semd, eða ef saman liggja tveggja spor. Yfirbragð hans er að sjálfsögðu breytilegt: heiðir, kyrrlátir dagar með sólglit á blaktandi laufum í sunnan- blæ, eða það syrtir að, þögnin verður alger og regntár falla — fyrst eitt og eitt. „En svo, þegar sumri hallar þá sígur á rökkrið hljótt, og Kolbrún himnanna kemur, hin kyrrláta, dökka nótt.“ Þannig kvað séra Helgi Sveinsson. Heima er bezl 11

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.