Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 36

Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 36
Burtu með pillumar, borðum rétt! Nú í svartasta skammdeginu eykst salan á alls kyns fjör- efna-pillum, en við getum sparað okkur þær ef við borð- um rétt samsettan mat, því að öll þau fjörefni sem við þörfnumst getum við fengið með því. Hér að neðan hefur verið tekin saman tafla yfir þau fjörefni sem okkur eru nauðsynleg, og hvar við nálgumst þau. A A-fjörefni er nauðsynlegt til að styrkja mótstöðukraft slímhimnu og húðar, og fyrir eðlilegan vöxt bama. A-fjör- efni er t.d. í feitum fiski (t.d. síld og laxfiskum), smjöri og slátri. Þá er það einnig í rauðu, gulu og graenu grænmeti. Dagsþörf A-fjörefnis er full- nægt ef við borðum t.d. 1 lg af lifur eða 18g af lifrarkæfu eða eina gulrót. Ef okkur skortir A-fjörefni má búast við þvi að við kvef- umst mikið og oft. Skorti A- fjörefni hjá bömum er næsta öruggt að þau vaxa hægt og lítið. K K-fjörefni þurfum við svo sár okkar grói, því ef það skortir þá storknar ekki blóðið. Við fáum þetta fjörefni t.d. í blað- grænmeti, hveiti, höfrum og tómötum. D I þessum fjörefna-flokki eru mörg skyld efni, og geymist hluti þeirra í húðinni og breytist i D-fjörefni við sólar- ljós. Þetta fjörefni þurfum við til að líkamanum nýtist það kalk sem hann fær í osti, skyri og öðrum mjólkurmat, og er beinum okkar nauðsynlegt. Ef böm fá ekki nóg af D-fjörefni harðna beinin ekki og þau fá beinkröm. Ef við borðum nóg af fiski, eggjum, smjöri og slátri þá skortir okkur ekki A-fjörefni. B1 Bl-fjörefni er t.d. í grófu mjöli, baunum og slátri, en eyðileggst ef það er geymt í hita, einnig er þetta fjörefni eyðilagt ef grófa mjölið er bakað með lyftidufti. Bl-fjör- efnið er nauðsynlegt til að við höldum góðri lyst, einnig brýtur það niður alkóhól. Ef okkur skortir þetta fjörefni erum við þreytt, pirruð og höfum höfuðverk. E E-fjörefni hefur þann eigin- leika að eyðileggjast við sól- arljós, og er nauðsynlegt til að hindra A-fjörefnið í að eyði- leggjast. Ef okkur vantar E- fjörefni er hætt við að rauðu blóðkomanna fari úr skorð- um, og þar með sýruflutning- ur líkamans. B2 Þetta fjörefni þolir ekki ljós, og verður því að geyma á dimmum stað, en það er í mjólk, osti, grófu mjöli og kjöti. Okkur er þetta fjörefni nauðsynlegt fyrir meltinguna, augun og slímhimnuna. Ef okkur skortir það lætur okkur illa að vera í björtu ljósi og okkur hættir við sárum í munni og nefi. Niacin Þetta er eitt af þeim efnum sem eyðileggst af lyftidufti, en það er t.d. í klíði. Einnig er það í nautakjöti, fiski, fugla- kjöti og fl. Taugakerfið gerir kröfu til að fá nóg af þessu fjörefni, og ef okkur skortir það, þá erum við pirruð og þreytt og ef vöntunin er mikil erum við jafnvel angistarfull. c C-fjörefni er t.d. í appelsínum, hvítkáli og sítrónum, og þolir ekki hita. Ef okkur skortir það fáum við sár í munninn, og við mikinn skort eigum við á hættu skyrbjúg (blæðandi tannhold). Líkaminn nýtir bara ákveðið magn af C-fjör- efni, neysla umfram þörf fer út með þvaginu. 28 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.