Heima er bezt - 01.01.1980, Page 20
GÍSLI HÖGNASON, LÆK:
Bændaför
til írlands
13.-23. júní 1978
Fyrsti dagur í Dublin
(9. þáttur)
í dag gefa fararstjórarnir lausan taum
og heimilt er að verja deginum að
eigin ósk. Þeir sem árrisulir eru ganga
niður að höfn og næsta nágrenni.
Hótel Royal Marine stendur á horni
Marinegötu að norðan en Drottning-
argötu að austan, strandgötu, er liggur
til norðurs í átt til miðborgar Dublin,
um 8 km leið. Milli Drottningargötu
og hótelsins er stór og fagur garður,
Moran Park, sem mun vera jafngam-
all hótelinu, því á hliðinu stendur ár-
talið 1864. Garðurinn laðar til sín
gesti, með trjám og blómaskrauti,
klapparhæð, lítilli tjörn og lindahjali.
Við norður horn garðsins ofan
Drottningargötu, rís há granítsúla á
stórum kletti. Undirstaða súlunnar
var þó all sérstæð, fjórar granítkúlur
mjög stórar, ein undir hverju hórni
styttunnar, en efst á henni var kóróna.
Á þennan bergrisa var greypt ártalið
1823.
Hæðin sem hótelið stendur austan
við, er all brött. Skagar í sjó fram og
endar á klettabrúnum, sem um eru
lagðar tröppur, göngubrautir og ak-
vegur að hafnarsvæðinu. Hvar sem
rót getur tá tyllt, er blómskrúð og tré.
Beggja vegna þessa bogadregna
tanga, sem höfnin liggur að, liggja
hafnargarðar í sjó fram, sveigjast í
stórum boga hver að öðrum og mynda
hafnarmynni að austan. Sagt er að
aðal þungavöruflutningar Dublin
City fari um þessa höfn og svo hafi
verið um langan aldur.
Þennan morgun, 19. júní, mátti sjá
þar skip af ýmsum stærðum og gerð-
um, allt frá fiskibátum, ferjum til
fólksflutninga og stórra kaupfara. Þó
höfnin sé fögur vakti það enn meiri
athygli hvað hún var hrein. Hvergi
sást „stuf né hrukka,“ hvorki í höfn-
inni sjálfri né fjörunni umhverfis
hana. Báran lék sér í fjörunni, við
rauðgulan sandinn, ótrufluð af að-
skotahlutum. Enginn sást vargfugl á
vakki, sem var íslendingum einstakt
fyrirbæri. Þeir sáust frekar að húsa-
baki umhverfis ruslatunnur og virtust
vannærðir.
Dublinarborg stendur við sam-
nefndan flóa, sem einn fararstjórinn
kallar svarta laufið. Dublinarflói af-
markast af tveim hæðum, er ganga í
sjó fram. Dalkey, sunnan Dun Laog-
haire, en að norðan Howth, er gengur |
í sjó fram og sveigir til suðurs austan
Clontarf. Milli höfðanna munu vera
12-13 kílómetrar, bein sjólína. Fremst j
á Howth eru raforkuverk, þar sem j
mór eða kol er hreyfiaflið. Úr háum
reykháfum sér maður bláan móreyk- I
inn lyppast upp og liðast um bláan
himinn. Norðanvert um Dublin, fell-
ur áin Liffey í „Svörtu vögguna“, í
gegnum nyrðri höfn borgarinnar. Frá
16 Heima er bezl