Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 29
voru uppi miklar pólitískar væringar, sem fylgdu í kjölfar hins mikla kosningasigurs frumvarpsandstæð- inga 1908, og sem svo báru ekki gæfu til að vinna saman. Af einhverjum ástæðum sem ég man ekki hverjar voru, lenti í orðahnippingum milli okkar, og sjálfsagt báðir dæmt hinn fákænan ofstopamann. Mig minnir helst að það væri þarna og í sama sinn, sem komst upp um peningafals- ara. Hann hafði ljósmyndað peninga- seðla, en hafði ekki betra efni en það í þessa seðla sína að hann þurfti að geyma þá raka, mun því lítið hafa orðið úr þeirri fjáröflunartilraun. En nú var Jón kominn og ekki lengur tóm að liggja í iðjuleysi. Skyldi nú hefja starf við að ákveða vegarstæði frá Sauðárkróki suður fjörðinn vestan vatna og mæla það og kortleggja. Unnum við að þessu nokkra daga, var ákveðið vegarstæði suður fyrir Vík, mælt og kortlagt. Eina eða tvær nætur gisti ég í Vík á meðan á þessu stóð. Þá bjó í Vík Árni Hafstað, ungur bóndi nýkomin úr Noregsdvöl, með stóra framtíðardrauma. Hann var rétt búinn að byggja stórt steinsteypuhús, sem mér fannst að jafnframt væri hugsað sem skólahús. Vík virtist mér stór og falleg jörð, og fleiri býli voru þar á sama túni. Þarna var nú látið staðar numið að sinni og skyldi haldið til Blönduóss. Frá Vík var aftur haldið til Sauðár- króks og gist þar næstu nótt, en að morgni haldið til Blönduóss, skyldi ég fara upp Gönguskörð yfir Kolugafjall og niður Norðurárdal. Var mér feng- inn piltur um fermingaraldur til fylgdar. Var hann sonur sr. Árna prests á Sauðárkróki, sem giftur var dóttur Sigurjóns á Laxamýri, minnir mig helst að það væri Sigurjón, sem síðar varð prestur í Reykjavík. Jón Þorláksson ætlaði aðra leið, að ég ætla, fram Skagafjörð og yfir Vatns- skarð. Við Sigurjón leggjum upp snemma dags, sem leið lá upp í Gönguskörð. Ekki alllöngu áður en þetta gerðist hafði ég lesið minning- argrein um Stefán Stefánsson, föður Stefáns skólameistara og þeirra syst- kina, sem búið hafði á Heiði í Gönguskörðum; var mikið látið af því hvað býli þetta væri afskekkt, upp á Hótel Tindastóll á Sauðárkróki. öræfum helst að skilja; þar var og getið Veðramóta. Ég varð því dálítið undrandi, þegar við komum stutt upp frá Sauðárkróki, þá blasti Veðramót við sunnan í Tindastóli. Frá Veðramóti eru hin þekktu Veðramótssystkin, sem eru dótturbörn Stefáns á Heiði. Nokkuð norður frá Veðramóti er svo Heiði s.v. í Tindastóli og getur varla talist nema snerti spölur neðan af Sauðárkróki. Að þessu höfðum við haldið í n.v., en nú snerum við í s.v. og yfir Kolugafjall og niður í Norðurárdal er liggur í s.v., þrönga dalskoru. Rann lítil árspræna um dalinn, og var einlægt riðið sitt á hvað yfir ána eftir því við hvora hlið dalsins hún rann. Um kvöldið komum við til Blönduóss og er þá fylgdar- sveinninn þar með úr sögunni, minnir mig helst að hann héldi þegar til baka. Blönduós var ekki mikill bær á þessum tíma. Brú var á Blöndu spottakorn ofan við þorpið. Suður frá ánni var nokkuð sléttlendi og deiglent sumstaðar, en sunnan þess reis allhár bakki, og upp á honum þurrt mólendi. Þorpið var nokkur hús á láglendinu fram við sjóinn og kirkjan þar alveg suður við bakkann og er svo enn. Norðan við ána var líka allstór sléttur bakki, og nyrst á honum fram undir sjávarbakka nokkur hús Kaupfélags A.-Húnvetninga, en á bakkanum al- veg suður við ána og á móti þorpinu að sunnan voru rústir af Kvennaskól- anum, sem brunnið hafði veturinn áður. Var nú verið að endurbyggja hann. Allháir bakkar eru þarna að Blöndu, og myndast snoturt lón í ósnum þegar flóð er. Blanda skipti held ég þá hreppum svo þessi byggð við Blöndu var þá í tveimur hreppum. Nú var að taka til við að ákveða vegarstæðið frá Blöndu og suður í sveitirnar. Vildi Jón taka veginn beint s.v. frá brúnni nokkuð austan við þorpið, þar var líka betra að komast upp á bakkann. En nú var niður í þorpinu gömul gróin verslun, Höep- fner, og önnur nýleg. Þeir undu því ekki vel að vegurinn yrði lagður þarna beint að brúnni, það yrði til þess að bændurnir streymdu bara beint fram hjá og út i kaupfélag. Hvað langt þetta stríð varð vissi ég ekki, en þar beið Jón ósigur, og lagði veginn niður í þorpið og upp á bakkann vestast rétt austan við kirkjuna, og var all erfið þraut að komast upp á bakkann. Þessa breyt- ingu sagðist Jón ekki geta varið fyrir samvisku sinni. Nú er kominn vegur beint frá brúnni, eins og Jón vildi, en hinn er líka notaður. Þegar fengin var niðurstaða með þetta var tekið til við að mæla fyrir veginum áfram suður allt að Laxá, þar var endað með að ákveða brúar- stæðið og mæla, og þar með var starfi mínu með Jóni lokið, því hann taldi sig ekki hafa meira að gera fyrir mig í þetta sinn. Þarna stóð ég þá atvinnu- laus og vegalaus, þá var ekki hægt að Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.