Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 30
grípa bílferð, eins og nú, hvenær sem
maður þurfti. Á landi voru ekki nein-
ar ferðir, og á Blönduós kom varla
skip. Fangaráð mitt var því að fara til
mannsins sem stóð fyrir byggingu
Kvennaskólans, en það var bygg-
ingameistari frá Akureyri, og vita
hvort þar væri hægt að fá vinnu.
Vinnuna fékk ég strax og skyldi byrja
næsta morgun. Þá var að útvega sér
dvalarstað og fæði. Gistihús var á
staðnum, var það mjög frumstætt og
ófullkomið, ég hafði verið þar meðan
ég var hjá Jóni og haft þar sæmilega
aðbúð. Ég fer því til þess er átti gisti-
húsið og spyr hann hvort hann geti
lofað mér að vera þar og selt mér fæði
meðan ég yrði í þessari vinnu. Tók
hann því vel, enda var hann búinn að
taka fleiri sem þarna unnu í fæði.
Á þessum árum var mjög bágborið
ástand í efnahagsmálum smáþorpa
þeirra sem voru að rísa við sjávarsíð-
una, og því víða lítið og lélegt fæði. En
þó hefi ég aldrei kynnst lélegra fæði
en þarna var. Mjólk og mjólkurmatur
sást aldrei meðan ég var þar, ekki
fiskur og kjöt ekki fyrr en allra síðustu
dagana nýtt kjöt, og það mjög lélegt,
líkast horkjöti, aðalmaturinn var
vatnshafragrautur. Eitt gott mátti þó
segja um þetta fæði, og það mun hafa
verið siður þá þarna vestur, það sást
ekki hvítasykur, alltaf notaður kandís.
Mér féll vel við manninn, sem stóð
fyrir þessari greiðasölu, en líklega
hefur hann ekki verið röggsamur í út-
vegun til matsölunnar, enda ekki
auðvelt, eftir því sem ég leit til þarna.
Engin fleyta til að fara á sjó, engin
ræktun í þorpinu að mig minnir,
nema lítill túnbleðill, sem sýslumaður
átti, og má vera að hann hafi átt kú, þó
ég muni ekki til að ég sæi þær. En
varla hefir hann haft það kúabú að
hann seldi mjólk og um aðra hefir
ekki verið að ræða, og enginn mark-
aður orðinn í þorpinu, svo bændur
væru farnir að flytja mjólk þangað.
Og sennilega ekki auðvelt að finna
bónda í nánd, sem selja vildi mjólk,
eða gæti það.
Svo byrjaði vinnan. Farið var á bát
beint yfir árósinn því allir verka-
mennirnir voru í þorpinu sunnan við
ána, en talsvert langt að fara upp á
brú. Þetta voru allmargir menn og
Lárus Lárusson (l.v.), Ólafur B. Magnús-
son (fyrir miðju), og Glúmur Hólmgeirsson
(t.h.).
„ Við urðum þarna ofurlítið
sérstök þrenning, og fylgd-
umst, þegar vinnu lauk um
haustið, til Akureyrar, en
týndum þar hver af öðrum,
og hefi ég engar spurnir haft
af þeim síðan, en oft hef ég
hugsað hlýtt til þeirra, og
óskað að vita hvert leið
þeirra hefir legið. “
viða að, þó flestir væru úr þorpinu.
Þrír Reykvíkingar voru þar, og einn
Skaftfellingur, mjög prúður og við-
feldinn maður, Ólafur B. Magnússon.
Við Ólafur og Lárus Lárusson, Hún-
vetningur, urðum þarna ofurlítið sér-
stök þrenning, og fylgdumst, þegar
vinnu lauk um haustið, til Akureyrar.
En týndum þar hver af öðrum, og hefi
ég engar spurnir haft af þeim síðan, en
oft hefi ég hugsað hlýtt til þeirra, og
óskað að vita hvert Ieið þeirra hefir
legið.
Tveir Akureyringar voru þar, og
ekki sléttir verkamenn, Björn (?)
Árnason timburmeistari og Daníel
Gunnarsson múrari. Fór vel á með
okkur og smíðaði Daníel allflókna
gestaþraut og gaf mér, á ég hana enn.
Daníel var orðinn roskinn maður og
nú andaður fyrir löngu og Björn líka,
þó hann væri talsvert yngri. Eins
manns af Blönduósi þarf að geta, sem
var í vinnunni, hann var sjáanlega vel
að manni, síkátur og gamansamur, og
léku verk í hendi hans, þar var Ásgeir,
ekki man ég hvers son hann var, en
hann gekk undir nafninu Ásgeir
sterki.
Frumstætt þættu nú á dögum,
verkbrögð þau, sem þá voru notuð við
steypuvinnu, öll steypa hrærð á tré-
fleka, fjórir hrærðu, tveir og tveir
hvorir á móti öðrum. Ég var settur í að
hræra og gerði ekki annað. Minnir að
Reykvíkingarnir væru með mér,
minnsta kosti tveir þeirra. Þegar búið
var að hræra, var hún borin í fötum í
mótin. Tveir hrær'u-mennirnir mok-
uðu í föturnar, en hinir tveir fóru að
mæla efni í næstu hræru, mölina í
fötum og sementið líka. Svo þurftu
þeir við og við að sækja sementspoka,
sem geymdir voru í skúr skammt frá.
Og þá lærði ég af Reykvíkingunum,
að taka mér skrópu frá vinnunni. Það
var sjálfsagt þegar við vorum búnir að
láta pokann á börurnar sem við bár-
um hann á, að rétta úr bakinu, fá sér
síðan sæti á þægilegum stað á poka-
stæðunni, láta líða úr bakinu og fá sér
í nefið. Þeir voru lærðari en saklaus
sveitamaðurinn.
Þarna var fallegasta steypuefni,
sem ég hefi séð; Mölin var smá
steinar, varla stærri en rúsínur, og eins
og allir steyptir í sama móti, ofur lítið
hrjúfir og holóttir, algjörlega lausir
við allt rusl. Þessi möl var tekin þarna
í fjöru, og svo var blandað saman við
mölina, svörtum og sjáanlega vel-
hreinum sandi. Varð úr þessu mjög
falleg steypa og skrautleg í meðferð.
Lítið merkilegt gerðist meðan þessi
vinna stóð yfir. Þó er gaman að geta
þess að ég gerðist uppskipunar ræðari
eitt sinn. Skip kom og lagðist þar úti
fyrir og hafði eitthvað smáskítti til
kaupmannanna. En nú vantaði þá
ræðara einn eða fleiri og biðja um
mann úr vinnunni, var ég beðinn að
fara, minnir ég væri einn úr vinnunni,
ég var ekki vanur að neita því, sem ég
var beðinn, svo ég fór, þó ég hefði
22 Heima er bezt