Heima er bezt - 01.01.1980, Page 42
BÓKAHILLAN
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum
skrifar um bækur
I
H EIMSST YR J ÖLDIN 1939-1945.
Rvík 1979. Almenna bókafélagið
Almenna bókafélagið hefir hafið útgáfu á
bókaflokki um Heimsstyrjöldina síðari, og
eru nú komin út tvö fyrstu bindin. Fyrra
bindið heitir Aðdragandi styrjaldar eftir
Robert T. Elson. Er þar eins og nafnið
bendir til rakinn aðdragandi styrjaldar-
innar allt frá friðarsamningunum í
Versölum og rússnesku byltingunni. Þar
er sýnt fram á hvernig það hvorttveggja
geymdi í sér fræin, sem heimsstyrjöldin
síðari spratt af. Þar er rakinn uppgangur
fasismans á Italíu og Mussolinis, nas-
ismans þýska og Hitlers svo og borgara-
styrjöldin á Spáni og valdataka Francos.
Margt af þessu er að vísu alkunnugt áður,
en sitthvað kemur þó fram nýtt og öll at-
burðarásin sýnd í samhengi og nýju ljósi.
Lesandann hlýtur að undra andvaraleysi
og sljóleiki og jafnvel daður vesturveld-
anna gagnvart hinum vaxandi einræðis-
ogöfgastefnum, kommúnisma, fasisma og
nasisma. Það er í rauninni engu líkara en
ráðamenn þar hafi verið bæði heyrnar-
lausir og blindir gagnvart öllum þessum
ófögnuði, sem þeir sennilega hefðu getað
stöðvað, ef þeir hefðu verið á verði, og ráð
í tíma tekið. En þeir virðast hafa einblínt á
pappírsgögn og loforð, sem gefin voru til
þess eins að svíkja þau og nota þau sem
svefnlyf handa værugjörnum og einföld-
um stjórnmálaleiðtogum. En er skilning-
urinn nokkru meiri nú? Mjög eru athygl-
isverðar lýsingarnar á þeim höfuðpersón-
um sögunnar, sem þarna leika aðalhlut-
verkin svo sem Hitler, Stalin og Mussolini,
og ættu þær að geta verið til varnaðar, ef
slíkum skyldi skjóta upp í framtíðinni. Má
segja að mynd Mussolinis verði næstum
grátbrosleg. Þýðandi er Jón O. Edwald.
Síðari bókin heitir Leifturstríð og er
eftir Robert Wernick. Þar segir frá fyrsta
hluta styrjaldarinnar allt frá hinni
svívirðilegu árás Hitlers á Pólverja og síð-
an griðrofum hans og ofbeldisverkum
hernaðarins í Noregi, Hollandi og Belgíu
og endar hún á flótta og flutningi breska
hersins frá Diinkirk og falli Frakklands.
Víða er fljótt yfir sögu farið í því flóði
stórviðburða, er yfir dundu, en nóg er þó
sagt til þess, að lesandinn skynji ofbeldis-
og hefndarverk nasistahersins annars
vegar, en hinsvegar tortryggni og seinlæti
Breta og Frakka, og sviksemi hinna síðar-
nefndu og það sem raunar var fullkunn-
ugt áður, hversu þessi ríki voru gersam-
lega óviðbúin styrjöld og höfðu enga
hugmynd gert sér um hernaðarmátt og
vígbúnað Þjóðverja, og allra minnst að
ráðamenn létu sér til hugar koma, að stríð
yrði háð öðruvísi en með hefðbundnum
hætti. Einnig verður ljóst, hversu veik
lýðræðisríkin eru gagnvart einræðisherr-
um, þar sem einn vilji ræður, og raunar
getur maður varla annað an dáðst að Hit-
ler og sveinum hans fyrir hið fullkomna
skipulag óg viðbragðsflýti, þótt allt væri
það til ills notað. En atburðir þessara ára
ættu að geta verið viðvörun til lýðræðis-
ríkjanna gagnvart fagurgala og friðarhjali
einræðisherra Sovétríkjanna, sem í mörgu
minnir á Hitler. Að því leyti á bókin fullt
erindi til allra Vesturlandabúa, til að
minna þá á hina yfirvofandi hættu. Þýð-
andi þessa bindis er Bjöm Jónsson, en rit-
stjóri alls bókaflokksins er örnólfur
Thorlacius. Öll frásögn þessara bóka er
stuttorð og greinagóð, en ekki fellur mér
þessi hálfgerði blaðamennskustíll, sem
hér er við hafður eins og á mörgum
nútíma fræðibókum. Mikill fjöldi mynda
er í ritunum og fylgja þeim flestum ágætar
skýringar, og má raunar segja að sagan sé
öðrum þræði rakin í myndum, eða a.m.k.
myndasagan bæti Jiina upp þar sem eyður
eru, sem lesandinn hefði viljað vita meira
um, Fróðlegur er myndakafli síðara
bindisins af þeim mörgu andans mönn-
um, sem flýðu Þýskaland undir ógnastjórn
nasismans. Sennilega á svipaður mynda-
flokkur að koma síðar um flóttamenn frá
kommúnistaríkjunum. Bækur þessar eru í
stuttu máli sagt fróðlegar og girnilegar til
skilnings á sögu samtíðar vorrar.
Guðmundur G. Hagalín:
BLÍTT LÆTUR VERÖLDIN.
Rvík 1979. Almenna bókafélagið.
Það eru nú liðin 36 ár síðan þessi skáld-
saga Hagalíns kom fyrst út, og gegnir
furðu, hve hljótt hefir verið um hana frá
því fyrsta að kalla. Að vísu var hennar þá
að góðu getið af ýmsum mætum mönnum,
en Hagalín stóð þá í ströngu stríði við
háværa bókmenntaklíku, sem reyndi að
þrúga landslíðinn undir skoðanir sínar, og
annaðhvort ófrægði alla þá höfunda, sem
henni voru andvígir eða gekk framhjá
þeim með þögninni. Má lesa um þetta í
bók Hagalíns; Gróður og sandfok, sem
einmitt kom út sama árið og Blítt lætur
veröldin. Vann hann þá það afrek að
stöðva þá óheillaöldu sem þá reis hátt í
bókmenntaheimi Islendinga og hefir það
ekki verið þakkað sem skyldi. En saga
hans galt þess mjög, því að rógstungurnar
voru iðnar. Annars er þessi saga harla ólík
öðrum skáldsögum Hagalíns. Þar er
hvorki rætt um sjósókn né vestfirska
kjamakarla, enda þótt söguhetjan sé vest-
firskur drengur i sumardvöl á Austur-
landi. Segja má að hún sé fremur öðrum
sögum Hagalíns saga hins innra, það ger-
ast engin stórtíðindi hið ytra, en ég hygg
að höfundur hafi hvergi í bókum sínum
skyggnst dýpra í mannlegt hugarfar og
rakið betur örlagavef persónanna, sem
hann þó breiðir ekki út fyrir lesandanum,
en lætur hann skynja gegnum hálfkveðna
vísu og viðbrögð. Og hvergi kemur betur
fram hin ríka samúð hans með olnboga-
börnum lífsins en hér. En þó að margt sé
þar sem kalla má harmsögulegs efnis, þá
getur Hagalín ekki lagt sína góðlátlegu
kímni til hliðar, þegar við á að beita henni.
Mannlýsingar sögunnar eru svo meitlað-
ar, að lesandinn gjörþekkir allar persón-
urnar og finnur til með þeim, og gleymir
þeim ekki. Að öllu samantöldu tel ég
þessa sögu meðal fremstu sagna Hagalíns
og þá sérstæðustu, og því góður fengur að
fá hana fram í dagsljósið á ný.
Helgi Hallgrímsson:
SVEPPAKVERIÐ.
Rvfk 1979. Garðyrkjufélag íslands.
Höfundur lætur skammt stórra högga á
milli, nær samtímis Vatnalífsbókinni,
sendir hann frá kver um íslenska stór-
sveppi, einkum þó þá, sem eru annað-
hvort ætir eða eitraðir. Fyrst í kverinu er
ýmis almennur fróðleikur um sveppi,
ábendingar um, hvar þá sér helst að finna,
leiðbeiningar um söfnun þeirra og með-
ferð, þar á meðal matreiðslu og lýst er
áhrifum helstu eitursveppa. Vonandi fer
34 Heima er bezt