Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 43

Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 43
þó enginn að leita til þeirra sem vímu- gjafa. Allt er þetta gagnlegur og greina- góður fróðleikur handa þeim, er sveppum vilja safna, hvort heldur til matar, gamans eða fróðleiks. Að loknum þessum al- menna fróðleiksinngangi eru síðan lýs- ingar 150 tegunda íslenskra stórsveppa þar af 50 þó aðeins lauslegar. Ljósmyndir og teikningar eru af um 60 tegundum þar af 24 litmyndir. Greiningarlyklar eru til flestra ætta og ættkvísla. Án reynslu verð- ur ekkert fullyrt um gagnsemi lykla og lýsinga til þess að þekkja tegundirnar. En eftir því sem best verður séð og með sam- anburði við önnur rit, er svo vel frá þessu öllu gengið, að vandræðalaust má vera hverjum heilskyggnum manni að þekkja tegundirnar, a.m.k. með nokkurri æfingu. En bráðnauðsynlegt er að lesa fyrst hið almenna yfirlit og fræðiorðaskýringar. Höfundur hefur gefið öllum tegundunum íslensk nöfn, eru þau að vonum misgóð, en yfirleitt virðast þau góð og lífvænleg. En ég sakna þess þó að hann skuli ekki hafa tekið þau íslensk sveppaheiti, sem til eru. Þau eru að vísu ekki mörg, en sum skemmtileg. Það gerist nú tíska að éta sveppi, og verði það þeim að góðu, sem það gera. En hvort sem menn vilja safna sveppum sér til matar eða af því þeir vilja auka þekkingu sína á þessari grein nátt- úrufræðinnar, þá er kverið þarft og skemmtilegt og góður fengur öllum, sem unna íslenskri náttúru, En hví í ósköpun- um kallar höfundur sveppina jurtir? Á bls. 102 segir höf. Að berserkjasveppur hafi fyrst fundist hér opinberlega 1959, en muni þó vera mun eldri í landinu. Það er lítill efi á slíku. Ég fann hann í Vaglaskógi laust eftir 1930, en lét þess að engu getið, því að ég trúði ekki mínum eigin augum, og hafði mjög takmarkaða þekkingu á sveppum. En hann var a.m.k. þá til í landinu. Jónas Jónasson frá Hofdölum: Hofdala-Jónas. Akureyri 1979, Bókaforlag Odds Björnssonar. Þetta er mikil bók, er flytur sjálfsæfisögu Jónasar frá Hofdölum, sem kunnur var víða um land vegna skáldskapar síns og þó einkum af brúarvörslu við Héraðsvatna- brú á Grundarstokk um langt árbil. En auk æfisögunnar flytur bókin frásögu- þætti og ljóðasafn. Það er í rauninni hálf- gert rangmæli að tala hér um æfisögu, því að sögunni lýkur, þegar höf. er nýlega fermdur, en átti þá mikið ólifað fram á elliár, og hefði vissulega haft margt að segja. En nú hljóta menn að spyrja, er mögulegt að skrifa stóra bók um bernskuár sveitadrengs, sem raunverulega lifir að engu leyti óvanalega æfi við þröngan kost á kotbýli, og lendir ekki í neinum æfintýrum fremur en gerist um sveitastráka? En þetta hefir Jónas gert og það með þeim ágætum, að lesandinn sleppir bókinni trauðlega fyrr en sagan er lesin til enda. Hjálpast þar að skörp at- hygli, trútt minni og sérstök frásagnar gáfa, sem gerir smámunina stóra. At- burðum hins daglega lífs er lýst af þeirri nákvæmni, að lesandinn sér þá fyrir sér eins og í vel gerðri kvikmynd, og þó að frásögnin sé oft svo nákvæm, að jaðri við smásmygli er hún aldrei þreytandi. Mannlýsingar hans eru margar með ágætum, en oft berorðar. Þótt bernskuár hans væru fjarri því að vera dans á rósum, er ljóst að hann hefir átt sér „bölva bætur“ eins og Egill. Honum er vísnagerðin snemma tiltæk, og sýna ljóðin í seinni hluta bókarinnar, að hann er vel hlut- gengur á alþýðuskáldaþingi voru. Mætti hvert góðskálda vorra vera vel sæmt af bestu kvæðum hans og stökum, þótt vitanlega sé skáldskapurinn misjafn og farnar troðnar slóðir. Einkum leika fer- skeytlurnar honum á tungu, bæði ljúfar og beiskyrtar, en mörg hinna lengri kvæða eru athyglisverð, en best tekst honum er hann yrkir um menn, bæði liðna og lif- endur. Gaman er að mörgum frásagnar- þáttunum t.d. um Stephan G. og Sölva Helgason þótt ólík séu viðfangsefnin, en Jónas var furðu glöggsýnn á menn. Og minnisstæð verður myndin af hraust- menninu Pétri Pálmasyni í elli hans, þótt stutt sé frásögnin. Þeir Hannes Pétursson og Kristmundur Bjarnason hafa búið bókina til prentunar af kostgæfni. Það er trúa mín, að Hofdala-Jónas muni lengi skipa veglegan sess í íslenskum alþýðu- bókmenntum. Erlingur Davíðsson (skráði): Miðilshendur Einars á Einarsstöðum. Akureyri 1979. Skjaldborg. Langt er síðan Einar á Einarsstöðum varð þjóðkunnur fyrir lækningar þær, er gerð- ust með höndum hans, og þeir eru ófáir, sem fengið hafa bót meina sinna, eða a.m.k. fengið linaðar þjáningar sínar fyrir tilverknað hans. Og þó að vísu hafi áður verið skráð bók um Einar, var full þörf nánari greinargerðar frá þeim, sem notið hafa læknishjálpar hans, en hér eru skráðir um 30 slíkir vitnisburðir, en auk þess skrifar sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson gagnmerkan formála, og einnig er hér ágæt prédikun eftir sr. Ágúst Sigurðs- son á Mælifelli. Er það mikilsvert og öðr- um til fyrirmyndar er tveir prestar þjóð- kirkjunnar ræða þessi mál af svo miklum drengskap og skilningi og þeir gera. And- legar lækningar eru alþekkt fyrirbæri, bæði hér á landi og erlendis, og hversu efagjarnir sem menn eru, verður því ekki neitað, að þær eru staðreynd. Síðan getur hver og einn leitað sér skýringar á því hvaðan þær stafi allt eftir því, sem þeim er gefin „andleg spektin". En þótt margar séu skýringarnar eru þær flestar langsótt- ari og fjarstæðari en sú, sem hér er gefin, að framliðnir læknar séu að verki, sem noti miðilsgáfu Einars til að vinna líknar- verkin. Það er mikilvægt að fá þessa bók í hendur með svo mörgum vitnisburðum, og gaman er að heyra, hve margir, og þar á meðal læknar, hafa engin önnur orð um lækningarnar en „kraftaverk“. Það sýnir oss að tímar kraftaverkanna eru ekki liðnir, en kraftaverkin voru einn merki- legasti þátturinn í starfi Jesú Krists, og hafa áreiðanlega laðað fjölda manna að honum og kenningum hans. Prestarnir tveir, sem hér hafa látið til sín heyra, bæta með ritgerðum sínum fyrir hina frægu „Skálholtssamþykkt", þar sem hin’virðu- lega prestastefna bannfærði alla dulspeki út úr kirkju og kristni. Skyldi ekki vegur kirkjunnar verða meiri en nú er og áhrif hennar víðtækari, ef prestastéttin vildi fordómalaust kynna sér kraftaverk sam- tíðar sinnar, og leggja eitthvað líkt til málanna og sr. Ágúst á Mælifelli? Bókin um Einar á Einarsstöðum og lækningar hans á erindi til allra manna. Si. Std. Heima er bezt 3 5

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.