Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 28

Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 28
GLÚMUR HÓLMGEIRSSON, VALLAKOTI: Sumarvinna árið 1911 Nú þegar ég er að mestu dottinn út úr amstri hins daglega strits og hefi lítið við að vera nema virða fyrir mér framvindu nútímans og stefnur hans til framfara eða tortímingar, þá verð- ur mér líka oft á að horfa til baka, og rifja upp sitthvað frá liðnum tíma. Nú dettur mér í hug að rifja upp 67 ára gamla ferðasögu sem tók nokkuð langan tíma þótt ekki væri farið svo ýkja langt, eftir nútíma skynjun á vegalengdir, en þótti þá nokkuð langt. Það var árið 1911 líklega í júlí, að Jón Þorláksson, þáverandi vegamála- stjóri kom á heimili mitt, og kvaðst vilja fá mig með sér, hann væri að fara vestur í Skagafjörð og Húnavatns- sýslu og mæla fyrir vegum þar. Hann væri að fara inn í Eyjafjörð, og ég skyldi koma á eftir sér. Ég hafði verið áður við mælingar fyrir veginum frá Húsavík með honum og öðrum verk- fræðingum. En þarna varð ofurlítill misskiln- ingur á milli okkar Jóns, svo ferðalag mitt varð öðruvísi í byrjun en Jón ætlaðist til. Ég tók það þannig að ég ætti að mæta honum á Sauðárkróki, og hagaði mér eftir því, en Jón ætlað- ist til að ég hitti sig á Akureyri. Ekkert man ég eftir ferðinni til Ak- ureyrar, enda sjálfsagt ekkert um hana að segja, mér hefur verið fylgt á hestum. Samkvæmt ætlan minni að ég ætti að mæta Jóni á Sauðárkróki, spurði ég ekkert eftir honum á Akur- eyri, en fór strax að leita eftir ferðum til Sauðárkróks og frétti strax að Jör- undur lítill flóabátur ætti að leggja af stað vestur á hafnir, þá um kvöldið. Þá var það fengið og ég hafði mig um borð í bátinn. Ég hafði aldrei á sjó komið og vissi ekkert hvernig ég þyldi slíkt ferðalag, en hafði þó litlar áhyggjur af því. Var nú lagt af stað, og fyrsti viðkomustaður Dalvík. Sá ég þar upp að bogadreginni sandströnd með nokkrum húsum, og fjær upp í Svarfaðardalinn. Þegar farið var frá Dalvík fannst mér kominn háttatími, og þó ég muni nú lítið hvernig Jör- undur var, man ég þó að rúm fékk ég og sofnaði strax og varð ekkert var við viðkomu á Ólafsfirði og vaknaði ekki fyrr en á Siglufirði þar sem Jörundur lá við bryggju, í glampandi sólskini og blíðviðri. Ekki fór ég neitt í land, því Jörundur lagði fljótlega af stað, en reyndi að renna augum um umhverf- ið, og man nú best eftir Hvanneyrar- skál og prestsetrinu Hvanneyri. Stafalogn var og sólskin þegar siglt var út Siglufjörð og beygt vestur til Skagafjarðar, stóð ég þá uppi og undraðist að sjá á annars sléttum haf- fletinum, kpma sígandi á móti skipinu eins og allvæna heiðarása með dölum á milli. Jörundur lyfti sér mjúklega upp þessa ása og seig svo niður í dal- ina aftur án þess að menn yrðu þess varir og sólin glampaði fagurlega á þessi breiðu bök rólegrar úthafsöld- unnar í góðviðrinu. Og nú fór hinn breiði og fagri faðmur Skagafjarðar að opnast. Þórðarhöfði og Málmey til vinstri, til hægri Skagatáin sem varla sást. Drangey nokkuð inn með að vestan, litlu innar rís Tindastóll og mænir yfir fjöll vestan fjarðar, en að austan virtist samfelldur garður stórfjalla og fyrir miðju héraði rís Mælifellshnjúkur líkt og altaristafla yfir miðju þessu mikla héraði. Nú sigldi Jörundur í rólegheitum inn með austurlandinu, og átti að koma á Grafarós og Hofsós, og komið var að kvöldi þegar komið var á Sauðárkrók og þessari fyrstu sjóferð minni lokið, sem verið hafði hæg. Þegar til Sauðárkróks kom varð ljóst að enginn Jón Þorláksson var þar kominn; var því sá kostur einn að setjast þar að á Hótel Tindastóli og bíða þess að Jón birtist, minnir mig að ég biði þarna 2-3 daga. Þegar Jón kom varð ljós misskilningur sá er verið hafði með ferðalagið. Sauðárkrókur var ekki stór í sniðum þá, ekki nema nokkur hús undir brekkunni, þá voru þar nokkrar verslanir, og það, sem mér þótti merkilegast að þar var skrautmunabúð, sem mér virtist ekk- ert standa að baki samskonar búða á Akureyri. Minnist ekki að hafa orðið var við kaupfélagsstarfsemi þar, þó var kaupfélag stofnað þar 1889. Ekki bar mikið til tíðinda þessa daga, sem ég beið á Tindastóli. Þó kom þar ungur snaggaralegur Seyðfirðingur. Virtist mér hann vita vel hver hann væri, og mundi þurfa nokkuð til að hann teldi viðmælenda sér jafnan. Þá 20 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.