Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 44

Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 44
Klakstöðin á Laxamýri Eftir Guðbrand Magnússon Arleg veiði í Laxá í A ðaldal hefur aukist úr 600 löxum í 3400 frá því að stöðin tók til starfa. Ég sé strax að hreinlæti er mikið, og j það fyrsta sem mér dettur í hug er j skurðstofa. Klakstöðin á Laxamýri í ) Aðaldal er undir stjórn Björns Jóns- sonar bónda þar, og fór ég á fund hans til að fræðast örlítið um þessa búgrein, j sem haslar sér æ stærri völl. Nýlega var lokið við mikla vatns- veituframkvæmd við stöðina sem kostaði um 20 milljónir. Áður var notað yfirborðsvatn, og var það mikið vandamál á vorin þegar leysingavatn kom inn í kerin. Leirinn settist í tálkn seiðanna og kæfði þau. Laxinn úr Laxá í Aðaldal er stærri en annar lax, svo mikið að hann er talinn sérstakur stofn. Þá er þessi sami stofn einnig sterkbyggðari og ekki eins sjúkdómagjarn og aðrir. Þetta gerir það að verkum að seiði úr Laxamýrarstöðinni eru eftirsótt, bæði hér heima og erlendis. „Þegar við byrjuðum með laxeld- ið,“ sagði Björn, „þá var veiðin í Laxá komin niður í 600 laxa á ári, en nú er hún komin upp í 3400 laxa. Varla er hægt að hugsa sér áþreifanlegri sönn- un þess að vel hafi tekist.“ Björn fræddi mig á því að allar góðar laxveiðiár hefðu eigið vatna- kerfi. Eins og kunnugt er rennur Laxá úr Mývatni og tengist öðrum, s.s. Vestmannsvatni. Þessi vatnasvæði eru hvorutveggja í senn; uppeldisstöð fyrir laxinn og vatnsmiðlun árinnar. Klakstöðina á Laxamýri eiga land- eigendur Laxár og Mývatns og fleiri í hlutafélagi. Stöðin hefur verið rekin í 15 ár, og var hún fyrst staðsett á Húsavík. Núverandi húsnæði stöð- varinnar á Laxamýri er 7 ára og er það rúmgott. Fyrir þremur árum tók Björn Jónsson bóndi á Laxamýri við Fagur súmarmorgunn við Laxá í Aðaldal. framkvæmdastjórn stöðvarinnar, og þar að auki er maður þarna í fullu starfi, Halldór Davíð Benediktsson. Á haustin er lax veiddur í klak, þ.e.a.s. hrygnan er tekin og hrognin kreist úr henni og síðan er mjólk hængsins sprautað yfir. Þegar ég heimsótti stöðina var þessu lokið og lágu hrognin í vatni og biðu þess að klekjast út og verða að kviðpokaseið- um. Síðan liggur leið þeirra í stór ker, og þar vaxa þau og dafna, uns þau eru seld út úr stöðinni; annað hvort í ís- lenska laxveiðiá, eða þá að þau leggja leið sína með einkaflugvél til Noregs. „Það liggur við að maður sakni seiðanna, þegar þau fara héðan,“ sagði Halldór Davíð, „því að maður er búinn að leggja svo mikla vinnu í þetta.“ Og Björn bóndi tók í sama streng: „Því er líkt farið með laxa- seiðin og önnur dýr sem ég bý með, að manni fer að þykja vænt um þau.“ Laxinn er viturt dýr og má sjá það t.d. af því að síðasta haust hrygndi hann snemma. Það er vörn náttúr- unnar gegn ótíðinni svo hrognin nái að klekjast út og seiðin að lifa. Þetta varð aftur á móti til þess, að illa gekk að veiða í klak hjá Laxamýrarstöð- inni, því stór hluti af laxinum hafði þegar hrygnt. Eins og áður sagði er hreinlæti til fyrirmyndar í klakstöðinni, og öll kerin eru þvegin daglega. Þegar mest er að gera, verður að fá aðstoðarfólk, svo hægt sé að annast þetta sóma- samlega. Seiðunum er gefið með sjálfvirkum „möturum“, sem stýrt er með klukkum, og sagði Björn að þeg- ar eitthvað væri framkvæmt innan stöðvarinnar, „þá skal það vera þannig úr garði gert að það endist, og vera það besta sem völ er á. Allt of margir falla í þá gryfju að reyna að framkvæma mikið fyrir lítið, í stað þess að framkvæma lítið og vandað fyrir mikið. Það borgar sig örugglega í framtíðinni.“ 3 6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.