Heima er bezt - 01.01.1980, Side 34

Heima er bezt - 01.01.1980, Side 34
DÆGUR Um þessar mundir eru rétt tíu ár liðin frá því að ég tók að mér umsjón þessa þáttar. Þegar ég lít yfir farinn veg undrast ég hvað ég hef sloppið tiltölulega áfallalaust frá honum þrátt fyrir ýmissa fljótfærni sem vissulega hefði mátt koma í veg fyrir með meiri yfirlegu. Lesendur mínir hafa líka verið umburðarlyndir húsbændur sem vissulega hefur komið sér vel og ég er þakklátur fyrir. Aðeins í eitt skipti minnist ég þess að til mín væri gerð næsta ofur- mannleg krafa, sú að birta aldrei ljóð með áberandi formgöllum. Þetta var á þeim árum þegar margir lesenda minna voru farnir að halda að ég ætlaði ekki að bjóða þeim uppá neitt annað í framtíðinni en popptexta, sem auðvitað var alls ekki ætlunin, en þá rigndi yfir mig að- finnslubréfum. Ofannefnd krafa þótti mér harður kostur, einkum af því að ég var betur að mér um ýmislegt annað en bragfræðina, þótt vissulega hefði ég haft nasasjón af þeirri sem kennd hefur verið í skólum. Auk þess hafði ég svo vissu fyrir því að fróðustu menn greindi á í skáld- skaparfræðunum, þótt sammála væru um meginreglur; einn taldi það galla sem annar sagði sparðatíning. Á það bar einnig að líta að ljóðaform eru svo margvísleg að sérfræðing þurfti til að útskýra þau. Nú er ég engan veg- inn viss um, í þessari upprifjun minni á gömlu bréfi sem fyrir löngu hefur verið sett í glatkistuna, nema ég oftúlki þau sjónarmið bréfritara sem hann setti fram í nefndu bréfi, a.m.k. rámar mig í að hann teldi ekkert athugavert við að birta ljóð góðskálda þótt á þeim væru augljósir formgallar. Ég náði víst ekki alveg uppí hvað bréfritari meinti en þykist skilja það nú, þótt engin skilmerkileg dæmi nefndi hann. Hann mun hafa átt við ofstuðlunina sem svo mjög er áberandi í ljóðum fyrri tíma skálda. Vissulega er ofstuðlun talin galli á ljóði á okkar dögum, en fróðir menn segja mér að hún hafi verið svo algeng í fyrritíma skáldskap að ómögulegt sé annað en hún hafi verið talin réttmæt, skáldum hafi þótt hún falleg og fundist hún auka á hljóm hendinganna. Ofstuðlun er t.d. mjög algeng í kveðskap Hallgríms Péturssonar og hefur hann þó alltaf verið talinn í hópi mestu rímsnillinga. Of- stuðlun smeygði sér einnig inn í skáldskap Jónasar Hall- grímssonar og verða fáir til að saka hann um hirðuleysi í málfari. Stundum bruðlaði hann meira að segja með ljóðstafi, eins og t.d. í vinsælu ljóði: Stóð ég útí tunglsljósi (Álfareiðin). Þá er ofstuðlun mjög algeng í ljóðum Stein- gríms Thorsteinssonar, eins og t.d. því neðanskráða, sem mér finnst tilvalið að birta í tilefni tímamótanna, nýju ári, og því sem hér að ofan hefur verið sagt. NÝÁRSKVEÐJA Lítið snjóvgan, gulli glæstan, glóa jökulstól, Morgunroðinn stökkvir stjörnum, stígur nýárssól Yfir vetrahauðrið hvíta, hrímgan ís og snjá, Strauma frosna, stirnað hafið, starir sólin lág. Heil að sunnan, himindrottning, hækkar geislabraut, Brosir hún, sem lætur linna langnættisins þraut; Er í jaka-jötuns dróma jörðin hvílir stirð, Nýárskveðju sína sendir sól í morgunkyrrð. Vak þú, smáa þjóð, í þungum þrautum vetrargeims, Geisla þér frá Guði ber eg, grami vonarheims, Árás á morgni læt eg lostið ljóssins fyrsta staf I þitt hugardjúp að deyfðar dimman léttist af. Inn á við í hug og hjarta hverfðu þinni sýn, Lær að þekkja þína bresti þar til villan dvín, Lær að þekkja þína krafta, þekkja lær þig sjálf, Vinna þín án visku slíkrar verður minni en hálf. Upp á við til heimins horfðu, hátt er markið sett, Eftir þekking stefn og stunda, styð svo frelsið rétt, Annars lánast ei þitt nýja endurreisnar verk, Fyrir andans framför eina fólksins hönd er sterk. Fram á við, og frelsis neyttu, fámenn sýndu dáð! Legg þig fram sem lífsins herra lénti krafta ráð! Verkahring þó hafir smáan hátt í norðurs rann, Æðri sé þér engin köllun en að fylla hann. Árið nýtt með ást og signi, yngsta tímans son, Ljóss á skýi skær hann stendur, skín úr augum von; Viður mína hönd á himni hefst hans ganga nú, Foldarbörnum gæfugengi gefi vegferð sú. Margt góðra bóka eignaðist ég nú um jólin. Einhver allra skemmtilegasta og fróðlegasta. þótti mér Kvæða- fylgsni Hannesar Péturssonar skálds: Um kveðskap Jón- asar Hallgrímssonar. Ég var svo hugfanginn af þessari bók að mér gengur seint að lesa hana vegna ýmissa athugana og vangaveltna sem fylgdu í kjölfarið. Hannes tekur sér fyrir hendur að útskýra ýmislegt það sem ekki lá alveg á ljósu í kveðskap góðskáldsins, auk þess sem maður kynn- ist skáldinu miklu betur og það rís hærra í vitundinni og var það þó hátt á stalli. Fá skáld hafa verið eins ástsæl með þjóðinni og Jónas Hallgrímsson og hann því skáldbræðr- um yrkisefni. Mig langar til að birta hér Ijóð um „lista- skáldið góða" eftir Matthías Jochumsson. Til er lag við þetta ljóð eftir séra Bjarna Þorsteinsson. 26 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.