Heima er bezt - 01.09.1981, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.09.1981, Blaðsíða 9
tvö ár, var í skóla á kvöldin og vann á daginn. Ég átti erfitt fjárhagslega í Danmörku, því ég hafði haft góð laun í Þýskalandi, sem ég hafði staðgreitt skatta af, en í Dan- mörku þurfti ég að borga aftur skatta af mínum þýsku launum að viðbættum sköttum af lærlingslaununum. En alltaf vill nú gæfumanninum eitthvað til; ég tók upp á því að fara eftir auglýsingum í blöðum og keypti notaðar skrifstofuvélar, sem ég gerði upp og seldi. Með þessu framfleytti ég mér.“ — Fórstu svo að vinna við skrifstofuvélaviðgerðir, þegar þú komst heim frá námi og störfum erlendis? „Þegar ég kom heim 1946 þekktust bókhaldsvélar varla í fyrirtækjum hér á landi. Samhangandi eyðublaðaform sem nú þykja sjálfsögð, voru þá notuð í tveimur fyrirtækjum í Reykjavík, en á grundvelli reynslu minnar frá Þýskalandi lagði ég áherslu á að bæta skrifstofutæknina og auka af- köstin á þeim sviðum. Þetta átti fyrst og fremst við um reikningaskrift í fyrirtækjum, því að tölvur voru þá ekki komnar til sögunnar. Ég var ötull í skipulagsmálunum enda ungur og áhuga- samur. Meðal annars fór ég fljótlega að teikna reiknings- og skýrsluform, sem ég sá um að láta prenta erlendis og flytja inn. Varðandi sumt af því tókst mér svo vel, að sömu formin eru notuð enn þann dag í dag.“ — En hvenær komu svo stórvirkari vélar til sögunnar? „Það var 1950 sem skýrsluvélarnar komu til sögunnar hér á landi og þá varð mikil framför á sviði skrifstofu- og skýrslutækni. í kjölfar þess var komið upp aðstöðu og tækjabúnaði til þess að prenta skýrsluformin og samhang- andi eyðublöð fyrir skýrsluvélar hér á landi.“ Fjölskyldumynd. F. v. fremri röð: Karen, Frank og Guðrún, foreldrar Ottós og Pála. F. v. aftari röð: Frank, Ottó, Aage, Hulda, Georg, Elsa, Aðalsteinn og Páll. að gera honum skiljanlegt að meira ætti ég ekki. En hann klappaði mér á öxlina og gerði mér skiljanlegt að það gerði ekkert til. Þarna var ég í tvær nætur matarlaus, frá hádegi á föstudegi til hádegis á mánudegi. Þegar ég kom í verk- smiðjuna var fyrsta verkið að fara með mig á lögreglu- stöðina til að stimpla passann minn og fá dvalarleyfi og það kostaði eitt mark. Þar með var ég orðinn peningalaus. Ég fékk svo mat í verksmiðjunni enda orðinn matarþurfi." — Hvað varstu lengi við nám hjá Þjóðverjunum? „í náminu var ég í níu mánuði og tiltölulega fljótt komst ég upp á að tala þýskuna. Ég var búinn að læra viðgerðir á ritvélum, samlagningarvélum, reiknivélum og bókhalds- vélum og fór þá heim. Um sumarið var ég á síld en ákvað að fara aftur út til að læra meira. Þá fór ég til Kaup- mannahafnar, en fékk að lokum vinnu í Þýskalandi hjá því fyrirtæki sem ég hafði lært hjá. Sumarið 1944 strauk ég til Danmerkur og fór þar huldu höfði um nokkurt skeið. Allt var þetta hnitmiðað og tíma- sett hjá mér. Ég vissi að Þjóðverjarnir ættu í svo miklum erfiðleikum að þeir hefðu um annað að hugsa en að leita að mér. Sannleikurinn var sá að þó ég væri einungis í skrif- stofuvélaviðgerðum, þá var ég orðinn mjög nauðsynlegur maður, því tæknimenntaðir menn voru ekki á hverju strái. Áður en ég fór var ég orðinn verkstjóri yfir þremur verk- stæðum fyrirtækisins sem ég vann hjá, í þremur borgum. Þegar ég kom til Danmerkur, þá viðurkenndu Danir ekki mína þýsku pappíra. íslendingar voru ekkert sérlega hátt skrifaðir í Danmörku á þessum tíma vegna sambandsslit- anna sem þá voru í uppsiglingu. í öðru lagi var það ekki til bóta að hafa verið í Þýskalandi. Ég varð því að láta mér það lynda að vinna sem „framhaldsnemi" og vann sem slíkur í Heima er bezt 28 1

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.